1. bekkur
1. Lota, 26.ág. - 4.nóv.
Strumpahópur
1. Lota, 26.ág. - 4.nóv.
Strumpahópur
Vinnuaðferðir:
Þæfing: nemandi kynnist blautþæfingu (fá aðeins að þæfa með "þæfingarnál" en eingöngu undir vökulu auga, en nálarþæfingu læra þau ekki fyrr en í 5.bekk). Þurkarinn hjálpar okkur yfir efiðasta hjallinn í þæfingunni þannig að nemandur grunnþæfa eingöngu.
Þráðurinn þræddur, skreyting og snúran: nemandi lærir að vinda snúru, þræða þráð á grófa nál og sauma frjáls útsaumsspor.
Kennsluaðferðir ofl.
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla.
Lögð er áhersla á sögur, leiki, hringleiki og vísur sem tengjast texíl. ( í ár eru mýs þemað, hlustum á Pílu pínu en í fyrra voru það ferðapyngjur/ferðalög og farið var með íslenska æfintýrið Lítill, Trítill og fuglarnir)
Textílmennt er kennd í 80 mín. 1x í viku, í um 10 vikuna lotum.
Verkefnin eru:
Fyrsta verkefnið þeirra er úr ullarkembu og er hún aðalhráefni vetrarins. Nemandi þæfir kúlu og mús úr ullarkembu (með hjálp þurkarans og nælonsokks). Ullarþæfingarverkefnin eru skreytt með þeirra útsaum, nemandi lærir að þræða þráð á grófa nál og sauma frjáls útsaumsspor.
Bandið/ garnið: Þau vinna grunnaðferðir eins og búa til snúruband (armband eða leikspotta) og kljást við bandið um leið á ýmsan hátt.
Að lokum ef tími gefst eru unnin ýmis lítil aukaverkefni. t.d. læra að leika með snúruband sem „fuglafit“,(elsta leik mannsins).
Við hlutuðum á Pílu pínu ...söguna um þá pínulitlu mús .
...og bjuggum til músarholur úr ullarkembu
...gleymdist að taka mynd af öllum ormum, nema einum þeirra og eina fuglinum sem var brúin til