Fjarkennsla í tónfræðigreinum (Kjarni 1–4) er nýtt og sveigjanlegt námsúrræði fyrir nemendur sem vilja vinna að náminu sínu sjálfstætt og í eigin hraða. Kennslan fer fram í gegnum Google Classroom þar sem finna má allt námsefni, verkefni, leiðbeiningar, hlekki á stoðtíma og prófaskráningu.
Kennari í öllum fjarkennslukjörnunum er
Gísli Jóhann Grétarsson – gislij@trfjarkennsla.net
Nemendur vinna sjálfstætt í vikulegum verkefnum í tónfræði og tónheyrn
Kennsluefni inniheldur líka tónlistarsögu, hlustun og skriflega tónheyrn
Hægt er að vinna hratt og taka fleiri en einn áfanga á skólaárinu
Stoðtímar eru í boði bæði á netinu og í skólanum
Öll skil á verkefnum, ásamt valverkefni fara í gegnum Google Classroom
📍 Bækurnar eru til sölu í bókasafni Hljómahallar.
💻 Á netinu (Zoom/Google Meet)
Þriðjudagar kl. 19:00–20:30
Miðvikudagar kl. 8:00–9:30
📎 Hlekkir eru aðgengilegir í Google Classroom.
🏫 Í húsnæði skólans (Almar Örn kennari)
Miðvikudagar kl. 17:00–18:00 – Stofa 107
Fimmtudagar kl. 16:00–16:30 – Stofa 106
Allir nemendur í stað- og fjarkennslu eru velkomnir.
Próf eru haldin í lok áfangans: munnlegt í tónheyrn og skriflegt í tónfræði
Skráning í próf er nauðsynleg og fer fram í gegnum Google Classroom eða hér á heimasíðunni
Prófdagar: fyrsti föstudagur í mánuði kl. 14:30–16:00
Rósalind situr yfir skriflegum prófum í húsnæði skólans
Öll valverkefni eru hluti af lokamati áfangans og skilað er rafrænt á Classroom.
Verkefnin tengjast sköpun, ritun eða tengingu við hljóðfæri og áhugasvið nemandans.
Ef þig vantar hjálp við að komast af stað eða glíma við tæknivandamál:
📧 gislij@trfjarkennsla.net
Við getum fundið tíma til að spjalla stutt saman í gegnum netið.