Þegar nemandi velur sér valgrein er mikilvægt að hann velti öllum möguleikum vel fyrir sér og ræði hugmyndir sínar við foreldra eða forrráðamenn. Valið á að byggja á áhuga og þörfum hvers og eins en ekki því hvert félagarnir stefna. Hafið í huga að valgreinar eru jafn mikilvægar og aðrar námsgreinar og kröfur um ástundun og árangur jafnmiklar og í öðrum greinum.
Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda um valgrein. Greinar geta fallið niður vegna lítillar þátttöku eða annarra ófyrirséðra orsaka. Einnig getur komið fyrir að fleiri sækja í greinar en hægt er að koma að.
Hver nemandi á unglingastigi þarf að skila 37 kennslustundum á viku og þar af eru sex kennslustundir í valgreinum eða þrjár valgreinar.
Hver valgrein er kennd tvær kennslustundir á viku. Nemandi velur sér valgrein fyrir ½ vetur í senn. Oft er sama valgrein í boði fyrir og eftir áramót og er nemendum þá frjálst að velja sömu valgreinina fyrir og eftir áramót ef þeir kjósa það.
Samvalsgreinar eru kenndar í grunnskólum bæjarins og fleiri stöðum. Gert er ráð fyrir að nemendur nýti sér strætisvagnakerfi til að koma sér á milli staða.
Nemendur eiga þess kost að fá félagsstarf eða nám utan skólans metið sem valgrein. Að hausti þarf að skila inn staðfestingu frá þjálfara/kennara/umsjónaraðila og foreldri/forrráðamanni á þar til gerðu eyðublaði frá skólanum. Að vori mun skóli óska eftir upplýsingum um ástundun nemandans. Nemendur og foreldrar bera ábyrgð á ástundun í metnu vali. Athugið að starfsemi utan skólans má að hámarki meta sem fjórar kennslustundir á viku. Foreldrar bera allan kostnað af tómstundastarfi sem óskað er eftir að fá metið með þessum hætti. Fái nemandi fjarnám við framhaldsskóla metið samsvarar tveggja eininga áfangi einni valgrein. Fái nemandi fjarnám við framhaldsskóla metið samsvarar tveggja eininga áfangi einni valgrein.
Valinu þarf að skila inn í síðasta lagi þriðjudaginn 31. maí 2022.
Innanskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Giljaskóli
Vorönn
Föstudagur kl. 13:15
Mikil áhersla á tilraunir sem krefjast sjálfstæðra vinnubragða og góðrar umgengni. Nemendur læra um frumur, frumefni, sameindir, efnasambönd o.s.frv. Einnig öðlast nemendur góðan skilning á uppbyggingu frumefna og staðsetningu í lotukerfinu o.m.fl. Vinnubækur og skýrslur vega þungt í einkunn. Mikil hópavinna. Mikill heimalestur. Erfið en skemmtileg valgrein og góður undirbúningur undir efnafræði í framhaldsskóla.
Innanskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Giljaskóli
Haustönn, Vorönn
Fimmtudagur kl. 14:30
Valgrein fyrir þá sem vilja skipuleggja starfið í sinni félagsmiðstöð (setja upp viðburði, auglýsa þá og stjórna þeim).
Nemendur fá einnig fjölbreytta fræðslu og taka þátt í umræðum og hópefli/leikjum. Lögð er áhersla á reynslunám, tómstundir, samvinnu og félagsmál. Mælst er til þess að nemendur í valinu séu virkir þátttakendur í sinni félagsmiðstöð. Nemendum í Félagsmiðstöðvavali býðst jafnframt að taka þátt á Landsmóti Samfés og Góðgerðavöku Félak.
Innanskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Giljaskóli
Haustönn, Vorönn
Kennt, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 13:15
Kennsluhættir: Nemendur taka þátt í leik og starfi sem fram fer í Frístund í Giljaskóla og sinna verkefnum í undir verkstjórn forstöðumanns Frístundar. Hver lota er 80 mín. einu sinni í viku.
Námsmat: Verður í formi umsagna um frammistöðu, vilja og virkni.
Innanskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Giljaskóli
Haustönn, Vorönn
Kennt á mánudögum kl. 13:15
Nemendur haldi úti fréttasíðu þar sem er að finna fréttir af skólastarfinu og nemendum og það sem þau eru að brasa innan og utan skólans í margs konar framsetningu eftir viðfangsefni.
Á heimasíðunni eru skrifaðar fréttir sem og fréttir teknar upp á myndband. Þar er að finna áhugaverða hlekki og enn fremur mætti virkja nemendur til að halda úti hlaðvarpsþáttum sem svo mætti tengja inn á síðuna.
Nemendur læra að vinna með persónuvernd því þau þurfa að koma sér upp þægilegu og skilvirku kerfi til að fá samþykki foreldra þeirra barna sem eru í forgrunni í fréttum (sérstaklega “sjónvarps”fréttum).
Mat: Nemendur eiga að skila af sér vissu magni af efni til að standast kröfur áfangans (t.d. einni frétt á viku). Þetta er líka nauðsynlegt til að halda síðunni lifandi.
Tilgangurinn: Kynna fjölmiðlafræði fyrir nemendum, gefa þeim kost á valgrein þar sem unnið er með upplýsingatækni og -miðlun og opna glugga inn í skólann fyrir foreldra og forráðamenn. Þannig má brúa það bil sem hefur myndast og aukist í þeirri einangrun sem hlaust af heimsfaraldri.
Fréttafundir eru haldnir vikulega og hægt er að hafa frátekið hljópupptökuherbergi og annað en að einhverju leyti þurfa nemendur að vinna efnið á skólatíma, til dæmis í iðu, því það á að fanga daglegt líf í skólanum.
Hugmyndir að flokkum:
Hittumst á horninu (hvað er um að vera?), flett í gegnum Dagskrána, sett inn þegar félagsmiðstöðin er opin og annað slíkt
Giljari vikunnar (yfirheyrsla)
Fréttir úr skólastarfinu (kennarar láta vita þegar þeir eru að gera eitthvað skemmtilegt og vilja veita viðtöl og/eða fá nemendur til þess).
Innanskólaval
Fyrir: 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Giljaskóli
Haustönn, Vorönn
Kennt á þriðjudögum kl. 13:15
Einkum ætlað þeim nemendum sem stefna að námi á raungreinabrautum framhaldsskóla. Greinin er hugsuð sem viðbót við námsefni unglingadeildar. Nemendur þurfa að hafa náð góðum námsárangri í stærðfræði 8. bekkjar til að geta valið þessa valgrein.
Námsmat byggist á verkefnum og/eða prófum.
Innanskólaval
Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk
Staðsetning: Giljaskóli
Haustönn, Vorönn
Kennt á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 13:15
Einkum ætlað þeim nemendum sem ekki hefur gengið nógu vel í stærðfræði. Greinin er hugsuð sem stuðningur við námsefni unglingadeildar og önnur grunnatriði í stærðfræði. Valgreinin er aðeins ætluð þeim sem hafa verulegan áhuga á að bæta stærðfræðikunnáttu sína og eru tilbúnir til leggja á sig talsverða vinnu til þess. Nemendur eiga þess kost að vinna heimadæmi í Moodle-kerfinu í kennslustundum en þau eru lögð fyrir alla nemendur unglingadeildar. Þau geta sinnt heimanámi í stærðfræði eða öðrum námsgreinum að því loknu. Símat.