Kennslustund á grunnstigi (Kjarni 1 - 3) eru 50 mínútur að lengd. Kennslustund á miðstigi eru 70 mínútur að lengd (Kjarni 4 - 6). Kennslustund í Kjarna hraðferð er 70 mínútur að lengd þar sem farið er mjög hratt í gegnum námsefnið. Áfangar fyrir eldri nemendur (16 ára og eldri) fara fram í gegnum fjarkennslu á Google ClassRoom. Allir nemendur eru velkomnir að mæta í stoðtíma í tónfræði eftir þörfum hvers og eins.
1A Þriðjudagar kl 17:00, kennari: Almar, stofa: 107
1B Mánudagar kl 16:00, kennari: Rósalind, stofa: 108
1C Fimmtudagar kl 15:00, kennari: Rósalind, stofa: 108
1D Miðvikudagar kl 14:30, kennari: Inga Björk, stofa: 108
1E Miðvikudagur kl 16:30, kennari: Inga Björk, stofa: 108
1 eldri fer fram í fjarkennslu á Google ClassRoom, kennari: Gísli Jóhann
hra1A Fimmtudagar kl 17:20 - 18:40, kennari: Gunnar, stofa: 107
2A Mánudagar kl 16:00, kennari: Gunnar, stofa: 106
2B Fimmtudagar kl 15:00, kennari: Gunnar, stofa: 107
2C Miðvikudagar kl 15:30, kennari: Inga Björk, stofa: 108
2D Þriðjudagar kl 17:00, kennari: Rósalind, stofa: 106
2E Miðvikudagar kl 17:30, kennari: Inga Björk, stofa: 108
2F Fimmtudagar kl 16:00, kennari: Rósalind, stofa: 108
2 eldri fer fram í fjarkennslu á Google ClassRoom, kennari: Gísli Jóhann
3A Mánudagar kl 15:00, kennari: Rósalind, stofa: 108
3B Þriðjudagar kl 16:00, kennari: Almar, stofa: 107
3C Mánudagar kl 17:00, kennari: Rósalind , stofa: 108
3D Mánudagar kl 15:00, kennari: Gunnar, stofa: 106
3 eldri fer fram í fjarkennslu á Google ClassRoom, kennari: Gísli Jóhann
4A Fimmtudagar kl 15:50 , kennari: Gunnar, stofa: 107
4B Mánudagar kl 17:00, kennari: Gunnar, stofa: 106
4C Mánudagar kl 18:00 , kennari: Rósalind , stofa: 108
4 eldri fer fram í fjarkennslu á Google ClassRoom, kennari: Gísli Jóhann
5A Þriðjudagar kl 15:50 Kennari: Rósalind, stofa: 106
5B Fimmtudagar kl 16:50 Kennari: Rósalind , stofa: 108
Hægt verður að kaupa kennsluefni í kjarnagreinum í afgreiðslu Bókasafnsins í Hljómahöll frá og með 1.september 2025. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir hvaða áfangi á að kaupa hvaða kennslubók.
Kjarni 1 og Kjarni 1 hraðferð: Kjarni 1 + Vinnubók í tónheyrn (Gulbók) - Glósur fyrir Kjarna 1
Kjarni 2: Kjarni 2 + Vinnubók í tónheyrn (Gulbók) - Glósur fyrir Kjarna 2
Kjarni 3: Tónfræði 2 (lesbók ásamt verkefnahefti) + Vinnubók í tónheyrn (Gulbók) - Glósur fyrir Kjarna 3
Kjarni 4: - Glósur fyrir Kjarna 4
Haustönn: Tónfræði 2 (lesbók ásamt verkefnahefti frá fyrra ári) + Vinnubók í tónheyrn (Gulbók)
Vorönn: Tónfræði 3 (lesbók ásamt verkefnahefti)
Kjarni 5: Tónfræði 3 (lesbók ásamt verkefnahefti frá fyrra ári)) + Vinnubók í tónheyrn (Gulbók) - Glósur fyrir Kjarna 5
Við sem erum í þessari stofu:
Þvoum okkur alltaf um hendurnar áður en við förum í tíma
Komum glöð og spennt að kynnast nýju efni í hvern tíma
Setjum okkur markmið í upphafi hvers tíma um hvað við ætlum að klára í tímanum og stöndum við það
Virðum kennarann og hvert annað og sýnum það í verki með því að vera kurteis og fara eftir fyrirmælum
Hikum ekki við að spyrja ef við skiljum ekki hvað kennarinn var að segja
Réttum upp hönd þegar við viljum spyrja, svara spurningum kennara eða vantar aðstoð
Erum dugleg að vinna í verkefnum og förum fyrr út ef við klárum markmið tímans áður en tímanum líkur
Þeir nemendur sem ekki taka þátt í að fylgja þessum reglum fá eina viðvörun í tímanum, en ef reglur eru brotnar í annað sinn er nemandanum vísað út og hann fær símtal heim til sín og haft er samband við umsjónarkennara.
Í ár fer símat á hlustunar og tónlistarsögu þætti námsins fyrir Kjarna 4 og 5 fram í formi verkefna á ClassRoom, þar sem gert er ráð fyrir að nemandinn geti unnið verkefnin heima við, helst með hjálp foreldra eða forráðamanna. Verkefnin verða sett upp þannig að það ætti ekki að taka nemandann lengur en 15-25 mínútur að klára og skila inn. Verða verkefnin í formi krossaspurninga sem skilast einungis á ClassRoom og gilda 15% af lokaeinkunn.
Námsefnið í tónfræði er að finna í kennslubókinni sem nemendur kaupa við upphaf skólaárs. Námsefnið í tónlistarsögu er í formi lestexta sem er aðgengilegur á ClassRoom. Athugið að allt lestrarefni tengt ClassRoom verkefnum er inni á ClassRoom frá byrjun!
Verkefnin eru misjafnlega mörg eftir því í hvaða áfanga nemandinn er, en er lægsta einkunnin ekki talin með EF skilað er inn öllum verkefnum. Öll verkefni hafa dagsetningu til að skila, en ef misferst að skila er lokafrestur til að skila verkefni er skilafrestur næsta verkefnis, en eftir það fær nemandi 0 fyrir verkefnið.
Fjöldi verkefni er sem hér segir:
Kjarni 4 - 10 stutt verkefni um rómantíska tónlistarsögu + valverkefni
Kjarni 5 - 10 stutt verkefni um 20. aldar tónlistarsögu + valverkefni
Til að ljúka áfanga í Kjarna 1 - 5 þarf að ná að lágmarki lokaeinkunn 6,0. Ef fallið er í áfanga er hægt að taka upptökupróf í síðustu viku skólaársins, en ef nemandinn stenst ekki það próf eða kemst ekki í prófið þarf nemandinn að sitja áfangann aftur.
Lokaeinkunn í Kjarna 1 - 3 er reiknuð út á eftirfarandi hátt.
20% Munnleg tónheyrn (próf - desember 2025)
5% Klappa laghryn eftir heyrn
5% Syngja laglínu eftir heyrn
5% Lesa hryn af blaði
5% Syngja laglínu af blaði
20% Hlustun og tónlistarsaga ( próf - maí 2026)
20% Tónheyrn ( próf - maí 2026)
20% Tónfræði
10% Haust próf (desember 2025)
10% Vor próf (maí 2026)
20% Valverkefni - 2026
Lokaeinkunn í Kjarna 4 - 5 er reiknuð út á eftirfarandi hátt.
20% Munnleg tónheyrn (próf - desember 2025)
5% Klappa laghryn eftir heyrn
5% Syngja laglínu eftir heyrn
5% Lesa hryn af blaði
5% Syngja laglínu af blaði
20% Hlustun og tónlistarsaga
5% próf ( maí 2026)
15% ClassRoom verkefni
20% Tónheyrn ( próf - maí 2026 )
20% Tónfræði
10% Haust próf (desember 2025)
10% Vor próf (maí 2026)
20% Valverkefni - 2026
Hér fyrir neðan er yfirlit fyrir valverkefnin í Kjarna 1 - 5.
Markmið valverkefnis er að nýta og dýpka þekkingu nemenda í ákveðnum þáttum námsins, auk þess að stuðla að frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum.
Ritgerð upp á 1,5 bls um “Hljóðfærið mitt”, 12 punkta letur (1,5 línubil) + forsíða.
Markmið valverkefnis er að nýta og dýpka þekkingu nemenda í ákveðnum þáttum námsins, auk þess að stuðla að frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum.
Verkefni geta verið með ýmsum hætti:
● Ritgerð upp á 2,5 bls um “Tónskáldið mitt” (fætt fyrir 1900), 12 punkta letur (1,5 línubil) + forsíða.
● Tónsmíðaverkefni (3 mínútur). Getur verið í formi flutnings eða upptöku eða rituð.
● Myndband tengt tónlistarsögu, hlustun eða upplifun um “Tónskáldið mitt” (fætt fyrir 1900).
Markmið valverkefnis er að nýta og dýpka þekkingu nemenda í ákveðnum þáttum námsins, auk þess að stuðla að frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum.
Verkefni geta verið með ýmsum hætti:
● Ritgerð, 12 punkta letur (1,5 línubil, 3 bls + forsíða) um tónskáld fætt fyrir 1900 eða tónverk samið fyrir 1950.
● Tónsmíðaverkefni (3 mínútur). Getur verið í formi flutnings eða upptöku eða rituð.
● Myndband tengd tónlistarsögu, hlustun eða upplifun um tónverk samið fyrir 1950.