Úlfljótsvatn
Úlfljótsvatn
Nemendur í 5. bekk í Hvassó hafa beðið ferðarinnar að Úlfljótsvatni með mikilli eftirvæntingu í allan vetur. Hópurinn mætti í búðirnar hress og kátur strax fyrsta daginn eftir páskarfrí, 22.apríl. Starfsfólk Úlfljótsvatns tók vel á móti 5. bekkingum og bauð upp á stórskemmtilega dagskrá allan daginn fram að kvöldi og einnig morguninn eftir. Það sem fullkomnaði ferðina var veðrið. Við fengum sól og blíðu allan daginn, þannig að öll dagskráin og leikirnir fóru fram úti. Hápunktar ferðarinnar hjá krökkunum voru að læra að kveikja bál og grilla snúða, skjóta af boga, klifra hæsta klifurvegg landsins og auðvitað að vaða í Úlfljótsvatni. Við þökkum starfsfólki staðarins, skátunum, kærlega fyrir okkur!