Í ár verður gert hressilegt átak í símasölu með það að markmiði að auka sölu á stóra kallinum.
Hringt verður í fyrirtæki á sölusvæði okkar og forráðamönnum þeirra boðið að styðja við starf sveitarinnar með því að kaupa stóra kallinn. Lágmarksverð er kr. 75 þúsund, en ótrúlega margir eru alveg til í að borga meira ef þeim er boðið að gera það.
Við leitum að fólki sem getur hringt í stjórnendur fyrirtækja á dagvinnutíma og boðið þeim kallinn. Öll sölugögn munu liggja fyrir og geta félagar valið hvort þeir hringi frá M6 eða annar staðar.
Skráning í símasölu er hér.