SAMSKÓLAVAL
Aðhlynning og umönnun (IGK 1712)
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: VMA
Haustönn
Mánudagur, Miðvikudagur
kl. 14:30 - 15:50
Markmið: Að nemandinn kynnist námi sjúkraliða og störfum þeirra. Farið er yfir nokkra verkþætti í hjúkrun og umönnun s.s. umbúnað í rúmi, mæla blóðþrýsting, lífsmörk, aðstoð við athafnir daglegs lífs og fá upplýsingar um störf sjúkraliða, stuðningsfulltrúa og félagsliða í nærsamfélaginu (sambýli, heilsugæsla, heimahjúkrun, heimilishjálp, sjúkrahús). Jafnframt verður farið í helstu þætti endurlífgunar, viðbrögðum við slysum (112), slysavarnir og líkamsbeitingu.
Kennt er einu sinni í viku 2x40 mín á haustönn. Nemendur sem standast námskröfur greinarinnar fá eina einingu sem getur nýst síðar í framhaldsskólanámi.
Námsmat: Virkni og þátttaka (10%), skrifleg verkefni (45%), ratleikur/stöðvavinna (10%), kynning (25%), heimsóknarskýrsla (10%).
Brettapark
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Brettaparkið
Vorönn
Föstudagur
kl. 13:30 -14:50
Um valið: Í þessari valgrein er boðið upp á kennslu á hjólabretti.
Markmið: Kennsla í grunnatriðum á hjólabretti, kennt eftir getu hvers og eins.
Mælt er með því að þátttakendur komi með sitt eigið hjólabretti en möguleiki er á að fá lánsbretti. Takmarkað magn lánsbretta er í boði. Athugið að hjálmaskylda er í valgreininni.
Námsmat: Ástundun, virkni og áhugi í tímum.
Fab Lab - hönnunar og tæknismiðja
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Lundarskóli
Haustönn
Mánudagur
kl. 14:00 -15:20
Áhersla er lögð á stafræna framleiðslu, hönnun og nýsköpun. Nemendur læra á þrívíddarprentara og önnur forrit og tæki sem tengjast stafrænni tækni.
Fjölmiðlafræði
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Síðuskóli
Haustönn
Mánudagur
kl. 14:00 - 15:20
Fjölmiðlafræðitímar byggja á því að kynna nemendur fyrir fjölmiðlum, mikilvægi þeirra í okkar daglega lífi og hvernig megi lesa þá á gagnrýninn hátt. Þá munum við kynna okkur hvernig mismunandi greinar innan fjölmiðlunar virka eins og til dæmis sjónvarpsstöðvar, ritmiðlar, vefmiðlar og samfélagsmiðlar. Upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga er eitthvað sem nýtist okkur í nær hverju sem er. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni eins og til dæmis viðtalsgerð, myndbands- og hljóðupptökur og uppsetning á tímariti og fleira skemmtilegt verður í áfanganum.
Námsmat: Frammistaða í tímum og verkefnum
Fluguhnýtingar og stangveiði
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Brekkuskóli
Vorönn
Þriðjudagur
kl. 14:00 - 15:20
Námskeiðið samanstendur af hinum ýmsu þáttum stangveiðinnar. Í fluguhnýtingum er nemendum kennd undirstöðuatriðin og gerðar nokkrar algengar laxa- og silungaflugur. Lokaverkefnið er svo að hanna sína eigin flugu. Í stangveiði fara nemendur í kastkennslu með flugustöngum. Einnig fá nemendur fræðslu um allan þann búnað sem fylgir fluguveiði sem og hvernig á að umgangast náttúruna og íbúa vatna og áa. Þá vinna nemendur verkefni um veiðisvæði að eigin vali.
Kennslan verður nokkuð lotubundin því farið verður í tvær veiðiferðir sem dekka töluverðan hluta tímafjölda námskeiðsins. Gera má ráð fyrir að bóklegir tímar verði annaðhvort hálfsmánaðarlega eða vikulega á fyrirfram ákveðnum tíma yfir önnina.
Námsmat verður byggt á verkefnavinnu, lokaverkefni í fluguhnýtingum, virkni og þátttöku nemenda.
Æskilegast er að nemendur sem sækja námskeiðið hafi aðgang að flugustöngum og helst einnig öðrum veiðibúnaði.
Franska
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Lundarskóli
Haustönn
Miðvikudagur
kl. 14:00 - 15:20
Markmið áfangans eru:
- að nemendur fái grunnorðaforða í frönsku.
- að nemendur læri undirstöðuatriði í málfræði.
- að nemendur fái þjálfun í að hlusta á talað franskt mál.
- að nemendur geti tjáð sig með stuttum einföldum setningum á frönsku.
- að vekja áhuga nemenda á Frakklandi og franskri menningu.
Námsefni: Lesbók og vinnubókin Carte blanche. Kennari velur einnig efni úr öðrum bókum, auk þess að sýna franskar kvikmyndir og velja tónlistarefni. Í kennslunni verður Frakkland kynnt fyrir nemendum og reynt að vekja áhuga þeirra á landi og þjóð. Unnið verður með grunnorðaforða svo sem að heilsa, telja, að þekkja litina og stuttar almennar setningar. Farið verður í grunnmálfræðiatriði á borð við persónufornöfn, nafnorð, greini og grunnsagnir. Þá fá nemendur einnig tækifæri á að æfa framburð.
Kennsluhættir: Leitast verður við að nota fjölbreytta kennsluhætti. Leikir, innlögn á töflu, hlustun, tjáning og samvinnunám verða höfð í fyrirrúmi í bland við einstaklingsverkefni.
Námsmat: Um verður að ræða leiðsagnar- og frammistöðumat yfir önnina þar sem kennari leiðbeinir hverjum nemanda á einstaklingsmiðaðan hátt.
Franska (framhald)
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Lundarskóli
Vorönn
Miðvikudagur
kl. 14:00 - 15:20
Markmið áfangans eru:
- að nemendur auki við orðaforða sinn.
- að nemendur bæti málfræðikunnáttu sína.
- að nemendur þjálfi talað mál.
- að nemendur fái aukna þjálfun í að hlusta á talað franskt mál.
- að nemendur kynnist enn frekar franskri menningu.
Námsefni: Lesbók og vinnubókin Carte blanche. Kennari velur einnig efni úr öðrum bókum, auk þess að sýna franskar kvikmyndir og velja tónlistarefni.
Meðal annars verður unnið með orðaforða tengdum fjölskyldunni, líkamanum, frönsku eldhúsi og náttúru Íslands. Nemendur kynna sér franskt samfélag og vinna verkefni sem tengist því. Bætt verður við málfræðiatriðum, svo sem beygingu sagna, neitun og þátíð. Aukin áhersla er lögð á talað mál og hlustun.
Kennsluhættir: Leitast verður við að nota fjölbreytta kennsluhætti. Leikir, innlögn á töflu, hlustun, tjáning og samvinnunám verða höfð í fyrirrúmi í bland við einstaklingsverkefni.
Námsmat: Um verður að ræða leiðsagnar- og frammistöðumat yfir önnina þar sem kennari leiðbeinir hverjum nemanda á einstaklingsmiðaðan hátt.
Hársnyrtiiðn
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: VMA
Vorönn
Mánudagur, Þriðjudagur, Miðvikudagur
kl. 14:30 - 15:50
Markmiðið er að nemendur fái innsýn í starf hársnyrtifólks. Farið í hárþvott, djúpnæringarnudd og almenna umhirðu á hári. Nemendur læra einnig að nota hárblásara, sléttujárn og önnur hitajárn ásamt því að setja í rúllur. Farið er í almenna umgengni, móttöku viðskiptavina og símsvörun. Einnig fá nemendur innsýn í umhirðu húðar og snyrtingar.
Áfanginn getur aðstoðað nemendur við að sjá hvort þeim finnist fagið áhugavert og hvort það sé eitthvað sem þeir geti hugsað sér að leggja fyrir sig í framtíðinni.
Námsmat: Tekið er tillit til mætinga, frammistöðu og virkni.
Heimspeki
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Síðuskóli
Haustönn
Mánudagur
kl. 14:00 - 15:20
Heimspekitímarnir byggja á samræðum um lífið og tilveruna. Helstu markmiðin eru að þjálfa nemendur í heimspekilegri samræðu og efla með þeim gagnrýna hugsun. Fjallað verður um hvað heimspeki er og hver eru helstu viðfangsefni hennar. Aðallega verður notast við efni sem sótt er á ýmsa vefi um heimspeki með börnum og unglingum til að kveikja umræður og kynna þau vinnubrögð sem notuð eru. Ýmis siðferðileg álitamál verða rædd og hver og einn skoðar hvers konar manneskja hann vill verða. Einnig verður fjallað um nokkra af þekktustu heimspekingum sögunnar og kenningar þeirra.
Lögð er áhersla á að nemendur taki þátt í umræðunum og myndi sér skoðanir sem þeir eru tilbúnir til að rökstyðja. Einnig að nemendur hlusti hver á annan og temji sér kurteisi þrátt fyrir skoðanaágreining.
Námsmat: Frammistaða og þátttaka í umræðum.
Heimur kvikmyndanna
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Síðuskóli
Haustönn
Miðvikudagur
kl. 14:00 - 15:20
Kvikmyndir hafa í gegnum tímans rás fylgt okkur og veitt okkur ákveðið skemmtanagildi og fræðslu en í þessum áfanga fá nemendur að kynnast kvikmyndaheiminum betur. Rýnt verður í ólíkan kvikmyndastíl frá ýmsum heimshornum og unnið með ákveðin þemu. Kvikmyndagagnrýni, framsögn og tjáning, umræðuhópar, hlaðvörp og stuttmyndagerð verða meðal verkefna í þessum áfanga. Mikilvægt er að nemendur séu með þokkalegt vald á ensku þar sem unnið verður með kvikmyndir á ólíkum tungumálum.
Námsefni:
● Erlendar og íslenskar kvikmyndir
● Klippiforrit t.d. iMovie, Videoleap
● Hlaðvarps forrit t.d. Anchor
Markmið áfangans:
● að nemendur eflist í rituðu og töluðu máli
● að nemendur eflist í að tjá skoðanir sínar og hugmyndir og færa rök fyrir máli sínu
● að nemendur fá aukna þjálfun í að hlusta á talað mál á ólíkum tungum og kynnist sögu ýmissa landa?
● að nemendur þjálfist í að nota forrit í verkefnavinnu
“Life is like a box of chocolates, you never know what you're going to get.”
–Forrest Gump
Kennsluhættir: Fjölbreyttar kennsluaðferðir - framsögn og tjáning, hlustun, samvinnunám og einstaklingsverkefni
Námsmat: Frammistaða í tímum og verkefnum
Hekl og prjón
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Oddeyrarskóli
Haustönn
Miðvikudagur
kl. 14:00 - 15:20
Markmið: Að æfa færni í að hekla eftir einföldum uppskriftum og tileinka sér ýmis tákn sem nauðsynlegt er að þekkja til að geta fylgt þeim. Einnig að æfa færni í að prjóna eftir einföldum uppskriftum, prjóna með tveimur litum í einu, prjóna með tveimur prjónum, fimm prjónum og hringprón. Kynnast mismunandi garn tegundum sem henta fyrir hvert verkefni bæði í hekli og prjóni. Að nemendur læri að njóta þeirrar slökunar sem felst í því að geta prjónað og heklað og gleðjast yfir vel unnu verki.
Námsgögn: Hekl- og prjónablöð, stakar uppskriftir og viðeigandi áhöld ( heklunál, sokkaprjónar og hringprjónar) og garn ( bómullararn, ullargarn og gangblöndur).
