Skipta yfir í sápustykki. Í kringum 80 milljörðum sjampó og hárnæringa umbúðum er hent árlega.
Forðast einnota vörur. Sleppa því að kaupa hreinsiklúta og bómullarskífur, nota frekar þvottapoka eða heklaðar skífur sem hægt er að þvo og nota aftur.
Nýta áfyllingar. Hægt er að fá áfyllingar á ýmsum snyrtivörum og endurnýta umbúðir.
Huga að hverju þú ert að kaupa. Ef varan hefur ekki kost um áfyllingu þá er skynsamlegt að kaupa vörur sem eru í umhverfisvænum umbúðum og sem hægt er að endurvinna.
Sniðganga fyrirtæki sem prufa á dýrum. Það eru fullt af snilldar fyrirtækjum sem selja vörur sem hafa ekki verið prufaðar á dýrum og eru vegan.
Versla hjá íslenskum framleiðendum. Að versla hjá íslenskum framleiðendum minnkar kolefnissporið.
Setja endurvinnslutunnu inn á baðherbergi. Endurvinnslutunna inn á baðherbergi hvetur mann áfram í að flokka, þá er engin afsökun að nenna ekki með tómu plast dolluna í endurvinnslutunnuna í eldhúsinu.
Vistvera hefur allar nauðsynjavörur sem maður hefur þörf á og eru þær allar umhverfisvænar. Þau bjóða upp á áfyllingar á ýmsum vörum eins og sjampói, hárnæringu, kremi, maska og mörgu fleira. Þá er hægt að endurvinna umbúðir og það kemur í veg fyrir algjörlega óþarfa offramleiðslu á umbúðum.
Mena hefur mikið úrval af snyrtivörum eins og farða, púður, augnskugga, varalit og naglalakk. Þau selja vörur frá Zao Organic Makeup sem innihalda engin eiturefni, prufa ekki á dýrum, eru vegan og framleiða vörur með eins lágt kolefnis spor og hægt er.