3. bekkur Hópur B - 1. Lota
24.ág. - 8.okt.
24.ág. - 8.okt.
Vinnuaðferðir :
Vefnaður: Nemandi lærir grunnhandtök og hugtök í vefnaði.
Aðalvinnuaðferðin í 3.bekk er sem sagt vefnaður, en aðrar vinnuaðferðir mun kennari velja með nemanda eins og til að mynda í valverkefnum.
Kennsluaðferðir ofl.:
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Lögð er áhersla á sögur, leiki, hringleiki og vísur sem tengjast texíl. Textílnmennt er kennd 3x í viku, í 80 mín, allt að 19 skipti.
Verkefnin eru:
Einna helst er lögð áhersla á vefnað og hvernig efni er saumað saman í höndunum. Unnin eru alskonar lítil einstaklings vefnaðarverkefni ( ef til vill taska, armband, hálsmen) og einnig samvinnu vefstykki (púði, motta eða veggteppi sem getur verið partur í að búa til góða hljóðvist í stofunni þeirr eða verið kósýteppi til að leggjast upp að við lestur). Verkefnin eru unnin úr ýmsu hráefni og upprunni þeirra velt fyrir sér. Aðferðir við að búa til klæði/efni eru skoðuð. Spurningar eins og “Hvernig eru efni gerð?”, “Hvaða aðferð er notuð til að búa til gallabuxnaefnið eða jogginggallaefnið, og eru þau eins?”.
Valverkefni: þegar tími og áhugi er fyrir hendi er rými fyrir auka- eða heimavinnu og þá er reynt að vinna út frá áhuga sem kviknar hjá nemendum.
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )