Brekkuskóli

Upplýsingar um val nemenda

Í stundaskrá eru alls 37 kennslustundir. Af þeim eru 6 stundir í 8. bekk og 8 stundir í 9. og 10. bekk í valgreinum. Þannig hafa nemendur töluverð tækifæri til að hafa áhrif á grunnskólanám sitt. Valið skiptir miklu máli og gott að hafa þætti eins og áhugasvið og framtíðaráform í huga og athuga að velja sjálfstætt.

Munið að velja fyrir báðar annir!!

Mikilvægt er að hafa í hugaí valgreinum gilda sömu reglur um mætingu og ástundun og í öðru grunnskólanámi.

Samvalsgreinar eru kenndar í grunnskólum bæjarins, nokkrar í VMA og á fleiri stöðum. Reiknað er með að nemendur geti nýtt sér strætisvagnakerfi bæjarins til að komast milli staða.

Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda um valgrein. Greinar geta fallið niður vegna lítillar þátttöku eða annarra ófyrirséðra orsaka. Einnig getur komið fyrir að fleiri sækja í greinar en hægt er að koma að.

Fyrstu 1-2 vikur í valgrein er getur verið mögulegt að skipta um grein en þó er slíkt alltaf háð aðstæðum í hverju tilviki fyrir sig. Eftir þann tíma er ekki hægt að skipta milli greina.

Nemendur eiga þess kost að fá félagsstarf eða nám utan skólans metið sem valgrein. Að hausti þarf að skila inn staðfestingu frá þjálfara/kennara/umsjónaraðila og foreldri/forrráðamanni á þar til gerðu eyðublaði frá skólanum. Að vori mun skóli óska eftir upplýsingum um ástundun nemandans. Nemendur og foreldrar bera ábyrgð á ástundun í metnu vali. Athugið að starfsemi utan skólans má að hámarki meta sem fjórar kennslustundir á viku. Foreldrar bera allan kostnað af tómstundastarfi sem óskað er eftir að fá metið með þessum hætti.


Valinu þarf að skila inn í síðasta lagi fimmtudaginn 26. maí 2022.


Innanskólaval

Bóknámsval

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Haustönn, Vorönn

Mánudagur, Þriðjudagur


Markmið: Nemendur í þessari valgrein þurfa að geta unnið sjálfstætt og borið ábyrgð á námi sínu. Nemendur hafa aðgang að greinakennurum og geta leitað til þeirra við úrlausn einstakra verkefna. Í þessari grein er t.d. tilvalið að fara betur í námsefni sem hefur reynst erfitt, gera heimadæmi eða moodle verkefni, nýta tímann til lesturs o.fl.


Námsmat byggist á ástundun og frammistöðu; lokið/ólokið.

Borðspil

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Haustönn, Vorönn

Miðvikudagur


Markmið:

  • Að nemendur kynnist fjölbreyttum spilum.

  • Að nemendur fari í hlutverk og tengi við persónur í spilum.


Lýsing á greininni: Kynning á spunaspilum eins og Drekum og dýflissum o.fl. Spilarar skapa persónurnar eftir settum reglum og nota ímyndunaraflið til að stýra þeim í gegnum spil - innan marka reglnanna. Byggist á samskiptum milli spilara. Kynning á fleiri borðspilum.


Námsmat: Ástundun og virkni í tímum.

Fatahönnun

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Haustönn, Vorönn

Fimmtudagur


Markmið: Að nemendur læri að nota saumavélina rétt, teikna upp og sníða flík eftir sniði.

Kennsluefni og aðferðir: Nemendur byrja á að rifja upp saumavélakunnáttu og sauma nokkrar prufur. Nemendur velja svo einfalda flík til að breyta, en því næst hanna, teikna, sníða og sauma sér flík að eigin vali í samráði við kennarann.


Námsmat: Símat.


Kennt verður í þrjár kennslustundir í senn í stað tveggja og því lýkur greininni fyrr sem því nemur.

