Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Nýting skólasafns:
Nýtt skólasafn til þekkingaröflunar í stýrðu námi og á eigin forsendum til gagns og ánægju.
Nemendur nota skólasafnið til að velja sér bækur fyrir heimalestur og yndislestur.
Í ákveðnum verkefnum eru bækur safnsins nýttar til heimildaöflunar.
Upplýsingaleit:
Nýtt leitarvélar, gervigreind og önnur verkfæri á siðferðilegan ábyrgan hátt til upplýsingaöflunar.
Nemendur hafa Chromebook tölvur til afnota í skólanum og geta nýtt sér leitarvélar í verkefnavinnu.
Nemendur fá fræðslu um gagnsemi og hættur internetsins. Fræðsluefnið er á mms.is og nefnist Stafræn borgaravitund (kemur út fljótlega).
Greining og úrvinnsla gagna:
Lagt mat á gæði ýmissa upplýsinga og áttað sig á fjölbreytileika stafræns efnis.
Í heimildavinnu er farið yfir áreiðanleika upplýsinga, hvaða netsíðum er hægt að treysta og hvað ber að varast.
Nemendur fá fræðslu um gæði upplýsinga. Fræðsluefnið er á mms.is og nefnist Stafræn borgaravitund og Netumferðarskólinn.
Heimildanotkun:
Unnið með heimildir í samræmi við höfundarétt og sett fram einfalda heimildaskrá
Nemendur fá fræðslu um skráningu heimilda samkvæmt kennslubókinni Heimi, handbók um heimildaritun frá mms.is, höfundur Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. Þau þurfa að skrá heimild í bókakynningaverkefninu.
Kynningarefni:
nýtt hugbúnað við gerð margvíslegra kynninga,
Nemendur vinna a.m.k. tvö glæruverkefni (Google slides) á vetri, annað er haustverkefni og nefnist Um mig, 5-7 glærur um fjölskyldu, áhugamál og fleira sem nemandi vill sýna.
Hitt er bókakynning þar sem nemandi velur bók sem nýbúið er að lesa í heimalestri eða yndislestri, segir frá söguþræði bókarinnar, aðal- og aukapersónum, höfundi bókarinnar og hvaða aðrar bækur höfundur hefur skrifað. Nemandi þarf að skrá bókina sem heimild aftast í glærusýningunni. Nemendi þarf svo að kynna bókina sína fyrir samnemendum.
Ritvinnsla:
nýtt hugbúnað við uppsetningu ritunarverkefna samkvæmt viðmiðum um uppsetningu og frágang,
Nemendur vinna nokkur ritunarverkefni með Google Docs yfir veturinn.
Áhersla á að kunna á stillingaramboðin, s.s. að velja letur og stærð leturs, miðja, feitletra, skáletra, gera punktalista, setja inn myndir, töflur o.fl. sem nýtist í ritvinnslu.
Fingrasetning er æfð reglulega. Fingrafimi af vef mms.is er notuð ásamt erlendum síðum s.s. typing.com og 10fastfingers.com.
Vinnsla tölulegra gagna:
nýtt hugbúnað við gagnasöfnun og framsetningu á tölulegum gögnum,
Nemendur vinna nokkur verkefni í töflureikni, fyrst verkefni til að læra inn á stillingaramboðin og svo í tengslum við tölfræði í Stiku.
Töflureiknir: verkefni 1, verkefni 2, verkefni 3
Stika 1b, kaflinn um tölfræði
Ljósmyndir og kvikmyndun:
nýtt tæki og hugbúnað við ljósmyndun og stuttmyndagerð,
byrjar í 6. bekk
Myndvinnsla og myndsköpun:
nýtt tæki og hugbúnað við einfalda hönnun, myndvinnslu og myndsköpun,
byrjar í 6. bekk
Hljóðvinnsla:
nýtt tæki og hugbúnað við upptökur og einfalda hljóðvinnslu,
byrjar í 7. bekk
Netmiðlun:
nýtt hugbúnað við netmiðlun.
Nemendur útbúa vefsíðu í Google Sites þar sem þau safna saman verkefnum í ýmsum námsgreinum og útbúa vísi að námsmöppu (portfolio).
Jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan:
Hugað að eigin heilsu og vellíðan við notkun stafrænnar tækni og gert sér grein fyrir mikilvægi jafnvægis í skjátíma.
Friðhelgi og öryggi:
Gert sér grein fyrir mikilvægi þess að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs í stafrænu umhverfi og áttað sig á hverjum sé hagur af því að safna stafrænum upplýsingum.
Stafrænt fótspor og auðkenni:
Rætt og útskýrt að öll netnotkun einstaklinga skilur eftir sig spor í stafrænu umhverfi til langframa.
Virðing í stafrænu umhverfi:
Gert sér grein fyrir helstu hættum í stafrænu umhverfi og þekkt vel ólíkar leiðir til að tilkynna ólöglegt og vafasamt efni á netinu og að samfélagsmiðlar hafa áhrif á samskipti.
Samskiptareglur, orðræða og virðing í stafrænum samskiptum:
Nefnt helstu netöryggis- og samskiptareglur og tekið ábyrgð á eigin nethegðun og beitt leiðum til að vernda sig og aðra fyrir neteinelti.
Stafrænn stuðningur:
Nýtt rafrænan stuðning í námi.
Aðgengi að öllum námsbókum sem til eru sem hljóðbækur frá mms.is er á heimasíðum bekkjanna.
Nemendur fá aðstoð til að breyta letri á tölvunni yfir í Open Sans lesblinduletur ef það hentar þeim betur.
Möguleikar aðstoðartækisins Helperbird í Google Chrome vafranum kynntir fyrir þá nemendur sem þurfa þannig aðstoð.
Varðveisla gagna:
Flokkað og vistað gögn á öruggan hátt.
Nemendur fá leiðbeiningar um hvar þarf að geyma gögn sem ekki vistast sjálfkrafa.
Nemendur fá leiðbeiningar um hvernig sækja skal skjöl og verkefni sem unnin hafa verið í Google Classroom til að setja inn á heimasíðuna sína.
Tölvur og snjalltæki:
Nýtt mismunandi tegundir tölva, snjalltækja og jaðartækja til menntunar.
Nemendur hafa aðgang að persónulegri Chromebook tölvu fyrir daglega vinnu í skólanum.
Í Engjaskóla vinnum við út frá því að tölvur eru vinnutæki í skólanum en ekki leiktæki.
Einnig eru til iPadar í skólanum fyrir verkefni sem nýtast í upptökur og hljóðvinnslu.
Nemendur gera verkefni í Tinkercad sem hægt er að þrívíddarprenta.
Samvinnuverkefni með textílmennt, nemendur sauma sundpoka, gera útsaum að eigin vali í pokann og mega svo hanna mynd/texta í Cricut Design Space sem hægt er að skera út í vínilstraufilmu í Cricut skurðarvél. Vélin okkar heitir Cricut Maker.
Notkun hugbúnaðar og einföld forritun:
Nýtt hugbúnað og tæki á fjölbreyttan hátt og til að leysa fjölbreyttar þrautir. Hafa fengið kynningu á grunnhugtökum í forritun.
Nemendur læra á margvíslegan hugbúnað, svo sem Google Docs, Google, Sheets, Google Slides, Google Sites, Tinkercad og Canva.
Einnig eru notaðar vefsíður á netinu eins og Kahoot, Blooket, Typing.com, o.fl.
Nemendur nota Code.org, Hour of Code og Micro-bit til að kynnast grunnhugtökum í forritun.