Víkurskóli er unglingaskóli og nemendur koma úr Engja- og Borgaskóla og sameinast þegar þeir fara í 8. bekk. Það eru oft mikil viðbrigði og ótrúlega miklar breytingar sem verða þegar komið er á unglingastig og hvað þá í nýjum skóla með nýjum krökkum og kennurum. Við höfum fundið að nemendur eru oft lengi að átta sig á öllu sem þeir þurfa að læra á og til að hjálpa þeim við þessar breytingar var ákveðið að fyrsta Ugla 8. bekkjar væri að læra á skólann, hugmyndafræði hans, vinnubrögð og hegðunarviðmið. Uglan fékk nafnið Skólinn minn og ég
Í þessari uglu fá nemendur fræðslu um heimsálfurnar og átta sig á ólíkum einkennum, menningu og löndum heimsálfanna. Þau vinna í hópum og setja saman Google Sites heimasíðu sem þeir kynna svo fyrir bekknum. Einnig fá nemendur fræðslu um mikilvægi þess að vísa til heimilda og læra undirstöðuatriði í réttri heimildaskráningu.
Í uglunni Sólkerfið okkar fræðast nemendur um sólkerfið okkar: hvaða reikistjörnur það inniheldur, eiginleika þeirra, gerðir tungla, smástirni, halastjörnur o.fl. Við skoðum spor reikistjarna um sól, samspil þyngdarkrafta, hita, lofthjúpa, yfirborðsefna og hvernig aðstæður eru á mismunandi hnöttum. Í lok uglunnar hafa nemendur skilað tveimur verkefnum: vinnubók þar sem þau svara spurningum upp úr efninu; og veggspjald sem þau vinna í litlum hópum þar sem þau útskýra hugtök úr lesefninu og kynna eina reikistjörnu úr sólkerfinu okkar.
Námsmarkmið uglunnar Barnasáttmálinn eru að: nemendur fræðist um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi, skyldur og gildismat og læri um mikilvægi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ); þekki til helstu mannréttinda; geti sýnt fram á getu til að vinna með öðrum; og séu skapandi í vinnu sinni og komi mikilvægum upplýsingum á framfæri á skapandi og auðskilinn hátt.
Uglan Byltingar er áhugaverð ugla um þrjár byltingar: Amerísku byltinguna, frönsku byltinguna og iðnbyltinguna. Nemendur læra um orsakir þeirra, helstu atburði, áhrif þeirra á stéttaskiptingu og hvernig þær mótuðu heiminn sem við þekkjum í dag.
Markmið uglunnar Hátíðir heimsins var að kynna fjölbreytt trúarbrögð og trúarhátíðir fyrir nemendum m.a. með því að fá gesti í skólann, fara í heimsóknir ásamt kynningum frá kennurum.
Í hringekju uglu er hver uglukennari með sitt eigið efni og nemendur fara á milli. Nemendur eru hjá hverjum kennara í 1 til 2 vikur. Skólaárið 2024-2025 var þemað Kraftur breytinga en umfjöllunarefnin voru fjölbreytt: eldfjöll, kvennréttindabaráttan á Íslandi og yndislestur.
(mynd: ChatGTP, útbúðu mynd af Bríet Bjarnhéðinsdóttur ásamt virku eldfjalli, myndin á að vera litrík og gamansöm)
Uglan fjallar um jökla, hvernig þeir myndast, hreyfast og hafa áhrif á landslag og umhverfi. Nemendur skoðuðu einnig áhrif hlýnunar jarðar á jökla og hvernig samfélög og vistkerfi bregðast við þessum breytingum. Það var byrjað á því að horfa á kvikmyndina Ísöld 2: Allt á floti og greint hvað í myndinni er raunverulegt og hvað er ýkt. Nemendur notuðu raunveruleg gögn, kort og myndir til að fylgjast með breytingum á jöklum, sérstaklega á Íslandi. Í lok uglunnar lögðu nemendur fram hugmyndir um hvernig hægt sé að hægja á jökulhörfun og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Í uglunni Mannslíkaminn var kafað ofan í undur mannslíkamans!
Nemendur lærðu um frumur, líffæri og líffærakerfi. Nýttar voru fjölbreyttar aðferðir eins og lestur, teikningu, tilraunir og umræður. Markmiðið var að skilja betur hvernig líkaminn virkar og hvernig hægt sé að hugsa vel um hann.
Rauð húfa dregur nafn sitt af sögunni sem nemendur lásu. Í uglunni einbeittu nemendur sér að því að lesa örugglega og dýpka skilning sinn ásamt því að unnið var með íslenska málfræði. Nemendur læra að draga ályktanir um persónur og það sem mun gerast í sögunni. Fjölbreytt bókmenntahugtök voru kynnt og í málfræðihlutanum var unnið með grunnatriði tungumálsins, s.s. nafnorð, sagnorð og lýsingarorð, og lært að nota orðasambönd, málshætti og myndlíkingar til að auðga tungumálið. Auk þess nýttu nemendur orðabækur og rafræna málfræðiaðstoð til að styrkja orðaforða sinn. Líkt og veðrið getur tungumálið verið breytilegt og fjölbreytt – stundum blæs á móti en með réttri þekkingu getum við siglt í heilu lagi í gegnum storminn.
Í uglunni Heimur goðanna lærðu nemendur um norræna goðafræði, helstu guði og gyðjur og sögurnar sem tengjast þeim og Ragnarök.
Nemendur könnuðu hvernig goðafræði hefur mótað menningu, listir og samfélag í gegnum aldirnar og hvernig hún birtist í nútímanum, t.d. í kvikmyndum og bókmenntum. Einnig unnu nemendur skapandi verkefni til að sýna skilning sinn á efninu og köfuðu þá annaðhvort dýpra í ákveðin goð eða bjuggu til sitt eigið goð til að setja í samhengi við norræna goðafræði.
Námsmarkmið nemenda í uglunni voru að:
læra um dýr og hvernig þau lifa, hreyfa sig, aðlagast og hegða sér í ólíkum heimsálfum
skrifa greinargerð þar sem nemandi safnar staðreyndum um eitt dýr og kynnir það á skipulegan og skýran hátt.
vinna í hóp og útbúa kynningu þar sem nemendur segja frá dýrunum í heimsálfu úthlutað af kennara
hanna fræðandi og skemmtilegt spil þar sem aðrir læra um dýr, vistkerfi og aðlögun.
Í uglunni Lífið er lag hafa nemendur fengið tækifæri til að gerast sérfræðingar á tónlistartengdu efni. T.d. hljóðfæri, hljómsveit, lagasmið eða tónlistarstefnu. Nemendur hafa svo kynnt efnið sitt annaðhvort með því að útbúa kynningarbás eða með vefsíðu. Þetta er lokaverkefni nemenda úr uglu í 8. bekk.