Kennsluhættir: Farið yfir helstu tákn í munstrum, úrtöku og útaukningu í hekli og próni. Nemendur geri nokkrar prufur og setja í möppu ásamt munstri. Farið verður í hvernig prjónfesta er gerð og nýtingu á henni. Skyldustykki í hekli eftir prufur verða t. d. bómullarskífur, þvottapoki, hyrna og taska. Skyldustykki í prjóni verða t.d. lítið handklæði, húfa, hálskragi eða hyrna. Þegar nemendur hafa lokið skyldustykkjum er frjáls vinna. Nemendur fá garn í prufur og skyldustykkin.
Námsmat: Ástundun, símat út frá handverki nemenda, prufumöppu og viðmið úr námskrá.
Hekl og prjón (framhald)
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Oddeyrarskóli
Vorönn
Miðvikudagur
kl. 14:00 - 15:20
Undanfari: Áríðandi er nemendur hafi komið lokið áfanganum Hekl og prjón 1 eða hafi góð tök á undirstöðuatriðum í hekli og prjóni eins og að fitja upp, þekki fastapinna, stuðla og loftlykkjur. Kunni að prjóna slétt og brugðið og prjóna með 5 sokkaprjónum.
Markmið: Að æfa enn frekar færni í að hekla eftir uppskriftum. Auka færni í að nota sokkaprjóna og prjóna með fleiri en einum lit í einu. Kynnast mismunandi garntegundum sem henta fyrir hvert verkefni bæði í hekli og prjóni og skoða garnverslanir í bænum. Að nemendur læri að njóta þeirrar slökunar sem felst í því að geta prjónað og heklað og gleðjast yfir vel unnu verki.
Námsgögn: Hekl- og prjónablöð, stakar uppskriftir og viðeigandi áhöld ( heklunál, sokkaprjónar og hringprjónar) og garn ( bómullararn, ullargarn og gangblöndur).
Kennsluhættir: Rifjuð upp helstu tákn í munstrum, úrtöku og útaukningu í hekli. Skoðum hvernig hæll er prjónaður á sokka og þumall á vettlingum. Nemendur geri nokkrar prufur og setja í möppu ásamt munstri. Farið verður aftur í hvernig prjónfesta er gerð og nýtingu á henni. Skyldustykki í hekli eftir prufur verða dúkur og púði/eða lítið teppi. Skyldustykki í prjóni verða sokkar vettlingar. Þegar nemendur hafa lokið skyldustykkjum er frjáls vinna. Nemendur fá garn í prufur og skyldustykkin.
Námsmat: Ástundun, símat út frá handverki nemenda, prufumöppu og viðmið úr námskrá.
Hjólaval
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Lundarskóli
Haustönn
Miðvikudagur
kl. 14:00 - 15:20
Kröfur: Hjálmaskylda og aðgangur að hjóli
Lýsing og hjólaferðir
Hjólað í og við Akureyri, bæði á stígum og á götu. Áhersla er á að kynnast þeim hjólaleiðum sem umhverfið hefur upp á að bjóða. Í flestum tímum verður boðið upp á tvær leiðir til að koma til móts við alla hjólara. Sumir tímar geta farið yfir skráðan tíma í töflu til að vinna upp þá tíma sem falla út. Ætlast er til að allir fari eftir reglum sem gilda í hjólaferðum, annars er vísað heim og gefin fjarvist.
Markmið með valgreininni er að nemendur:
- Farið yfir reglur sem fylgja hjólreiðum og útbúnað
- Kynnist hjólreiðum frá ýmsum sjónarhornum
- Kynnist öllum þeim fjölmörgu hjólaleiðum sem eru í boði á og við Akureyri
- Kynnist reglum og útbúnaði
- Læri að huga að hjólinu sínu
- Njóti þess að hjóla úti í góðum hóp
Námsmat: Símat með áherslu á virkni og framkomu
Kennari: Sigrún Kristín og Sara
Hnefaleikaskólinn
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Íþróttahúsið við Laugargötu
Haustönn
Þriðjudagur
kl. 14:00 - 15:20
Hnefaleikar eru listin að slá án þess að vera slegin(n). Í hnefaleikaskólanum er kenndur tæknileikur sem eru mildari útgáfa af hnefaleikaíþróttinni með sérstökum reglum sem banna hörku og að slegið að sé fast.
Markmiðið er að nemendur öðlist færni í undirstöðuatriðum íþróttarinnar og geti sýnt leikni sína að námskeiði loknu. Kennslustundir skiptast yfirleitt upp í upphitun, tæknikennslu, æfingar með félaga og þrek. Lögð verður jöfn áhersla á tækni og einfalda taktík auk þess sem þau læra að sippa og slá í sekki.
Námskeiðinu lýkur með æfingamóti þar sem markmiðið er að sýna kunnáttu sína og boxa mjúkt og tæknilega.
Námsmat byggist bæði á ástundun og frammistöðu á mótinu.
Iðnir og tækni
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Slippurinn
Vorönn
Föstudagur
kl. 13:30 - 15:10
Kynning á iðn- og tæknistörfum, ætluð nemendum í 9. og 10. bekk í grunnskólum á Akureyri.
Stúlkur eru hvattar til að sækja um þessa valgrein.
Markmið: Valáfanganum er ætlað að vekja áhuga nemandans á iðn- og tæknigreinum og kynna honum fjölbreytt störf og starfstækifæri sem þær greinar hafa upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum.
Námið fer fram í Slippnum og þeir sem halda utan um áfangann eru iðn- og tæknimenntað starfsfólk Slippsins ásamt umsjónaraðila frá grunnskólum Akureyrar.
Skilyrði fyrir þátttöku er góð skólasókn í 8. og 9. bekk.
Gert er ráð fyrir þátttöku stráka og stelpna í greininni.
Hæfniviðmið:
- Að kynna nemendum þau fjölbreyttu tækifæri sem liggja í iðn- og tæknigreinum
- Að nemendur fræðist um iðn- og tæknistörf sem unnin eru í Slippnum og DNG. Þær greinar sem sérstaklega verða kynntar eru vélsmíði, stálsmíði, rennismíði og tæknistörf í DNG.
- Að nemendur upplifi hvernig er að vinna við iðn- og tæknistörf
- Að nemendur fái fræðslu um öryggismál
Námsþættir: Námið er fjölbreytt og er bæði verklegt og bóklegt og miðar að því að tengjast atvinnulífinu. Farið verður í vettvangsferðir og verður heimasíða og samfélagsmiðlar nýttir til kynningar á valgreininni (dagbók, viðtöl, myndbönd, ljósmyndir o.fl.).
Matsviðmið: Ástundun, þátttaka og skil á vefdagbók."
Júdó
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: KA heimilið
Haustönn, Vorönn
Miðvikudagur
kl. 14:00 - 15:20
Markmiðið er að kenna nemendum undirstöðuatriði og reglur í júdó. Nemendum eru meðal annars kennd fastatök, júdóköst og að detta rétt. Í júdó er lögð mikil áhersla á sjálfsaga og virðingu.
Námsmat: Tekið er tillit til mætingar, hegðunar og virkni.
Kennari: Elvira Dragemark.
Körfuboltaskóli
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: KA heimilið
Haustönn, Vorönn
Mánudagur
kl. 13:40 - 15:00
Valfagið er kynning á öllum helstu undirstöðuatriðum körfubolta. Lögð er áhersla á leik frekar en keppni en að auki fá nemendur að kljást við ýmsar þrautir í knattraki og skoti.
Nemendur fá að kynnast öllum helstu reglum íþróttarinnar auk kennslu á viðurkenndri réttri aðferð skottækni og varnarleik en áfanginn mun fyrst og fremst snúast um að nemendur hafi gaman í leikjum og spili.
Þetta er próflaus áfangi þar sem metið verður út frá framkomu, vinnu- og áhuga.
LEGO
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Rósenborg
Haustönn
Mánudagur
kl. 14:00 - 15:20
Tækni LEGO
Markmið: Að setja saman misflókna hluti úr LEGO. Bæði eftir forskrift og eigin
hugmyndaflugi, að prófa að setja saman LEGO-Mindstorm vélmennin og æfa forritun þeirra.
Námsgögn: LEGO Mindstorm Ev3
Námsmat virkni í tímum og vinnubrögð
Leiklist
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Brekkuskóli
Haustönn, Vorönn
Þriðjudagur
kl. 14:00 - 15:20
Grein í samstarfi við Leiklistarskóla LA og MAk.
Markmið: Að nemendur efli sjálfsmynd sína og styrkist í jákvæðum samskiptum, geti sett sig í spor annara og þjálfist í að koma fram og túlka og tjá tilfinningar. Allt fer þetta fer fram með aðferðum leiklistarinnar, æfingum og leikjum. Í lok námskeiðs verður opin tími/lokasýning með afrakstri annarinnar.
Námsefni: Kennarar koma með innlögn í formi leikja og spuna í hverri kennslustund.
Kennsluaðferðir: Nemendur vinna úr innlögn kennara í misstórum hópum úti á gólfi.
Námsmat: Mæting, virkni og áhugi í tímum.
Mögulega munu tímasetningar eitthvað breytast þegar nær dregur t.d. í kringum sýningar. Kennari/leikari frá Leiklistarskóla LA.
Leir, leður og mósaík
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Rósenborg
Haustönn, Vorönn
Þriðjudagur
kl. 14:00 - 15:20
Leðurvinna
Unnið verður með leður og geta nemendur valið um að gera t.d. handsaumuð pennaveski, litlar töskur, peningabuddur, seðlaveski og lyklakippur, skartgripi, nælur, armbönd, belti og hálsskart. Einnig saumað stærri töskur, formað grímur og myndverk og skreytt með perlum hrosshári og fl.
Leirmótun
Nemendur vinna leirmuni að eigin vali, í samráði við kennara, sem fela í sér hugmyndavinnu, verklega útfærslu og myndræna framsetningu í formi og lit. Kynntar verða mismunandi aðferðir við leirmótun, hönnun hluta, áferð, munsturgerð og litaval og unnið með þær hugmyndir í verkefnavinnunni eftir því sem tími vinnst til. Unnið verður með jarðleir og reynt eftir aðstæðum að bjóða upp á fjölbreytta útfærslumöguleika eftir áhuga nemenda hverju sinni. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og skapandi úrlausnir verkefna. Nemendur tileinki sér góða umgengni um efni og áhöld.
Mósaík
Unnið verður með 3mm litað gler, spegla og e.t.v. eitthvað annað efni sem til fellur. Verkin verða frekar stór, ca. 30x60 cm – 50x60 cm. Veggmyndir, speglar, borðplötur, blómavasar (á vasana notum við málað eggjaskurn) o.fl.
Þegar verkin eru búin eru settar veggfestingar aftan á eða annað sem þarf.
Námsmat: Byggist á símati þar sem virkni, frumkvæði, úrvinnsla hugmynda og vinnubrögð er notað sem grundvöllur fyrir lokaumsögn. Auk þess er byggt á sjálfsmati nemenda og einstök verkefni metin í samræmi við markmið.
Liðkun-teygjur og slökun
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Bjarg
Haustönn, Vorönn
Mánudagur
kl. 14:00 - 15:20
Lýsing: Áhersla verður lögð á að liðka og teygja líkamann, notast er við rúllur og bolta til að nudda stífa vöðva. Í lok hvers tíma er slökun. Tímarnir henta öllum-allir hafa gott af því að liðka sig, teygja og slaka á. Fyrir þá sem æfa mikið eru þessir tímar mjög góðir en jafnframt líka þá sem hreyfa sig ekki mikið reglulega því teygjur eru góðar fyrir alla.
Námsmat: Mæting, virkni og áhugi.
Líkamsrækt Bjarg
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Bjarg
Haustönn, Vorönn
Miðvikudagur
kl. 14:00 - 15:20
Fjölbreyttar æfingar undir leiðsögn grunnskólakennara með langa og víðtæka reynslu af líkamsræktarþjálfun.
