Naustaskóli

Hagnýtar upplýsingar um val nemenda

Þegar nemandi velur sér valgrein er mikilvægt að hann velti öllum möguleikum vel fyrir sér og ræði hugmyndir sínar við foreldra eða forrráðamenn. Valið á að byggja á áhuga og þörfum hvers og eins en ekki því hvert félagarnir stefna. Hafið í huga að valgreinar eru jafn mikilvægar og aðrar námsgreinar og kröfur um ástundun og árangur jafnmiklar og í öðrum greinum.

Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda um valgrein. Greinar geta fallið niður vegna lítillar þátttöku eða annarra ófyrirséðra orsaka. Einnig getur komið fyrir að fleiri sækja í greinar en hægt er að koma að.

Hver nemandi á unglingastigi þarf að skila 37 kennslustundum á viku í skólanum. Því þurfa nemendur í 8. - 10. bekk að velja sér fjórar valgreinar en nemendur eru 29 kennslustundir í kjarnagreinum og velja sér 8 stundir í valgreinum. Hver valgrein er tvær kennslustundir á viku. Nemandi velur sér valgrein fyrir 1/2 vetur í senn. Oft er sama valgrein í boði fyrir og eftir áramót og er nemendum þá frjálst að velja sömu valgreinina fyrir og eftir áramót ef þeir kjósa það. Innanskólaval fer allt fram í skólanum en samvalsgreinar fara að litlum hluta fram í Naustaskóla en fara fram í öðrum grunnskólum bæjarins, VMA auk annarra staða. Ætlast er til að nemendur nýti sér strætóferðir til að komast á milli staða.

Nemendur eiga þess kost að fá félagsstarf eða nám utan skólans metið sem valgrein. Að hausti þarf að skila inn staðfestingu frá þjálfara/kennara/umsjónaraðila og foreldri/forrráðamanni á þar til gerðu eyðublaði frá skólanum. Að vori mun skóli óska eftir upplýsingum um ástundun nemandans. Nemendur og foreldrar bera ábyrgð á ástundun í metnu vali. Athugið að starfsemi utan skólans má að hámarki meta sem fjórar kennslustundir á viku. Foreldrar bera allan kostnað af tómstundastarfi sem óskað er eftir að fá metið með þessum hætti. Fái nemandi fjarnám við framhaldsskóla metið samsvarar tveggja eininga áfangi einni valgrein.

Ef einhverjar spurningar vakna er ykkur velkomið að hafa samband við Margréti Rún deildarstjóra mrk@akmennt.is eða í síma 460-4103 og mun ég verða ykkur til aðstoðar eins og þarf.


Valinu þarf að skila inn í síðasta lagi föstudaginn 20. maí 2022.


Innanskólaval

Fatasaumur

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Naustaskóli


Vorönn


Nemendur í fatasaum fá í samráði við kennara að velja sér verkefni eftir því hvar nemandinn er staddur í textílnámi sínu. Nemendur geta t.d. saumað og hannað föt á sjálfan sig, föt á lítil börn eða töskur og veski svo eitthvað sé nefnt. Mikil áhersla er lögð á að nemendur temji sér vönduð vinnubrögð og nákvæmni.


Námsmat: Virkni og vinnubrögð í tímum metin.

Tauþrykk og fatalitun

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Naustaskóli


Haustönn, Vorönn


Nemendur læra mismunandi aðferðir við þrykk, eins og stimplun, stensla þrykk, ramma þrykk og tie dye litun. Nemendur fá að kynnast mismunandi efnum og áhöldum sem notuð eru við að þrykkja. Lögð er áhersla á að nemendur fái að þrykkja á mismunandi efnivið eins og tré, gler, leir og textílefni.


Námsmat: Virkni og vinnubrögð í tímum metin.

Heimilisfræði

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Naustaskóli


Haustönn, Vorönn


Helstu markmið eru að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð, auka virkni nemandans og áhuga fyrir matargerð, auk þess þurfa nemendur að sýna samábyrgð og hæfni til að vinna með öðrum. Áhersla er lögð á að æfa mismunandi matreiðslu og bakstursaðferðir. Reynt er að hafa námsefnið sem fjölbreyttast og að byggja ofaná þann grunn sem nemendur hafa þegar fengið. Leitast er við að flétta sem mest fræðilega þætti inn í verklegu tímana svo sem kvilla og sjúkdóma sem tengjast mataræði, helstu dreifingarleiðir örvera, gæði og hollustu matarins, næringu og fleira.


Kennsluaðferðir: Hópastarf og samvinna. Nemendur vinna 2-3 saman að ákveðnu verkefni en samvinna allra er fólgin í frágangi og ýmsum öðrum verkefnum. Kennari fer yfir verkefnin í byrjun tímans og aðstoðar síðan nemendur eftir þörfum.


Námsefni: Matreiðslubækur og ljósritað efni.

Stærðfræðival

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Naustaskóli


Haustönn, Vorönn


Valið er hugsað sem stuðningur í stærðfræði á unglingastigi og farið verður í grunnatriði stærðfræðinnar. Valgreinin er aðeins ætluð þeim sem hafa verulegan áhuga á að bæta stærðfræði kunnáttu sína og eru tilbúnir til leggja á sig talsverða vinnu til þess.


