Í þessari uglu æfa nemendur sig í að tjá sig skriflega á bæði íslensku og ensku. Þeir læra hvernig á að byggja upp efnisgrein, skrifa lýsingar, samtöl, leiðbeiningar og sannfærandi texta. Nemendur æfa skapandi skrif, læra nýjan orðaforða og fá betri stjórn á málnotkun. Einnig æfa nemendur enska málfræði. Markmiðið er að geta skrifað skýran, vel uppbyggðan og áhugaverðan texta – bæði til að upplýsa og til að hafa áhrif.
Í uglunni Stríð og friður læra nemendur um fyrri heimsstyrjöldina, orsakir hennar og afleiðingar. Þeir skoða hvernig stríðið breytti samfélögum, hvernig það var fyrsta „iðnvædda“ stríðið, og hvernig konur, hermenn og almenningur upplifðu það. Fjallað verður líka um Versalasamninginn og árin á milli heimsstyrjalda, þar sem ný hugmyndafræði, efnahagskreppur og stórir sögulegir atburðir mótuðu heiminn og undirbjuggu jarðveginn fyrir seinni heimsstyrjöldina.
Nemendur vinna með texta á íslensku og ensku, búa til vlogg eftir að hafa horft á kvikmyndina 1917, og hanna myndrit um millistríðsárin.
Í uglunni vinna nemendur saman í lestrarhópum og lesa bók að eigin vali. Nemendur setja sér lesmarkmið, taka glósur og vinna fjölbreytt verkefni í rafrænni vinnubók. Þeir kynnast bókmenntahugtökum, æfa sig í íslenskri málfræði (fallorð), og skrifa samantekt á ensku. Loks kynna þau bókina á skapandi hátt og ígrunda eigin vinnubrögð og markmiðasetningu.
In this OWL unit, students explore the spooky and mysterious world of Halloween while improving their English reading, writing, and grammar skills. Through activities like Creepy Comprehension, Spooky Spelling, and Gruesome Grammar, students will:
Learn about Halloween traditions and originsin Iceland and other countries.
Expand their vocabulary related to myths,creatures, and spooky settings.
Practice reading comprehension using real world texts.
Strengthen grammar knowledge (plurals and possessives).
Work collaboratively to create a digital “Choose Your Own Spooktacular Adventure” story.
This unit connects language learning with creativity, cultural understanding, and teamwork all with a Halloween twist!