rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi,
gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki,
koma til móts við náms- og félagslegar þarfir nemenda og sinna þeim af alúð,
bera velferð nemenda fyrir brjósti og leggja sig fram um að tryggja nemendum öryggi, vellíðan og vinnufrið til að þeir geti notið skólagöngu sinnar,
tileinka sér stefnu skólans (sjá starfsáætlun og skólanámskrá) og vinna í þeim anda sem þar kemur fram,
stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi og að góðri umgengni,
sýna nærgætni og gæta virðingar í framkomu sinni gagnvart nemendum, foreldrum og samstarfsfólki,
gæta þagmælsku, nema þegar um er að ræða tilkynningaskyldu gagnvart barnaverndarlögum,
taka afstöðu gegn líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi í skólanum. Ef slík tilvik koma upp skal bregðast við þeim samkvæmt stefnu skólans.
Hlutverk kennara er ennfremur að:
upplýsa foreldra ef ítrekað er fundið að hegðun eða framkomu nemanda í öllu starfi á vegum skóla,
eiga samstarf við foreldra um hegðun, líðan og samskipti barna þeirra.
Umsjónarkennarar skulu upplýsa foreldra reglulega um skólabrag og bekkjarbrag og leita eftir uppbyggjandi samstarfi við foreldrahópinn um hvort tveggja.