Nemandi:
öðlist skilning á þeim áhrifum sem fjölmiðlar og tækni geta haft á heilsu og líðan,
áttar sig á styrkleikum sínum og áhugasviði
þekkir styrkleika sína og byggir upp góða sjálfsmynd.
læri rétta líkamsbeitingu,
skilur að upplýsinga- og miðlalæsi er ferli sem hann eflir alla ævi, bæði í námi og starfi.
Nemandi:
virðir jafnan rétt einstaklinga
fái tækifæri til að þroskast á eigin forsendum,
fái jöfn tækifæri til sköpunar.
Nemandi:
getur valið sér viðfangsefni út frá áhugasviði og styrkleika,
ber virðingu fyrir manngildi hvers og eins,
tileinkar sér lýðræðisleg vinnubrögð,
virða siðferði í meðferð upplýsinga og heimilda og sýna víðtæka hæfni í notkun tækni og miðlunar.
Nemandi:
sé læs á upplýsinga- og miðlaæsi,
þekki til umræðuhefðar og orðanotkunar tungumálsins,
geti lagt mat á og rýnt margvíslega texta og mismunandi miðla.
Nemandi:
getur tekist á við viðfangsefni sem lúta að samspili umhverfis, félagslegra þátta og efnahags í þróun samfélags, margvísleg álitamál og ágreiningsefni,
geri sér grein fyrir eigin velferð og annarra í samskiptum á veraldarvefnum,
þjálfist í að beita gagnrýnni hugsun og setja sig í spor annarra,
geri sér grein fyrir ábyrgð sinni á samfélagsmiðlum.
Nemandi:
nýti tæknina á jákvæðan og skapandi hátt,
virki hugmyndaflugið til að vinna að og finna lausnir,
nýtir ímyndunaraflið til að leika sér með ýmsa möguleika á samskiptamiðlum,
geti komið frá sér efni á sem fjölbreytilegastan hátt.