Tölulegar niðurstöður

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 402 sem tóku afstöðu til þess af hvaða kyni þeir væru. 68.2% voru konur og 31.8% karlar. Konur voru í miklum meirihluta þeirra sem svöruðu könnuninni.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 406 sem tóku afstöðu til aldurs í gosinu. 47,8% voru á aldrinum 0-12 ára. 33,5% voru á aldrinum 13-20 ára. 14% voru á aldrinum 21-30 ára. 2,2% voru á aldrinum 31-40 ára. 0,5% voru á aldrinum 41-50 ára og 2% voru á aldrinum 51-60 ára. Í þessum hópi er stærsti hópur svarenda börn og unglingar þegar það gaus í Vestmannaeyjum árið 1973. En það fólk er á aldrinum 49-69 ára í dag. Þriðji stærsti hópur svarenda er á aldrinum 70-79 ára í dag. Í þremur elstu hópunum var hópur svarenda ekki stór.

Af þeim 408 sem svöruðu könnunni voru 404 sem tóku afstöðu til þess hvort þeir hafi flutt aftur heim til Vestmannaeyja eftir gosið. 71,3% svöruðu játandi, að þeir hafi flutt aftur heim eftir gosið á meðan 28.7% svöruðu neitandi, að þeir hafi ekki flutt aftur heim eftir gosið.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 117 sem tóku afstöðu til þess af hverju þau fluttu ekki aftur heim til Vestmannaeyja. Svörin voru mjög mörg og mismunandi. En stærsti hópurinn eða 28,2% svarenda gat ekki hugsað sér að flytja aftur heim til Vestmannaeyja. Næst stærsti hópurinn eða 25,6% svarenda misstu allt sitt í gosinu og vildu þess vegna ekki flytja aftur til Vestmannaeyja. 12,8% sneri ekki aftur vegna þess að þau fengu betri vinnu á fastalandinu. 10,8% voru börn eða unglingar í gosinu og áttu foreldra sem vildu ekki koma aftur. 4,5% hófu nám á fastalandinu og komu því ekki aftur. 2,7% fundu maka á fastalandinu og komu því ekki aftur. 1,8% áttu foreldra sem skildu og komu ekki aftur af þeim sökum, önnur 1,8% áttu fatlaðan fjölskyldumeðlim sem fékk inni á stofnun á fastalandinu og vildu því ekki koma aftur og enn önnur 1,8% fluttu aftur til Vestmannaeyja strax eftir gosið og leið hræðilega í Vestmannaeyjum og fluttu því fljótlega aftur burt.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 401 sem tóku afstöðu til þess hvort þau hafi misst veraldlegar eigur í gosinu. 45,6% misstu svöruðu játandi og 54,4% svöruðu neitandi.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 213 sem tóku afstöðu til þess hvort bætur hafi fengist fyrir það sem tapaðist. 47,4% svöruðu játandi og 52,6% svöruðu neitandi.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 216 sem tóku afstöðu til þess hvort það að missa veraldlegar eigur í gosinu hafi haft áhrif á ákvörðun fólks um að flytja aftur til Vestmannaeyja eða ekki að loknu gosinu. 80,6% svöruðu því til að það hafi ekki haft nein áhrif. 11,1% svöruðu því til að það hafi haft áhrif á ákvörðunina að flytja ekki aftur heim til Vestmannaeyja. 8,3% svöruðu því til að það hafi haft áhrif á ákvörðunina að flytja aftur til Vestmannaeyja.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 403 sem tóku afstöðu til þess hvernig þeim leið á fastalandinu á meðan á gosinu stóð. 32,5% svöruðu því til að þeim hafi liðið illa. 29,0% svöruðu því til að þeim hafi liðið vel og 38,5% pældi ekkert í því. Við rýndum enn frekar í þessar tölur með tilliti til aldurs og þar kom í ljós að aldurshópurinn 0-30 ára átti það sameiginlegt að mesta svörunin við þessari spurningu var að þau hafi ekki pælt í því. Næst mesta svörunin að þeim hafi liðið illa og minnsta svörunin var að þeim hafi liðið vel. Eldri aldurshóparnir eiga það sameiginlegt að fólkinu hafi liðið vel.