Nemendur í 2. bekk buðu fjölskyldum sínum og öðrum nemendum skólans í salinn 10. apríl og sungu fyrir þau lagið Draumar geta ræst eftir Jón Jónsson.
Krakkarnir byrjuðu á því að skoða textann í laginu vel og vandlega og ákváðu að teikna myndir af sér í draumastörfunum sínum. Myndirnar voru svo sýndar á skjá samhliða söngnum, sem heppnaðist einstaklega vel og greinilegt að allar æfingarnar skiluðu góðum árangri.
Þess má geta að Draumar geta ræst var lag Barnamenningarhátíðar 2019 en textann samdi Bragi Valdimar Skúlason í samvinnu við börn í 4. bekk í grunnskólum borgarinnar.