7. bekkur.
HEKL: Nemendur læra grunn í hekli.
Síðan velur nemandi hvort hann skapi alveg nýtt verk þar sem hann skoðar sitt fegurðaskin, smekk og skapi eitthvað frumlegt.
Eða hvort hann vilji frekar æfi sig í vinnuaðferð sem þau hafa lært ( þ.e. frá 6. , 5. , 4. , 3. , 2. eða 1. bekk) og rifji hana upp og þjálfi sig í henni.
Vinnuaðferðir:
Hekl, prjón, prjónavefstóll, prjónavél og tengiputtaprjón :
Nemendur læra grunn í hekli. Einnig ef til vill rússneskt hekl eða fleiri tegundir af hekli.
Einnig er möguleiki að fara æfa prjón. Þar læra nemendur að fitja upp, prjóna, sauma saman og ganga frá endum. Þeir læra ýmist að prjóna með hringprjón eða sokkaprjónum í hring, eða jafnvel bara á tvo prjóna, þ.e. garðaprjón, eða fyrir lengra koman brugna lykkju og slétta.
Einnig er í boði að nota prjónavefstól eða prjónavél og síðan er hægt að læra flóknari aðferðir fingraprjóns.
Kennsluaðferðir ofl.:
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Textílmennt er kennd 3x í viku, í 80 mín, allt að 20 skipti.
Verkefnin eru:
Hekl, prjón, prjónavefstóll, prjónavél og fingraprjón:
Nemendur eru hvattir til að gera tilraunir þ.e. prófa mismunandi heklu og prjónaaðferðir og nota mismunandi garni, ýmsar stærðir af prjónum, heklunálum o.s.frv.
Prjónaverkefni geta verið t.d. húfa, vettlingar, handstúkur eða einhver önnur prjónastykki sem nemandinn velur.
Hekluverkefnið geta verið t.d. þvottapoki, lítill dúkur, sjal eða annað heklustykki sem nemandinn velur.
Önnur verkefn : Eru verkefni þar sem nemandi velur sjálfur vinnuaðferð og efni en í samráði við kennara.
Hekl
Prjónavélin
Æfing á vinnuaðferð sem nemendur lærðu í 6. , 5. , 4. , 3. , 2. eða 1. bekk , og rifji hana upp og þjálfi sig í henni.
Val, aukaverkefni, heimavinna o.fl.