Valgreinar sem eru í boði skólaárið 2025-2026
Á elsta stigi fá nemendur tækifæri til að velja sér námsgreinar sem henta áhuga þeirra og styrkleikum. Valgreinarnar eru fjölbreyttar og veita bæði fræðilega og hagnýta færni. Með valgreinum gefst nemendum kostur á að prófa ný viðfangsefni, dýpka þekkingu í ákveðnum fögum og efla skapandi hugsun.
Nemendur í 8. 9. og 10. árgangi velja sex kennslustundir í valgreinum á viku.
Skráning í valgreinar er tvískipt. Nemendur skrá sig í valgreinar fyrir haustönn dagana 1.-3. september. Skráning í valgreinar á vorönn fer fram í dagana 8.-10.desember.
Ingunn, Sirrí og Lovísa kalla nemendur til sín og skrá í valgreinar. Þetta á við um allar valgreinar nema Tækniskólaval hjá 10.árgangi þar sem skráning fór fram á vordögum.
Haustönn: 8. september - 16. janúar
Vorönn : 19. janúar - 29. maí
Val utan skóla/ Íþróttaiðkun/ listnám/ tómstundir
Hægt er að fá íþróttaiðkun og/eða annað nám metið sem valgrein. Ef nemendur stunda nám utan skóla jafngildir tveggja klukkustunda nám einni kennslustund í vali. Nemendur geta að hámarki fengið fjórar kennslustundir í afslátt á viku. Nemendur verða að fylla inn fjölda valtíma utan skóla um leið og þeir skrá sig í valgreinar.
Dæmi: Nemandi stundar nám/íþróttir utan skóla í tvo tíma á viku. Viðkomandi fær eina kennslustund í afslátt og velur fimm kennslustundir.
Dæmi: Nemandi stundar nám/íþróttir utan skóla í sex tíma á viku. Viðkomandi fær þrjár kennslustundir í afslátt og velur þrjár kennslustundir.
Dæmi: Nemandi stundar nám/íþróttir utan skóla í átta tíma eða fleiri á viku. Viðkomandi fær fjórar kennslustundir í afslátt og velur tvær kennslustundir.
Af gefnu tilefni er vert að taka fram að vinna nemenda telst ekki sem val utan skóla.
Vanda þarf vel valið, ekki er hægt að skipta um valgreinar þegar búið er að velja.
Allar upplýsingar um valgreinar er að finna á námsvef Vatnsendaskóla og hvetjum við foreldra og forráðamenn til að skoða valgreinar með börnum sínum.