Fyrirkomulag bókaklúbbsins
Fyrirkomulag bókaklúbbsins
Fyrirkomulag bókaklúbbsins er á þann veg að nemendur fá val um þrjár mismunandi bækur til að lesa. Samhliða því vinna nemendur verkefni tengt bókinni og á meðan lestri stendur eru nemendur hluti af bókaklúbb fyrir þá bók sem þeir velja sér. Eitt af markmiðum bókaklúbbsins er að gefa nemendum meira frelsi þegar kemur að velja sér bók sem þau hafa áhuga á. Sömuleiðis er markmiðið að mynda umhverfi þar sem áhugi á lestri er í forgrunni og nemendur fái tækifæri til að varpa fram sínum eigin skoðunum við samnemendur og kennara í minni hópum.