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 400 sem tóku afstöðu til þess hvort fjölskyldan þeirra hafi sundrast við það að flytja á fastalandið. Alls svöruðu 47% játandi og 53% neitandi.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 402 sem tóku afstöðu til þess hvort þau hafi átt erfitt með þær breytingar sem urðu á umhverfinu í Vestmannaeyjum í kjölfar eldgossins. 46,5% svöruðu játandi og 53,5% svöruðu neitandi.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 403 sem tóku afstöðu til þess hvort þau hafi orðið fyrir sálrænu áfalli við að upplifa eldgosið í Vestmannaeyjum 1973. 45,7% svöruðu játandi og 54,3% svöruðu neitandi. Þegar við rýndum enn frekar í þessar tölur og skoðuðum kyn og aldur var afgerandi munur á milli kynjanna. Mun fleiri konur sögðust hafa orðið fyrir sálrænu áfalli eða 144 konur á meðan það voru 37 menn sem sögðust hafa orðið fyrir áfalli. Langflestir sem höfðu orðið fyrir sálrænu áfalli voru á aldrinum 0-20 ára í gosinu og á það við um bæði kynin. Þessar tölur komu ekki á óvart þar sem stærsti hópur þátttakenda í könnuninni var á þessum aldri í gosinu.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 401 sem tóku afstöðu til þess hvort þeir hafi leitað sér áfallahjálpar eftir eldgosið í Vestmannaeyjum 1973. 0,7% svöruðu játandi og 99,3% svöruðu neitandi. Af þeim 401 sem tóku afstöðu voru einungis þrír sem leituðu sér aðstoðar eftir eldgosið og þarf af voru tvær konur og einn maður.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 396 sem tóku afstöðu til þess hvort þau telji að þau hefðu þurft á slíkri aðstoð að halda til að vinna úr því áfalli sem eldgosið var. 45,7% svöruðu játandi og 54,3% svöruðu neitandi. Af þeim sem svöruðu játandi voru konur í miklum meiri hluta eða 137 konur en einungis 39 menn.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 403 sem tóku afstöðu til þess hvort þau geti rætt eldgosið eftir að hafa upplifað það. 95,5% svöruðu játandi og 4,5% svöruðu neitandi.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 34 sem tóku afstöðu til þess af hverju þau geti ekki rætt eldgosið. 35,3% finnst það óþægilegt. 23,5% finnst þau ekki þurfa að ræða það. 11,8% finnst þau ekki mega ræða það. 5,8% upplifa eins og þau þurfi að taka þetta á hörkunni og 2,9% finnst í lagi að ræða eldgosið sjálft en óþægilegt að ræða tilfinningalegu hliðina á því.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 400 sem tóku afstöðu til þess hvort þau hafi fundið fyrir andlegum breytingum eftir gosið. 33,5% svöruðu því játandi og 66,5% svöruðu neitandi. Í yngri aldurshópunum 0-40 ára voru fleiri konur sem fundu fyrir andlegum breytingum en í eldri aldurshópunum 41-60 ára voru það fleiri menn sem fundu fyrir andlegum breytingum.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 402 sem tóku afstöðu til þess hvort viðbrögðin yrðu öðruvísi ef það færi að gjósa í byggð í dag en þau voru í eldgosinu í Vestmannaeyjum 1973. 57,7% svöruðu játandi, 37,3% svöruðu neitandi og 3,2% svöruðu veit ekki.

Af þeim 408 sem svöruðu könnuninni voru 184 sem tóku afstöðu til þess að nefna dæmi um hvað yrði öðruvísi ef gjósa færi í byggð aftur. Það helsta sem fólk nefndi var að neyðaraðstoð yrði aðgengilegri þ.á.m. áfallahjálp. Að fólk yrði ef til vill hræddara í dag en Eyjamenn voru árið 1973. Að fólk yrði gefinn meiri tími til að flýja og að upplýsingar yrðu aðgengilegri þ.á.m. allt í beinni útsendingu. Að það yrði meiri samhugur milli landsmanna og ef til vill yrði byggðin ekki byggð upp aftur.