Lestrarátakið Blómstrandi dagar var haldið í Hvassó 3.-10. apríl. Markmið átaksins var eins og alltaf, að lesa sem allra mest. Fyrir lesturinn fengu nemendur blóm til að skreyta umhverfi sitt. Nemendur á yngsta stigi fengu blóm fyrir hverjar 45 mínútur sem þeir lásu og nemendur á miðstigi fengu blóm fyrir hverjar 60 mínútur.
Viðurkenning var veitt fyrir einn árgang á yngsta stigi og einn á miðstigi. Að þessu sinni voru það nemendur í 4. og 5. bekk sem hlutu viðurkenningu fyrir að lesa mest.
Einnig var veitt viðurkenning til þeirra nemenda sem lásu mest í hverjum bekk. Einn nemandi í 1. bekk las yfir 600 blaðsíður og þrír í 4.-5. bekk lásu yfir 1000 mínútur sem er í raun sturluð staðreynd !
Í lok átaksins var verðlaunaafhending á sal og fengu allir nemendur skólans köku af því tilefni. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með frábæran lestur.