Farði hefur verið notaður yfir mannkynssöguna í mismunandi tískum, formum og öðruvísi merkingum. Snyrtivörur eru ómissandi hjá flestum einstaklingum og hefur verið það í mörg ár, það er löngu kominn tími á að efla notkun á umhverfisvænum snyrtivörum þar sem þetta er ákveðinn rótgróinn hluti í samfélaginu okkar.
Förðun hefur verið stór hluti af samfélaginu okkar síðustu kynslóðir. Förðun hefur stórt svið á samfélagsmiðlum og auglýsingabransanum sem nær til margra. Iðnaðurinn hefur gríðarlega stóran markaðshóp og neytendur á öllum aldri.
Hreinlætisvörur eins og svitalyktaeyðir, sturtusápa og hárnæring flokkast undir snyrtivörur. Það er sjálfsagt fyrir flesta að eiga alla þá hluti á heimilinu og nota þær vörur alla daga. Vörurnar eru svo mikið notaðar að einhver snyrtivara er ábyggilega á vikulega innkaupalistanum.