Í ár verður reynt að skreyta sölustaði í meiri eða minni mæli með búnaði frá sveitinni til þess að kaupendur fái örlitla innsýn í starf björgunarmannsins.
Félagar eru beðnir um að hyggja einnig að persónulegum skreytingum og mæta t.d. með bakpokann á öxlunum, með hjálminn á höfði, sigbeltið um mitti eða línuna vafða um búkinn þannig að kaupendur upplifi skemmtilegri stemmningu þegar þeir velta kaupunum fyrir sér. Þetta þarf ekki að vera mjög flókið og jafnvel litlar skreytingar geta lífgað mikið upp á vaktirnar.