Áhrif snyrtivara á umhverfið


Margt smátt gerir eitt stórt

Til þess að geta verið umhverfisvænn og gegn spillingu náttúru þarf að byrja með að hugsa um velferð lifandi veru plánetunnar og plánetuna sjálfa. Þú getur ekki gert allt en allir geta gert eitthvað.

Snyrtivörur eru ekki að fara neitt á næstunni

Farði hefur verið notaður yfir mannkynssöguna í mismunandi tískum, formum og öðruvísi merkingum. Snyrtivörur eru ómissandi hjá flestum einstaklingum og hefur verið það í mörg ár, það er löngu kominn tími á að efla notkun á umhverfisvænum snyrtivörum þar sem þetta er ákveðinn rótgróinn hluti í samfélaginu okkar.

Förðun

Förðun hefur verið stór hluti af samfélaginu okkar síðustu kynslóðir. Förðun hefur stórt svið á samfélagsmiðlum og auglýsingabransanum sem nær til margra. Iðnaðurinn hefur gríðarlega stóran markaðshóp og neytendur á öllum aldri.

Hreinlætisvörur

Hreinlætisvörur eins og svitalyktaeyðir, sturtusápa og hárnæring flokkast undir snyrtivörur. Það er sjálfsagt fyrir flesta að eiga alla þá hluti á heimilinu og nota þær vörur alla daga. Vörurnar eru svo mikið notaðar að einhver snyrtivara er ábyggilega á vikulega innkaupalistanum.

Til þess að vera virkur er gott að hafa eftirfarandi spurningar í huga áður en maður byrjar:


  • Hefur þú hugsað um hvaðan snyrtivörurnar þínar koma , hvert þær gætu hafa ferðast áður en þær bárust inn í baðherbergisskápinn þinn?


  • Hver gæti hafa snert innihaldsefnið í þeirri flösku, hvað innihaldsefnin gera eða hvernig efni innihaldsefnin eru?

Síðast en ekki síst...

  • Hefur þú eitthverntímann spáð í hvernig áhrif snyrtivörurnar hafa á mannlíf, dýr og náttúruna?