Rígur milli risa er áhugaverð Ugla um kalda stríðið. Við lærum um hvernig tvö stórveldi, Bandaríkin og Sovétríkin, urðu óvinir eftir seinni heimsstyrjöldina. Þau börðust ekki með byssum og sprengjum heldur með hugmyndum, vopna-kapphlaupi, geimkapphlaupi, áróðri og staðgenglastríðum. Við skoðum líka hvaða áhrif kalda stríðið hafði á heiminn og hvernig þessar afleiðingar eru enn sýnilegar í dag.
Áhugaverð ummæli sem nemendur 10. bekkjar skólaárið 2025-2026 höfðu að segja um ugluna Rígur milli risa
Nemendur í 10. bekk læra að skrifa rannsóknarritgerð í fimm efnisgreinum samkvæmt APA heimildakerfi. Þau velja sér efni út frá eigin áhugasviði, afmarka viðfangsefnið og setja fram rannsóknar-spurningu sem ritgerðin byggir á. Í gegnum ferlið læra nemendur að finna áreiðanlegar heimildir, skrifa uppkast, fá og gefa jafningjamat, taka við endurgjöf frá kennara og betrumbæta verkið sitt.
Að lokum skila þau fullbúinni ritgerð með forsíðu, réttri uppsetningu og heimildaskrá, auk stuttrar samtektrar á ensku.
Lestur er bestur! er ugla í 10. bekk sem við erum afar ánægð með og var nú lögð fyrir í fimmta sinn. Nemendur eiga að lesa bók að eigin vali en kennarar gerðu engu að síður kröfur um blaðsíðufjölda, að bókin hæfði aldri og þroska og að ekki hefði verið gerð bíómynd eða þættir eftir bókinni. Í þessari uglu eru gerðar miklar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og vinna nemendur að ýmsum verkefnum.
Meðal verkefna sem nemendur eiga að vinna er að búa til sína eigin vinnubók og hanna hana frá grunni, að átta sig á kynjahlutföllum í teiknimyndasögum sem nemendur þekkja, búa til lestraráætlun og halda dagbók, og útbúa hugarkort og tímalínu svo eitthvað sé nefnt.
Lokaverkefnið er teiknimyndasaga teiknuð á blað. Unnið er eftir aðferðum leiðsagnarnáms allt ferlið og endað á jafningjamati. Nemendum er, eins og vanalega, ljóst strax með hvaða hæfniviðmið er verið að vinna og hvaða árangursviðmið liggja að baki námsmati.
In Festival of Fears, students explore the spooky and imaginative side of English through grammar challenges, descriptive writing, and authentic listening. They will investigate how grammar and vocabulary shape meaning, how writers use the five senses to bring stories to life, and how listening for detail builds understanding.
The unit combines creativity and accuracy; from solving the Case of the Cursed Commas to writing your own haunted story!
Í þessari uglu kynnast nemendur mikilvægum þáttum kynhneigðar, líkamsímyndar, áhrifum kláms og mikilvægi samþykkis. Nemendur læra um heilbrigða líkamsímynd, átta sig á því hvernig fjölmiðlar og klám geta mótað skoðun okkar og skilja hversu mikilvægt samþykki er í samböndum. Þessi þekking mun styrkja nemendur til að taka upplýstar ákvarðanir og hjálpa þeim að tjá sig við jafnaldra.
Hvernig við getum tryggt öryggi okkar og annarra í umferðinni og daglegu lífi.
Hver eru helstu viðbrögð í skyndihjálp og hvernig hjálparsveitir og viðbragðsaðilar starfa.
Hvernig Grafarvogur hefur þróast, hvaða hverfi byggðust fyrst og hvernig byggðin hefur breyst með árunum.
Hvaða áhrif Sundabrautin og byggðaþétting geta haft á nærumhverfið.
Hvernig við getum lagt fram hugmyndir að breytingum og tekið þátt í að bæta samfélagið.
Að tjá okkur á skapandi hátt og útskýra skoðanir okkar með rökum.
Í þessari uglu Fame Unveiled er fjallað um líf frægra einstaklinga, mikilvæga atburði og menningarleg fyrirbæri í gegnum skapandi og fræðilegar kynningar.
Nemendur velja frægan einstakling eða atburð til að rannsaka og kynna. Þeir geta einnig valið hvernig þeir vilja kynna niðurstöður sínar, svo sem með tímalínum, ævisögum eða margmiðlunarverkefnum. Fame Unveiled leggur áherslu á að þróa færni í sjálfstæðum rannsóknum, ábyrgum vinnubrögðum og áhrifaríkri tjáningu.
This unit explores Trevor Noah’s memoir Born a Crime, focusing on his experiences growing up in South Africa during and after Apartheid. Students will examine key themes like identity, belonging, resilience, and social structures while developing cultural literacy and critical thinking skills. Assignments include maintaining a reading journal, completing vocabulary tasks, and preparing for an oral exam.
Í þessari Uglu veltum við fyrir okkur framtíðinni, störfum og námi. Þið kannið áhugasvið ykkar, skoðið mismunandi störf, lærið að skrifa ferilskrá og kynningarbréf og við kynnum okkur framhaldsskóla. Markmiðið er að styðja ykkur í að taka upplýstar ákvarðanir um framtíðina, auka færni ykkar í ritun og kynningum, og æfa ykkur í að nota gagnrýna hugsun.