Markmið námskeiðsins er að kynna líkams- og heilsurækt fyrir nemendum og leyfa þeim að prófa þær fjölbreyttu leiðir og aðferðir sem eru í boði á heilsuræktarstöðvunum. Einnig að þjálfa þol og þrek þátttakanda og undirstrika mikilvægi þess að hreyfing sé hluti að heilsusamlegum lífsstíl. Boðið verður upp á fjölbreytta tíma í líkamsræktarsal.
Námsmat: Tekið er tillit til mætinga, virkni og áhuga. Umsögn um hvern nemanda.
Listnámskynning
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: VMA
Vorönn
Þriðjudagur
kl. 14:30 - 15:50
Unnið að margskonar skapandi verkefnum bæði í myndlist og textíl. Í áfanganum er fjallað um aðferðir til að efla skapandi hugsun, leikni í þróun hugmynda og hæfni til að koma þeim á framfæri.
Notaðar eru ýmsar aðferðir við að skrásetja hugmyndir og þróa þær í gegnum leik og tilraunir
Matreiðsla
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: VMA
Vorönn
Mánudagur, Þriðjudagur, Miðvikudagur
kl. 14:30 - 15:50
Markmiðið er að nemendur fái innsýn í störf tengd matreiðslu, fái fræðslu um nám og störf matartækna og matreiðslumanna. Nemendur útbúa ýmsa einfalda rétti, fræðast um matseðla, næringu og hollustu. Nemendur fá fræðslu um mikilvægi hreinlætis við matreiðslu og framreiðslu.
Norður - WOD
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Norður
Haustönn, Vorönn
Mánudagur
kl. 14:00 - 15:20
Markmið: Líkamsrækt þar sem nemendum verður leiðbeint um grunnatriði hreyfingar, rétta líkamsbeitingu, alhliða styrktarþjálfun og grunnatriði mataræðis. Hver tími samanstendur af upphitun, æfingu dagsins og svo liðleika og/eða teygjuæfingum.
Námsmat: Tekið mið af æfingum og áhuga.
Píla
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Íþróttahúsið við Laugargötu
Haustönn, Vorönn
Miðvikudagur
kl. 14:30 - 15:50
Markmið námskeiðsins er að gera nemendum kleift að kynnast íþrótt sem er ört vaxandi í heiminum. Nemendur munu læra helstu grunnþætti í pílukasti sem og helstu keppnisleiki sem eru spilaðir hér á Íslandi og í heiminum. Samhliða þessu munu nemendur þjálfa einbeitingu og færni sína í stærðfræði, enda spila bæði stórt hlutverk í pílunni. Einnig verður lögð áhersla á hugarþjálfun þar sem nemendum verður kennt að meðhöndla spennuna sem fylgir oft íþróttum.
Námskeiðslýsing:
Þó að pílukast sé íþrótt sem krefst mikillar einbeitingar og nákvæmni, þá geta allir haft bæði gagn og gaman af pílukasti. Stærðfræði er stór partur af pílukasti og verður farið í ýmsa leiki sem eru vel þekktir í pílukasti sem geta hjálpað nemendum við efla bæði einbeitingu og færni þeirra í stærðfræði. Nemendur munu upplifa þetta í gegnum leikinn og því skemmtileg leið til að auka þessa færni.
Í flestum íþróttum er lítið hugað að hugarþjálfun og í þessu námskeiði verður farið í að skoða þá spennu sem fylgir oft íþróttum og hefur áhrif á bæði færni og getu keppenda. Það að geta greint og stjórnað þessari spennu getur haft mikil áhrif á vellíðan okkar í íþróttum og árangur. Þar er mikilvægt að vera staddur í augnablikinu og útiloka eða nýtt sér það áreiti sem á sér stað í kringum okkur í erfiðum aðstæðum. Þetta á í raun við allar aðstæður í lífi okkar. Nýst verður við markþjálfun í kennslunni sem og reynslu leiðbeinanda.
Rafiðnir (IGK1812)
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: VMA
Vorönn
Mánudagur, Miðvikudagur
kl. 14:30 - 15:50
Lýsing: Nemendur vinna ýmis smáverkefni sem tengja saman handverk og fræðileg viðfangsefni sem rafiðnaðarmenn fást við. Kynnt eru grunn atriði í rafmagnsfræði og ýmsir íhlutir skoðaðir. Nemendur kynnast einföldum verkfærum og mælitækjum og fá tækifæri til að prufa notkun þeirra.
Gerðar eru tilraunir sem tengjast rafmagns og segulfræði og áhersla lögð á þátttöku nemenda og hugmyndaauðgi þeirra. Unnið er með hefðbundið raflagnaefni og einföld tengiverkefni framkvæmd. Einnig eru smíðuð einföld rafeindatæki.
Greinin er kennd í samstarfi við VMA. Kennt er einu sinni í viku 2x40 mín á vorönn. Nemendur sem standast námskröfur greinarinnar fá hana metna til eininga sem getur nýst síðar í framhaldsskólanámi.
Námsmat: Tekið er tillit til mætinga, frammistöðu og virkni.
Rafíþróttir
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Þórsstúkan
Haustönn, Vorönn
Mánudagur, Þriðjudagur, Miðvikudagur
kl. 14:30 - 15:50 & kl. 14:30 -15:50
Rafíþróttadeild Þórs vill hjálpa þeim sem stunda rafíþróttir að ná sem bestum árangri með markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum, og hjálpa spilurum að komast í fremstu röð í þeim tölvuleik sem þeir spila. Þessu viljum við áorka með því að skapa félagslegt og stuðningsríkt umhverfi fyrir spilara sem vilja koma saman og bæta sig. Það er okkar trú að markviss æfing á tölvuleikjum í réttu umhverfi getur haft jákvæð áhrif á spilara.
