Viðtöl

Við tókum viðtöl við 13 manns sem voru á mismunandi aldursskeiði þegar gaus í Vestmannaeyjum 1973. Viðmælendurnir okkar voru aldrinum 6-35 ára í gosinu og voru því ýmist börn eða fullorðið fólk þegar gaus og eru því nokkrir viðmælendur mjög fullorðnir í dag. Viðtölin voru mjög áhugaverð og við fengum svolítið öðruvísi sýn á þeirra upplifun en við fengum í gegnum könnunina sem við lögðum fyrir á samfélagsmiðlum.

Þegar við lögðum af stað í þessa viðtalsvinnu og vorum að finna viðmælendur varð okkur strax ljóst að við vorum að stíga inn á hálfgert jarðsprengjusvæði. Fólki fannst viðfangsefnið áhugavert en sumir sögðust ekki geta hugsað sér að ræða gosið frekar og fannst það óþægilegt. Fólk var frekar feimið að koma í viðtal og vera í mynd og við fundum þegar við slökktum á myndavélinni hvað fólk varð ræðnara og þá komu oft upplýsingar sem hefði verið gott að hafa í mynd en við nýtum okkur þær sem munnlegar heimildir í staðinn.

Viðmælendur

Ragnheiður Borgþórsdóttir fædd 1967 og var því á 6. aldursári í gosinu.

Ólafía Ósk Sigurðardóttir fædd 1966 og var því á 7. aldursári í gosinu.

Marta Jónsdóttir fædd 1959 og var því á 14. aldursári í gosinu.

Gunnar Þór Grétarsson fæddur 1953 og var því á 20. aldursári í gosinu.

Einar Steingrímsson fæddur 1951 og var því á 22. aldursári í gosinu.

Stefán Einarsson fæddur 1951 og var því á 22. aldursári í gosinu.

Kristín Þóra Magnúsdóttir fædd 1950 og var því á 23. aldursári í gosinu.

Kristín Bergsdóttir fædd 1945 og var því á 28. aldursári í gosinu.

Kristmann Karlsson fæddur 1945 og var því á 28. aldursári í gosinu.

Gísli Valtýsson fæddur 1946 og var því á 27. aldursári í gosinu.

Hanna Þórðardóttir fædd 1947 og var því á 26. aldursári í gosinu.

Birgir Símonarson fæddur 1940 og var því á 33. aldursári í gosinu.

Svandís Unnur Sigurðardóttir fædd 1938 og var því á 35. aldursári í gosinu.