Flest allar snyrtivörur sem ekki flokkast sem spilliefni til dæmis hárlakk og naglalakk má flokka eftir umbúðum.
Ef það er mikið krem í túpunni eða dollunni þá er gott að byrja á því að losa það í ruslið og flokka svo túbuna/dolluna, oft eru krukkurnar úr gleri eða plasti og lokið úr plasti. Það sama gildir með sjampó og hárnæringu, losa úr umbúðunum og flokka svo umbúðirnar.
Naglalakk fer í spilliefni.
Farði, tæma skal túpuna og flokka eftir umbúðum.
Maskarar flokkast í plast.
Ilmvötn fara í glerumbúðir.
Rakvélar flokkast í málm og plast.
Svitalyktareyðir með rúllum er gott að reyna ná kúlunni frá glerinu, flokka kúluna með plasti og rest með gleri, svitalyktarspreyin flokkast sem málmur.