Nemendur í 5. bekk heimsóttu Vísindasmiðju Háskóla Íslands í apríl. Markmið Vísindasmiðjunnar er að auka áhuga barna á vísindum. Heimsóknin í Vísindasmiðjunna var þrískipt. Helmingur hópsins fékk fræðslu um stjörnufræði. Hinn hluti hópsins fékk á meðan kynningu á gagnvirkum tækjum og tólum sem sýna ákveðin eðlisleg fyrirbæri á áþreifanlegan hátt, eins og styrkleika og veikleika skynfæra okkar. Nemendurnir fóru næst á hina stöðina og í þriðju lotunni fengu allir nemendurnir samtímis frjálsan tíma þar sem þau fengu tækifæri til að leika sér og prófa tækin og tólin á eigin forsendum. Mikil gleði og áhugi sást á nemendum þar sem frjálsi tíminn virtist standa upp úr.