Námsmat: Verkefni og vinnusemi í kennslustundum metin.

Hugleiðsla og slökun

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Naustaskóli


Haustönn, Vorönn


Kenndar verða ýmsar aðferðir við hugleiðslu og slökun. Farið verður í mikilvægi öndunar og hvað hún getur gert fyrir okkur ef við náum að tileinka okkur hana í daglegu lífi. VIð skoðum sjálfsmyndina okkar og sjálfstraust, rýnum í neikvæðar og jákvæðar hugsanir, hvernig við getum flokkað þær og unnið úr þeim. Ólíkar tilfinningar sem við búum yfir, vináttuna og þakklætið.

Leir og sköpun

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Naustaskóli


Vorönn


Valgreininni byggir á hugmyndaflæði kennara og nemenda. Hver nemandi gerir leirmuni sem bæði eru listmunir og einnig verða gerðir leirmunir sem eru nytjahlutir. Virkni, vandvirkni, sköpun og áhugi nemenda er metinn og byggir námsmat á því

Skólablað

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Naustaskóli


Haustönn, Vorönn


Nemendur í þessari valgrein vinna að ritun skólablaðs. Halda utan um að gefa út skólablað allavega á hverri önn þar sem Þeir taka viðtöl, búa til fréttirog/eða myndbönd tengd þeim, taka myndir og skrifa um lífið i skólanum og samfélaginu.


Markmið: Að nemendur: - eflist í sjálfstæðum vinnubrögðum - þjálfist í samskiptafærni - þjálfist í ritun stuttra greina um það sem efst er á baugi í skólastarfinu - læri að taka viðtal - öðlist færni í vinnu á ýmsum miðlum s.s. ritvinnslu, útgáfu, myndvinnslu, hljóð- og myndupptöku

Hljómsveitarval

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Naustaskóli


Haustönn, Vorönn


Í þessu vali verður boðið upp á samspil á hin ýmsu hljóðfæri. Gerð er krafa á að nemendur hafi grunnkunnáttu á eitt eða fleiri hljóðfæri. Einnig er þetta gott tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á söng. Lögð verður áhersla á hljóðfæraspil og geta nemendur mætt með sín hljóðfæri.Tónlistin sem verður spiluð mun vera allt frá blús, klassísku rokki, 70’s 80’s og upp í nýmodernísk raf-autotune-popp. Stefnt verður á að taka þátt og spila á hinum ýmsu skólaviðburðum og einnig á utan-skóla viðburðum.

Myndmennt

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Naustaskóli


Haustönn


Markmið: Að þjálfa og þroska nemendur til að tjá eigin hugmyndir, tilfinningar, þekkingu og reynslu í margskonar efnivið. Að geta fylgt hugmynd til endanlegs verks. Þekkja fjölbreytni (mynd-) listar.


Kennsluaðferðir: Að nemendur nýti sér í eigin myndsköpun grunnþætti myndlistar, s.s. útfærslu línunnar, skrautskrift, myndbyggingu, áferð, grafik, málun, rými, fjarvídd, lita- og formfræði myndbyggingar, andlitsteiknun, fígúrur. Nemendur útbúa sína skissubók sem þeir nýta óspart heima sem og í kennslustundum. Helstu viðfangsefni eru að teikna eftir fyrirmynd, munsturgerð, túlkun tilfinninga, formfræði, óhlutbundnar myndir, pennateikningar, skrautskrift, litafræði, málun á striga, vatnslitamálun, o.fl. Farið verður í vettvangsferðir á listsýningar og ýmis skemmtileg verkefni unnin.


Námsmat: Símat eftir hvert verkefni. Tekið verður mið af sjálfstæði í vinnubrögðum, hugmyndaflugi, vinnusemi og einbeitingu í tímum.

Árshátíðarval

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Naustaskóli


Haustönn


Árshátíðarval er fyrir nemendur sem hafa áhuga á að taka þátt í undirbúningi og flutningi leiksýningar á árshátíðinni að vori. Fyrir áramót verður meðal annars farið í að velja/skrifa/útfæra handrit og persónur og eftir áramót verður áhersla á framkomu á sviði; leik, söng og dans eftir því sem við á. Nemendur fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í öllu ferlinu við undirbúning leiksýningar frá upphafi til enda og fá auk þess þjálfun í undirstöðuatriðum sviðsframkomu. Fyrir áramót verður áhersla á framkomu á sviði; leik, söng og dans eftir því sem við á. Nemendur fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í öllu ferlinu við undirbúning leiksýningar frá upphafi til enda og fái auk þess þjálfun í undirstöðuatriðum sviðsframkomu.

Fiðringur

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Naustaskóli


Vorönn


Undirbúningur fyrir þátttöku í hæfileikakeppni grunnskóla Akureyrar. Ýmis störf í boði, hljóð, búningar, hár og framkoma eru meðal viðfangsefna valsins.