Markmið: Að bjóða upp á skipulagt starf fyrir unglinga þar sem þau geta stundað rafíþróttir undir handleiðslu þjálfara og stuðla að jákvæðri tölvuupplifun. Að hjálpa iðkendum að hugsa vel um líkama og sál með hreyfingu/æfingum, að efla félagslegan og siðferðilegan þroska. Að iðkendur læri undirstöðuatriðin í þeim leik sem þeir æfa og hafi ánægju af rafíþróttum. Að efla félagsfærni og valdefla þau sem eru mikið ein heima að spila.
Raungreinar
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: MA
Haustönn
Mánudagur
kl. 14:30 - 15:50
Í þessum áfanga fá grunnskólanemar kynningu á helstu raungreinum sem kenndar eru í Menntaskólanum á Akureyri, en áhersla er lögð á lifandi og skemmtileg verkefni og tilraunir. Greinarnar sem um ræðir eru eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, líffræði og stjörnufræði.
Námsmat: Virkni og vinna í tímum.
Nánari lýsing:
Kennt er eftir hádegi á mánudögum í tvær kennslustundir. Valgreinin skiptist í fimm þemu og stendur hvert þema í u.þ.b. 3 vikur (þrjú skipti). Fyrst kíkjum við á undraheim eðlisfræðinnar, en þar veltum við fyrir okkur grundvallar lögmálum náttúrunnar og gerum áhugaverðar tilraunir með krafta, ljós og rafmagn. Því næst skellum við okkur í tilraunarsloppana og skoðum nokkrar skemmtilegar efnafræðitilraunir, og reynum þá að komast hjá því að sprengja allt í loft upp (nema í tilrauninni sem við ætlum að sprengja allt í loft upp!). Við grípum okkur svo haka í hönd og kljúfum steina í herðar niður, en í þessum hluta ætlum við að læra um jarðfræði Íslands. Við skoðum steinasafn Menntaskólans og auk þess sem við veltum fyrir okkur áhugaverðum fyrirbærum eins og veðri og hafinu. Næst er röðin komin að líffræði, en í þeim hluta munum við kynna okkur líf plantna og dýra. Við förum í könnunarferð, skoðum vistkerfið Akureyri og kryfjum dýr (ef hópurinn treystir sér til!). Við endum svo með því að skoða sjálfan alheiminn, en í stjörnufræðinni lærum við um sólina, pláneturnar og förum í stjörnuskoðun.
Að áfanganum loknum ættu nemendur að hafa fengið góða kynningu á raungreinum og aukið verulega við áhuga sinn á þessum greinum 😀
Rokk
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Glerárskóli
Haustönn
Mánudagur
kl. 14:00 - 15:20
Lýsing: Í áfanganum verður þróun rokktónlistar kynnt allt frá upptökum með Robert Johnson yfir í rokktónlist samtímans. Fjallað verður um þróun rokktónlistarinnar og áhrif hennar á tíðarandann hverju sinni, tísku og viðhorf ungs fólks.
Kennslan verður byggð upp á stuttum fyrirlestrum, tóndæmum, myndbrotum og samtölum (Skype) við þekkta tónlistarmenn og fjölmiðlafólk sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á rokktónlist og áhrif hennar á samtímann.
Námsmat: Tekið er tillit til frammistöðu, áhuga og virkni.
Sex Ed.
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Giljaskóli
Haustönn
Mánudagur
kl. 14:00 - 15:20
Tékkum saman á getnaðarvörnum, kynsjúkdómum, daðri, hinsegin, hjálpartækjum, typpum, píkum, sjálfsfróun, fyrstu kynlífsreynslunni, fullnægingum, sleipiefnum, femínistum, lögum um kynferðisofbeldi, hótanir, kynjafræði og fleira.
Sjónlistir – Teikning, málun og leirmótun
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Lundarskóli
Vorönn
Miðvikudagur
kl. 14:00 - 15:20
Nemendur þjálfa tækni og handbragð í teikningu, málun og leirmótun.
Meðal verkefna:
- Kynning á ákveðnum listamönnum/liststefnu í tengslum við verkefni,
- Heimsókn á listasafnið,
- Blýants- og kolateikning,
- Stækkun á teikningu,
- Stílfæring,
- Kyrralífsmyndir,
- Vatnslitamálun,
- Akrílmálun,
- Leirmótun með jarðleir
Skák
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Íþróttahöllin
Haustönn
Miðvikudagur
kl. 14:00 - 15:20
Markmið: Að auka færni nemenda og áhuga á skáklistinni.
Fjallað verður um helstu reglur og aðferðir sem notaðar eru í skák, t.d. byrjanir, miðtöfl, endatöfl, fléttur og að máta. Farið verður yfir valda kafla úr skáksögunni og skákir meistara á borð við Morphy, Lasker, Capablanca, Aljekín, Botvinnik, Fischer, Karpov, Kasparov og Carlsen skoðaðar.
Áhersla verður lögð á að skoða hvernig hægt er að nota tölvur til að auka færni sína í skák, bæði með því að tefla á netinu á www.Chess.com og með því að nota öflug skákforrit á borð við Stockfish og Houdini. Námskeiðinu lýkur með skákmóti. Vegleg verðlaun verða í boði.
Smíðar og hönnun
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Brekkuskóli
Haustönn
Þriðjudagur
kl. 14:00 - 15:20
Markmið: Hönnun og smíði er valfag þar sem nemendur öðlast þekkingu á því ferli sem hefst á því að fá hugmynd og endar með því að hún verður að veruleika. Farið verður yfir undirstöðuatriði í trésmíði. Nemendur fá þjálfun í notkun ýmissa tréverkfæra og undir handleiðslu kennara smíða þeir einfalda gripi. Að lokum fá nemendur tækifæri til að hanna sinn eigin grip og smíða hann. Greinin getur nýst sem undirbúningur fyrir grunnnám byggingagreina í framhaldsskóla.
Námsmat: Nemendur verða metnir alla önnina út frá verkefnum og frammistöðu í tímum. Tekið verður mið af sjálfstæðum vinnubrögðum, dugnaði, frágangi og vandvirkni.
