Nemendur setja niður trjáplöntur eða haustlauka á svæði sem skógræktin úthlutar. Nemendur læra að nota trjástafi.
3. bekkur fer með rútu upp í Sauraskóg og velur jólatré fyrir Hólmgarðinn.
Nemendur læra að bera kennsl á Haförn og spörfuglana þröst, svartþröst og starra. Haförninn er best að sjá yfir háveturinn.
Báðar þessar plöntur notum við í gerð Fjallates að hausti. Vallhumallinn stendur langt fram á haust, sem og rjúpnalaufin. Holtasóleyjin er að byrja að blómsra í lok maí - hægt að finna í síðasta tíma að vori.
Farið um bæinn okkar og leyndir stígar fundnir. Oft göngustígar sem minna eru notaðir í dag en fólk nýtti hér áður til að stytta sér leið.
Þjóðsagan um flæðiskerið. Á góðri fjöru má sjá skerið frá Ægisgötu.
Þjóðsagan um kerlinguna í Kerlingarfjalli sögð. Gott að hafa yfirlitsmynd af fjallgarðinum meðferðis. Nöfn fjallanna Hesturinn, Skyrtunnurnar og Kerlingarfjall lögð inn.
Nemendum sýnd Sundvíkin sem er í minni Vogsbotnar. Þar var kennt sund hér áður fyrr. Á fjöru er gaman að fara niður í fjöruna. Þar má finna einstaklega mikið af bláskel.
Gengið eftir Grensási, horft yfir Vogsbotninn og orðið þröskuldur útskýrt og tengt við hina náttúrulegu Þröskulda.
Norska húsið er elsta hús bæjarins og fyrsta tvílyfta hús Íslands. Kúldshús kemur þar á eftir og stóð fyrst í Flatey og svo á Þingvöllum. Fá nemendur til að gera sér grein fyrir gildi gamla bæjarins.
Sagan segir að haförn hafi náð að ræna barni en snar vinnumaður bjargaði málunum.
Í framhaldi af fræðslu um Þórólf Mostraskegg í 2.bekk - landnámsmann okkar á Þórsnesi.
Fuglaskoðunarferð t.d. að Móvík og eftir Grensásnum. Gott að hafa fuglaspjöld meðferðis og ræða um farfugla og staðfugla. Kjörið að enda á fuglaleiknum þar sem hópnum er skipt í lið og leita að földum fuglaspjöldum.
Trjáskýli, veggir o.fl. unnið úr greinum og trjám sem falla til við grisjun. Verkfæri: tálguhnífar, sagir og trjáklippur.
Eldiviði safnað til að undirbúa útieldun. Gott að fara í Nýrækt eða Hólmgarð. Saga niður ef þarf og flytja upp í skóla til þurkunar.
Kveikja eld og steikja naanbrauð á eldpönnu upp í Nýrækt.
Búa til fuglamat og setja í appelsínur til að hengja upp í Nýrækt eða öðrum skógarlundi. Búnaður: Appelsínur, tólg/feiti, fræ og prímus.
Te útbúið úr fjórum plöntum að hausti. Nemendum skipt í 4 hópa, safna plöntum, búa til te og smakka.
Þegar veður er slæmt heimsækjum við t.d. Vatnasafnið. Fræðsla um safnið og jökla landsins. Verkefnahugmyndir: krossorðaglíma, orðaverkefni út frá veðurorðum á gólfi, slökun og jóga, búa til flugdreka o.fl.