Félagsmiðstöðvaval

Innanskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Róesnborg


Haustönn, Vorönn

Fimmtudagur


Valgrein fyrir þá sem vilja skipuleggja starfið í sinni félagsmiðstöð (setja upp viðburði, auglýsa þá og stjórna þeim). Nemendur fá einnig fjölbreytta fræðslu og taka þátt í umræðum og hópefli/leikjum. Við viljum að nemendur í valinu verði virkir þátttakendur í sinni félagsmiðstöð. Nemendum í Félagsmiðstöðvavali býðst jafnframt að taka þátt á Landsmóti Samfés og Góðgerðavöku Félak.

Fiðringur

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Vorönn

Föstudagur


Nemendur skipuleggja og semja atriði fyrir hæfileikakeppni grunnskólanna á Akureyri sem ber heitið Fiðringur og er náfrændi Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Þetta er hæfileikakeppni þar sem 8. 9. og 10. bekkir fá að taka þátt. Í þessu felst undirbúningur og æfingar fyrir lokasýningu í Hofi að vori, nemendum gefst tækifæri til að hanna búninga, sviðsmynd, tónlist, dans og fleira.


Kennt á föstudögum á vorönn en gæti verið á öðrum vikudögum og í lotum fyrir keppina.

Íþróttir

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Haustönn, Vorönn

Mánudagur, Fimmtudagur


Markmiðið er að gefa nemendum kost á aukinni hreyfingu og kynningu á sem flestum íþróttagreinum. Skemmtilegir íþróttatímar með fjölbreyttri þjálfun.


Námsmat byggist á ástundun og frammistöðu.

Listasmiðjur

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Haustönn, Vorönn

Þriðjudagur, Fimmtudagur


"Leirmótun, málverk og stop motion


Í þessum verkefnum er unnið með fjölbreyttar aðferðir og efni. Verkefnin eru hugsuð fyrir nemendur í 8-10 bekk og byggja á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið er með tvívítt og þrívítt form, liti, áferð, ljós og skugga. Nemendur fá að velja sér eftirfarandi viðfangsefni:


Leirmótun


Markmið:

  • Að þjálfa og þroska huga og hendur nemenda til að tjá eigin hugmyndir, tilfinningar, þekkingu og reynslu í leirmótun bæði í þrí- og tvívídd.

  • Að geta fylgt hugmynd til endanlegs verks ,

  • Að þekkja fjölbreytni leirmótunar og notkunar glerungs.

  • Að geta nýtt sér mismunandi aðferðir/tækni til að móta (búa til) bolla, vasa og skálar úr leir.

  • Að búa til leirfígúrur; t.d. dýr, fólk, verur og að geta notað glerung.


Málverk


Markmið:

  • Að þjálfa og þroska huga og hendur nemenda til að tjá eigin hugmyndir, tilfinningar, þekkingu og reynslu í mismunandi aðferðum í málun.

  • Að geta fylgt hugmynd til enanlegs verks. Þekkja fjölbreytni í málaraaðferðum, málningu/efni.

  • Að geta nýtt sér litafræði í mismunandi málaratækni, vatnslitamálun, akrylmálun.

  • Að geta nota mismunandi pennslastærðir og tegundir.

  • Að geta skafað málningu með pallíettuhníf, að geta notað málninguna þunna eða þekjandi.

  • Að blanda litum umferð yfir umferð eða blautt í blautt.

  • Að lýsa og dekkja litina með öðrum litum eða hvítu og svörtu.