Spaðaíþróttir
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Giljaskóli og Naustaskóli
Haustönn, Vorönn
Föstudagur
kl. 13:40 - 15:00 í Naustaskóla
kl. 14:00 - 15:20 í Giljaskóla
Í spaðaíþróttum verður áherslan lögð á að spila og læra borðtennis, badminton og tennis. Farið verður í undirstöðuatriði íþróttanna þriggja og helstu tækniatriði kennd. Hvernig er best að halda á spaðanum í viðkomandi íþrótt og farið verður yfir forhönd, bakhönd og uppgjafir. Þar að auki verða helstu reglur kynntar og leikið eftir þeim. Upphitunar- og keppnisleikir verða iðkaðir og haldin verða mót í greinunum þremur.
Lykilatriði verður þó að njóta íþróttanna og skemmta sér í góðri íþrótt.
Námsmat verður til jafns byggt á mætingu og viðhorfi.
Stafræn tækni og listsköpun
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Lundarskóli
Haustönn
Miðvikudagur
kl. 14:00 - 15:20
Nemendur búa til verkefni bæði með hefðbundnum efnivið í listgreinastofu og snjalltækjum.
Meðal verkefna:
Stafræn teikning og hugmyndavinna,
Green screen,
Hreyfimyndir og myndbönd
Stop motion
animation
keynote
imovie
gifmyndir
Þrívíddarsköpun - hönnun, Þrívíddarskönnun
AR (Augmented reality/gagnaukinn veruleiki).
Stærðfræði (framhaldsskólastærðfræði)
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Lundarskóli
Vorönn
Mánudagur
kl. 14:00 - 15:20
Góður undirbúningur fyrir stærðfræði í framhaldsskóla, farið verður í algebru, jöfnur og rúmfræði. Fyrir nemendur sem ætla að sleppa 10. bekk, vilja bæta sig í stærðfræði eða undirbúa sig fyrir krefjandi stærðfræðinám. Miklar kröfur eru gerðar um vinnusemi og frumkvæði.
Helstu atriði: talnareikningur, hlutföll, einingaskipti, prósentureikningur, liðun, þáttun, bókstafareikningur, bókstafabrot, veldi, rætur, jöfnur, ójöfnur, jöfnuhneppi, annars stigs jöfnur, hornaföll, hnitarúmfræði, lína, fleygbogi og hringur.
Dæmareikningur úr eftirtöldum atriðum:
Forgangsröðun aðgerða, brotum og brotabrotum, hlutföllum, prósentum og einingaskiptum, frumtölum og frumþáttun, liðun, þáttun og bókstafabrotum, veldum, rótum, velda- og rótarreglum, jöfnum af fyrsta og öðru stigi, sértilfelli af þriðja og fjórða stigs jöfnum auk jöfnuhneppa og ójöfnum af fyrsta stigi, hornaföllum, hnitakerfinu, línu, fleygboga og hring auk dæma sem nemendur vilja eða þurfa aðstoð með (þó ekki heimadæmi nema í breyttri mynd).
Þjálfum og notum: allar algengar reiknireglur talnareiknings og bókstafareiknings frumþáttun og átta sig á deilanleika út frá frumtölum, einföldun brota og brotabrota, liðun og þáttun talna og bókstafabrota, lausnir róta og brotinna veldisvísa, ýmsar jöfnur, ójöfnur og jöfnuhneppi, algeng einingaskipti og forskeyti, reglur um prósentu- og vaxtareikning, hornaföll til að finna horn og hliðar í þríhyrningum, lausnaleit í sérstökum þríhyrningum, jöfnu línu, fleygboga og hrings, algeng stærðfræðitákn s.s. jafnaðarmerki og sviga.
Þjónusta/framreiðsla
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: VMA
Haustönn
Þriðjudagur
kl. 14:30 - 15:50
Kynningaráfangi í þjónustu. Framreiðsla á matvælabraut VMA
Markmiðið: Í áfanganum verður kynning á menntun og starfi framreiðslumanna. Nemendur læra að leggja á borð og skreyta borðin fyrir mismunandi tækifæri. Nemendur læra að gera óáfenga kokteila. Nemendur læra að nota kaffivél og gera kaffidrykki.
Námsmat: Tekið er tillit til mætinga, frammistöðu og virkni.
Komdu í MA!
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: MA
Vorönn
Mánudagur
kl. 14:30 - 15:50
Menntaskólinn á Akureyri býður áhugasömum grunnskólanemum að kynnast skólalífinu í MA. Í þessari valgrein kynnast nemendur tungumálum, sviðslistum og félagslífi. Kennarar skólans bjóða upp á kynningu á ólíkum námsgreinum og fá nemendur að máta sig við þær á skemmtilegan og áhugaverðan hátt. Nemendur fá líka innsýn inn í félagslífið og hvað nemendur eru að fást við í skólanum utan kennslustunda. Markmið þessarar valgreinar er að undirbúa nemendur fyrir nám í framhaldsskóla, kynna fyrir nemendum fjölbreytt nám og fjörugt félagslíf þar sem enginn dagur er eins.
Námsmat: Virkni í tímum.
