Skólabragur G.Snb

Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla ber stjórnendum og starfsfólki skóla að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi með velferð nemenda og öryggi að leiðarljósi. Stuðla ber að jákvæðum samskiptum og gagnkvæmu trausti allra í skólanum og taka sérstaklega mið af aldri og þroska nemenda. Starfsfólk skóla skal leggja áherslu á námsaga og sjálfsaga nemenda, góða umgengni, jákvæð samskipti, sáttfýsi, umburðarlyndi og kurteisi. Einnig skal lögð áhersla á að styrkja sjálfsmynd nemenda, efla sjálfsvirðingu þeirra og virðingu gagnvart öðrum, eigum annarra og umhverfinu.



Til að ná þessum markmiðum leggjum við áherslu á að allir í skólasamfélaginu:

virði skólareglur,

vinni í anda Olweusarstefnunnar,

eigi í góðu samstarfi og samskiptum,

séu virkir og taki þátt í skólastarfinu, m.a. þeim viðburðum og nefndastarfi sem skólinn stendur fyrir,

komi þeim málum sem þeim finnst vera brýn fyrir farsælt skólastarf í réttan farveg,

tileinki sér einkunnarorð skólans.

Nemendur og starfsfólk vinni í anda einkunnarorða skólans og sýni:

sjálfstæði

metnað

samkennd


Nemendur, foreldrar og starfsfólk geri sér grein fyrir hlutverkum sínum og tileinki sér þau, sbr. Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, nr. 1040/2011 https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1040-2011