Nokkur heilræði fyrir sölufólk:
Sýnið verkefninu áhuga og mætið viðskiptavininum með bros á vör
Sýnið frumkvæði, ekki bíða eftir að kaupandinn komi til þín
Beinið athyglinni að viðskiptavininum, náið augnsambandi við hann þegar hann nálgast ykkur, brosið og heilsið honum glaðlega
Gangið út frá því að viðskiptavinurinn vilji kaupa Neyðarkallinn, ykkar hlutverk er að auðvelda honum það
Sýnum viðskiptavininum, félögum okkar, sveitinni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg þá kurteisi að nýta tímann vel við söluna
Ekki gleyma sér í spjalli við félaganna á sölustaðnum
Hafðu símann í vasanum, þú selur ekkert meðan þú ert í símanum
Gefðu þér tíma til að þakka vel fyrir söluna
Þakkaðu þeim sem segir nei takk, ég er búinn að kaupa
Munið að björgunarsveitagallinn er einkennisbúningur sölumanna
Þetta er skemmtilegt verkefni og langflestir vilja kaupa kallinn af ykkur. Verum því kát og glöð og heilsum fólki hressilega þegar það kemur að okkur, spyrjum "Má bjóða þér að styðja björgunarsveitir á Íslandi" og sjáum hvert það leiðir okkur.
Auglýsingarefni og myndir: