Hér er hægt að finna flest allar upplýsingar er varða sölu stóra Neyðarkallsins hjá HSSR sem seldur verður 30. október - 3. nóvember í ár, en þessi sala er ein af meginstoðunum undir fjármögnun sveitarinnar. Fyrsta verkefnið er að félagar skrái sig á söluvaktir. Við þurfum að manna rétt rúmlega 250 vaktstöður og því þarf hver félagi að skrá sig í 2-3 vaktir.
Netposinn (posi.hssr.is)
Kallinn kostar 3500 krónur og sá stóri kostar 75 þúsund krónur, en hægt að fara með hann í 50 þúsund, ef óskað er eftir því.
Við minnum á Flugeldabónusinn fyrir þá sem taka þátt í sölu kallsins, kynntu þér málið!
Ef þér finnst vanta upplýsingar hér, sendu okkur þá póst á neydarkall@hssr.is og láttu vita.