Snyrtivörur sem innihalda eiturefni eru ekki einungis slæmt fyrir umhverfið heldur heilsuna okkar líka. Það eru til dæmis rotvarnarefni, ilmefni, litarefni og ýmis önnur efni sem geta valdið ofnæmi. Hægt er að finna þessi efni í mörgum vörum eins og tannkremi, andlitsfarða, sjampói, kremum og listinn heldur áfram og er því nauðsynlegt að vera meðvitaður um þau.
BHA og BHT geta valdið ofnæmisviðbrögð í húðinni, krabbamein og truflað hormóna í líkamanum. Einnig eru þessi efni tengd við vanvirkni í lifur, skjaldkirtli, blóð, lungum og nýrum. Efnin geta valdið uppsafnaðri mengun í umhverfinu. Hægt er að finna þessi efni í kremum, svitalyktareyði, förðunarvörum, varasalva, mat og fleiru.
Paraben er notuð sem rotvarnarefni í snyrtivörum og getur ollið hormónajafnvægi. Einnig hefur það verið fundið í brjósatvef og getur mögulega stuðlað að brjóstakrabbameini. Paraben eru notuð í snyrtivörum, hárvörum, sólvarnarefni og andlitsfarða.
Siloksan er D5 efnasamband sem er notað í sjampói, krem og öðrum vörum sem gerir það auðveldara að smyrja vöruna á sig. Þessi efni eru einnig notuð til að lengja endingartíma málningar og í raftækjum. Efnið brotnar afar hægt niður og safnast því fyrir í lífríkinu.
Tríklósan er efni sem er með bakteríudrepandi áhrifum. Tríklósan er eitrað lífverum í vatni og notkun þessara efni geta valdið því að bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum. Þessi efni eru notuð í tannkremum, svitalyktareyði og snyrtivörum.
Kemísk ilmefni (parfum) eru mjög ofnæmisvaldandi og meðal fimm helstu ofnæmisvalda í heiminum. Þessi efni geta valdið höfuðverk, mígreni, bólgum í húð og exemi og hafa einnig verið tengd við truflanir á hormónastarfsemi og krabbameini. Hægt er að finna þessi efni í ilmvötnum, svitalyktareyði, kremum, hárvörum og fleira.
Upplýsingar um hvaða efni á að forðast er hægt að finna á eftirfarandi síður:
https://abstractedcollective.com/30-toxic-chemicals-skincare-products-avoid/
https://is.warbletoncouncil.org/ingredientes-a-evitar-en-cosmeticos-3137#menu-2
https://nlfi.is/natturan/umhverfid/snyrtivorur-og-adrar-eitradar-vorur-i-umhverfi-okkar/
Fyrst og fremst er mikilvægt að lesa merkimiðann á vörunum áður en er keypt þær. Snyrtivöruframleiðendur eru skyldugir til að gefa upp innihaldsefnin á umbúðum sínum og er því mikilvægt að lesa þau.
Velja vörur sem eru umhverfisvottaðar eins og Svaninum, Evrópublóminu, NaTrue, Vegan Society, Ecocert og fleira.
Velja hársnyrtistofur sem nota umhverfisvænni liti.
Búa til sitt eigið krem og farða með náttúrulegum efnum til dæmis kókosolíu.
Húðin er stærsta líffæri mannsins og allt sem er sett á hana fer beint inn í blóðrásina okkar og hefur því áhrif á líkamsstarfsemi einstaklingsins. Verum skynsöm og kaupum umhverfisvottaðar vörur!