5. bekkur Hópur D - 1. Lota
24.ág. - 1.okt.
24.ág. - 1.okt.
Vinnuaðferðir:
Vélsaumur: Nemendur æfa beinan saum og sikksakk, einnig er þræðing á saumavél kynnt og æfð.
Þæfing: Nemendur læra að beita þæfingarnál við þæfingu á ull og einnig að þæfa með sápu og vatni.
Kennsluaðferðir ofl.:
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Textílnmennt er kennd 3x í viku, í 80 mín, allt að 19 skipti.
Verkefnin eru:
Þegar við byrjum á vélsaumsverkefninu ræðum við saman um samaskapinn og komumst sameiginlega að niðurstöð um helstu áherslur í verkefninu/verkefnunum. En í verkefninu læra þau nokkra helstu verkþætti í vélsaumi, þ.e. sikksakka, títuprjóna efni saman og sauma beinan saum og síðast en ekki síst byrja þau að læra að þræða saumavélina.
Nálarþæfing þar nota þau ullarkembu og móta úr henni með þæfingarnál alskonar fígurur og hluti eftir eigin hugmyndum. Einnig prófa þau að blautþæfa einhvern lítin hlut.
Valverkefni: Þegar tími og áhugi er fyrir hendi er rými fyrir auka- eða heimavinnu og þá er reynt að vinna út frá áhuga sem kviknar hjá nemendum.
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )