(Byggt á Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, nr. 1040/2011):
bera ábyrgð á uppeldi barna sinna,
ásamt börnum sínum, að bera ábyrgð á hegðun þeirra og framkomu gagnvart samnemendum og starfsfólki skóla og bregðast við afleiðingum hegðunar þeirra í skóla,
gæta hagsmuna barna sinna og ber að stuðla að því að þau stundi nám sitt,
fylgjast með námsframvindu í samvinnu við börn sín og kennara,
greina skólanum frá þeim þáttum sem kunna að hafa áhrif á námsframvindu, ástundun og hegðun, s.s. um vanlíðan barna sinna og áföll sem gætu haft áhrif á skólagönguna, sem og þegar breytingar verða á högum þeirra og aðstæðum,
vinna að lausn mála í samstarfi við skóla, sérfræðiþjónustu og fræðsluyfirvöld sveitarfélaga þegar misbrestur verður á hegðun og framkomu barna þeirra,