Snyrtivörur koma yfirleitt í mjög aðlaðandi og gullfallegum umbúðum sem gera vörurnar alveg ómótstæðilegar. Fegurðariðnaðurinn framleiðir í kringum 120 milljarðar af umbúðum á hverju ári sem eru yfirleitt einnota. Þessar umbúðir eru oftar en ekki úr þykku plasti sem tekur hundruð ára að brotna niður í náttúrunni. Þær umbúðir eru sjaldan flokkaðar og enda þar af leiðandi í náttúrunni.
Sjampó, hárnæring, ilmvötn, varalitir og rakakrem eru vörur sem innihalda oft pálmaolíu. Manneskjan ofnotar pálmaolíuna sem er gríðarlegt vandamál, hún er hræódýr og þess vegna eru fyrirtæki að nýta sér hana. Til þess að fá pálmaolíu er gjöreytt regnskógum sem hefur hræðileg áhrif á villt dýralíf og ýtir undir hlýnun jarðar. Það er mjög mikilvægt að forðast þetta innihald í vörum yfir höfuð.
Framleiðendur eiga til að selja vörur í þykkum umbúðum sem innihalda lítið af vöru. Þar af leiðandi þarf neytandi að kaupa vöruna reglulega og framleiðendur græða meira á því. Þannig er meiri neysla á snyrtivörum og er meiri framleiðsla á umbúðum.
Glimmer er gríðarlega vinsælt og getur verið ofnotað á tónlistahátíðum. Það er einfaldlega bara plast sem eyðist ekki í náttúrunni og er mjög erfitt að endurvinna eftir notkun.
Langflestar snyrtivörur sem eru seldar hér á landi eru innfluttar fá útlöndum. Við sjáum allar fínu vörurnar í hillunum en með þeim fylgir svakalegt kolefnisspor. Fegurðariðnaðurinn hefur risastórt kolsefnisspor þar sem það er endalaus flutningur á snyrtivörum um allan heiminn.
Líkamsskrúbbar, andlitskrem, farði, varalitir og farðahreinsar innihalda oft örperlur (microbeads) sem er tegund af míkróplasti. Vörurnar sem innihalda örperlur eru hannaðar þannig að þær skolast af okkur í sturtu og rennur í niðurfallið. Þær enda í sjónum okkar sem skaðar sjávarlífið og vistkerfi þess. Fiskar í sjónum borða þessar örperlur, sem gerir það að verkum að við borðum plast þegar við fáum okkur fisk. Það hefur verið herferð gegn notkun örperla en það hefur ekki staðist allstaðar.