Nánari lýsing:
Kennt er eftir hádegi á mánudögum í tvær kennslustundir. Valgreinin skiptist í fimm þemu og stendur hvert þema í u.þ.b. 3 vikur (þrjú skipti). Byrjað er að skoða þýsku og frönsku en nemendur á fyrsta ári í MA velja á milli þessara tveggja tungumála. Nemendur fá að kynnast grundvallaratriðum í frönsku/þýsku og segja frá á einfaldan hátt í nútíð. Nemendur kynnast líka Frakklandi/Þýskalandi og menningu þessara landa í gegnum skemmtileg verkefni. Að loknu þessu þema ættu nemendur að vera búnir að átta sig á hvort tungumálið þeir kjósa frekar þegar í framhaldsskólann er komið. Næst í röðinni er enska en það tungumál þekkja nemendur kannski best fyrir utan móðurmálið. Við spreytum okkur á fjölbreyttum verkefnum og skoðum sérstaklega hvernig við getum æft okkur að tala um landið okkar og menningu á ensku. Sviðslistir taka svo við en þar njótum við krafta bæði kennara og nemenda á sviðslistabraut. Þau ætla að leyfa okkur að fylgjast með hvernig nám á sviðslistabrautinni fer fram og fáum að fara í vettvangsferð með þeim. Þar á eftir koma félagsgreinarnar t.d. félagsfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, uppeldisfræði, afbrotafræði og kynjafræði. Við skoðum og ræðum hvers vegna þessar greinar eru mikilvægar og skoðum heiminn frá sjónarhorni þeirra. Að lokum er það sjálft félagslífið í MA og allar hefðirnar. Hver fann eiginlega upp á þessu? Hvað er mikilvægt að hafa í huga ef maður vill detta á bólakaf í félagslífið í MA, hvað eru eiginlega mörg undirfélög í skólanum og af hverju er alltaf verið að bjóða upp á pizzur? Við lok þessa þema verður örugglega boðið upp á slæsu.
Við ljúkum öllum þemum með sameiginlegri ígrundun og umræðum. Að loknum þessum áfanga ættu nemendur að hafa kynnt sér ofantaldar námsgreinar og félagslíf á jákvæðan og upplýsandi hátt og þannig verið betur undirbúnir að hefja nám í framhaldsskóla.
Umhirða og vellíðan
Samskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Brekkuskóli
Haustönn, Vorönn
Miðvikudagur
kl. 14:00 - 15:20
Lýsing: Húðgreining - að nemendur læri að þekkja sína húð og verði þ.a.l. gagnrýnni á það sem reynt er að selja þeim af t.d. afgreiðslufólki eða áhrifavöldum.
Umhirða húðar - yfirborðshreinsun/djúphreinsun.
Bólur - húðhreinsun og ýmis góð ráð.
Maskar - tilgangur, munur á tegundum, notkun
Hvernig á að umgangast krem, hreinsivörur, förðunarvörur og förðunarbursta svo endingin og hreinlætið sé sem best.
Umhirða handa og fóta - hvernig á að nota naglaklippur og þjalir rétt til að koma í veg fyrir að táneglur vaxi inngrónar og neglur á höndum klofni. Hvernig lakka á neglur, undirbúningur nagla fyrir lakk að yfirlakki.
Fjarlæging hára - Hvað er í boði? Hvað er eðlilegur hárvöxtur? Hvað ber að varast?
Sólarvarnir - tilgangur, tegundir, notkun, ending.
Hvernig tengist hraustlegt útlit hreyfingu, mataræði, líkamsumhirðu og andlegri vellíðan.
Undirbúningur fyrir ökunám
Samskólaval
Fyrir: 10. bekk
Staðsetning: Giljaskóli
Haustönn, Vorönn
Þriðjudagur
kl. 14:00 - 15:20
Góður undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám.
Námsþættir:
- Hvernig skapast hættur í umferðinni og hvernig bregst maður við þeim?
- Hvaða reglur gilda í umferðinni?
- Öryggi og öryggisbúnaður.
- Hvaða réttindi og skyldur fáum við með ökuprófinu?
Námsmat: Verkefni og virkni í tímum. Kennslustundir eru tvær á viku hálft árið.
Útivist og hreyfing
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Brekkuskóli
Haustönn
Mánudagur
kl. 14:00 - breytilegt
Áhersluþættir: Örugg ferðahegðun, matur og næring, útbúnaður og fatnaður, náttúrulæsi, heilsa og heilbrigði, andlegir kostir útivistar, valdefling.
- Tími 1. Hópurinn hittist í Brekkuskóla. Farið yfir dagskrá. Fræðsla um útbúnað og ferðalög. 80 mín.
- Tími 2. Gönguferð um Kjarnaskóg og í Gamla og niður. 120 mín.
- Tími 3. Gönguferð upp í Fálkafell og elduð máltíð. 120 mín.
- Tími 4. Fjallganga á fjall í nágrenni Akureyrar fjall. 240 mín.
- Tími 5. Fjallganga á fjall í nágrenni Akureyrar. 300 mín.
- Tími 6. Tveggja daga ferð og gisting í Skála.
Kennt verður á mánudögum kl. 14:00 á haustönn. Greinin hefur aðsetur í Brekkuskóla en nánari dagskrá verður send þátttakendum í byrjun.
Yoga
Samskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Oddeyrarskóli
Haustönn, Vorönn
Þriðjudagur
kl. 14:00 - 15:20
Markmið og kennsluaðferð: Hér munum við kynnast jóga! Hvað er það, hvaðan kemur það, hvernig er það talið virka og af hverju er það talið virka svona vel?
Hver tími mun byggjast upp á umræðum/fræðslu , Hatha jógaflæði og djúpslökun. Í upphafi annarinnar verða verklegar æfingar léttari en munu svo þyngjast eftir því sem á líður, þar til við í lokin munum reyna við erfiðari og meira krefjandi jógastöður. Boðið verður upp á mikla fjölbreytni og mismunandi leiðir í jóga. Við munum jafnvel fá til okkar gestakennara og fara í vettvangsferðir og upplifa jóga úti í náttúrunni.
Jóga getur hjálpað okkur að byggja upp sterkan og liðugan líkama en einnig getur jóga orðið lífslangt ferðalag sjálfsuppgötvunar sem færir þér sterkari sjálfsmynd, hugarró, og innri hamingju.
Um leið og við fetum þessa braut, munum við ræða þætti sem hafa áhrif á sjálfsmyndina okkar – hvað eflir hana og hvað letur hana? Hvað getum við gert til þess að verða sjálfsöruggir og ánægðir einstaklingar? Hafirðu sterka sjálfsmynd geturðu nefnilega gert allt það sem þú vilt og getur á auðveldari máta tekist á við þá hluti sem á vegi þínum verða!
Námsmat: Námsmat byggist á ástundun, áhuga, vinnusemi og hegðun í tímum.