4. bekkur skemmti sér vel á opnunarhátíð Barnamenningarhátíðar 2025. Krakkarnir okkar vita nákvæmlega hvernig á að haga sér, fara alltaf eftir fyrirmælum og tapa sér ekki þó aðrir hópar séu með læti og ekki að fara eftir fyrirmælum. Boðið var upp á leiksýningu, tónleika og sirkusatriði og nýi borgarstjórinn kom og setti hátíðina.