Stop motion

Í þessu verkefni læra nemendur að móta úr álpappír og pappamassa og nota app sem heitir Stop Motion Studio til að búa til hreyfimyndir og sögur. Verkefnið byggir á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið er með tvívítt og þrívítt form, liti, áferð, ljós og skugga. Nemendur móta atburðarás eða sögu, velja sér persónur til að móta og fylgihluti ""props"" Sögupersónur eru síðan mótaðar í pappamassa. Lögð áhersla á að nemandinn öðlist færni í að útfæra hugmyndir sínar. Nemendur læra að móta í leir og forma með álpappír og pappamassa. Nemendur læra að nota algeng verkfæri sem tengjast leir auk þess sem þeir læra grundvallaratriði í mótun hvort sem það er að móta í leir eða pappamassa. Í þessu verkefni er lögð áhersla á sköpun og flæði og að nemendur læri að tjá sig með aðferðum lista. Nemendur læri að útfæra hugmynd sína frá teikningu eða skissu yfir í þrívítt form auk þess fá þeir þjálfun í að útskýra verkin sín fyrir samnemendum og kennurum. Nemendur fá einnig þjálfun í að nota appið Stop Motion studio og búa til stutt stop motion video.

Sjá hér: https://sites.google.com/view/namsefnimyndlist/fredrick-heimspekilegar-samr%C3%A6%C3%B0ur


Markmið:

  • Að vinna með mismunandi efni

  • Að vinna með mismunandi liti og áferð

  • Að útfæra tvívítt verk eða skissu í þrívítt form

  • Að sýna frumkvæði og þor, gera tilraunir í verkefninu

  • Að velja og beita viðeigandi aðferðum og tækni við mótun og gerð stop motion

  • Að fjalla um eigin verk og verk annara í virku samtali við aðra nemendur

  • Að búa til stuttmynd sem felur í sér leikmynd, lýsingu, sögu, tjáningu og persónusköpun

  • Að búa til stutt myndbönd með appinu Stop Motion Studio


Námsmat: Símat eftir hvert verkefni. Tekið verður mið af einbeitingu nemendans, tækni, hugmyndaflugi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Engin próf, allt er verklegt.

Matur og bakstur

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Haustönn, Vorönn

Þriðjudagur, Fimmtudagur


Markmið: Að auka þekkingu og leikni í heimilisstörfum, efla sjálfstæði, samstarfsvilja og samábyrgð. Kenna undirstöðuatriði næringar- og matvælafræði. Leggja áherslu á góðar umgengnisvenjur og borðsiði. Að vekja athygli nemenda á mikilvægi hreinlætis almennt.

Áhersla er tvíþætt, annarsvegar á matargerð og matarmenningu og hinsvegar á bakstur og mismunandi bakstursaðferðir s.s. þeytt, hrært og hnoðað deig. Ýmsu fræðilegu efni sem tengist matargerð og heimilishaldi er fléttað inn í verklegu tímana. Nemendur í valhópum taka að sér bakstur vegna skemmtana í tengslum við fjáraflanir nemenda og annarra viðburða á vegum skólans.


Námsefni: Matreiðslubækur, bakstursbækur og mikið af fræðsluefni um matargerð og fjölbreytt efni af netinu og úr ýmsum bókum.


Nýtt námsefni: Næring og lífshættir – heimilisfræði fyrir unglingastig.


Kennsluaðferðir: Einstaklingskennsla, hópkennsla og samvinnukennsla, fer eftir verkefnum hverju sinni.


Námsmat: Símat, byggt á vinnubrögðum, ástundun, áhuga, frumkvæði og virkni nemandans í tímum. Einnig er stuðst við sjálfsmat og jafningjamat.


Kennt verður í þrjár kennslustundir í senn í stað tveggja og því lýkur greininni fyrr á önninni sem því nemur.

Smíðar / Hönnun

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Haustönn, Vorönn

Fimmtudagur


Markmið: Hönnun og smíði er valfag þar sem nemendur öðlast þekkingu á því ferli sem hefst á því að fá hugmynd og endar með því að hún verður að veruleika.

Einnig verður farið yfir hagnýt atriði í undirstöðuatriðum trésmíði. Nemendur fá þjálfun í notkun ýmissa tréverkfæra og undir handleiðslu kennara smíða þeir lítið borð og skammel. Að lokum fá nemendur tækifæri til að hanna sinn eigin grip og smíða hann.


Námsmat: Nemendur verða metnir alla önnina út frá verkefnum og frammistöðu í tímum. Tekið verður mið af sjálfstæðum vinnubrögðum, dugnaði, frágangi og vandvirkni.