Þátttaka í Páskabingói foreldrafélagsins miðvikudaginn 9. apríl var frábær eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Samfélagslögreglan mætti á svæðið og Júlí Heiðar & Dísa spiluðu og sungu fyrir gesti.
Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir einstaklega skemmtilega kvöldstund.