Nemendur setja niður trjáplöntur eða haustlauka á svæði sem skógræktin úthlutar. Nemendur læra að nota trjástafi.
Bingóið er spilað í trjálundi og þurfa nemendur að finna laufblöð samsvarandi myndum á bingóspjaldi. Í kjölfarið greina nemendur trjátegundirnar með greiningalykli í bókinni Ég greini tré.
Nemendur velja jólatré á skógræktarsvæðinu, saga niður og flytja í skólann.
Nemedur ganga um bæinn, virða fyrir sér hvernig bæjarmyndin er nú og bera saman við gamlar myndir. Byrjað á svæðinu í kringum Maðkavík, færum okkur þaðan niður á hafnarsvæðið. Skoðum m.a. Stykkið, Súgandisey og nokkrar byggingar.
Gott er að segja söguna í sjónlínu við Elliðaey.
Trjáskýli, veggir o.fl. unnið úr greinum og trjám sem falla til við grisjun. Verkfæri: tálguhnífar, sagir og trjáklippur.
- framhald af sögunni um landnámsmanninn okkar Þórólf Mostraskegg og Þorstein Þorskabít.Stiklað á stóru úr fyrstu köflum Eyrbyggju.
Útieldun - útbúnaður: Eldiviður, uppkveikikubbar og popppottur.
Útieldun - útbúnaður: Prímus, pottur, vatn, haframjöl og Swiss Miss.
Útbúnaður: Eggjabakkar, pappír úr tætara, kertaafgangar, prímus og pottur.
Finna góðan stað út í náttúrunni, áhersla lögð á að skynja og njóta. Ljóð lesin sem fyrirmyndir. Nemendur yrkja eftir ákveðnum fyrirmælum. Ljóðin fullunnin í skóla, plöstuð og hengd upp í Nýrækt.
Þegar veður er slæmt heimsækjum við t.d. Vatnasafnið. Fræðsla um safnið og jökla landsins. Verkefnahugmyndir: krossorðaglíma, orðaverkefni út frá veðurorðum á gólfi, slökun og jóga, búa til flugdreka o.fl.
Glókollur - spila hljóð hans af fuglavefnum og reyna að heyra í honum / sjá í Nýræktinni. Hettumáv og kríu má sjá í Maðkavíkinni. Þau eru lík í útliti og hljóðin áþekk, hettumávurinn kemur þó fyrr á vorin en krían.
Mosa er hægt að skoða allt árið. Mögulega hægt að reyna að greina mismunandi tegundir. Nota Ljóðið eftir Þórarinn Eldjárn um mosa - Vont og gott. Hægt að syngja.
Hvönn - læra að þekkja þær þrjár tegundir sem vaxa hér. Greina snemma hausts.