Reyna að koma auga á æðarfuglinn í fjöruferð. Skipuleggja ferð á Æðarsetrið, fá að horfa á mynd um æðarpar og sjá uppstoppaða fugla.
Lóan kemur í apríl, gott að sjá hana þegar farið er yfir golfvöllinn. Ræða um farfugla.
Nemendur læra að þekkja ljónslappa og lambagras út í náttúrunni.
Nemendur setja niður trjáplöntur eða haustlauka á svæði sem skógræktin úthlutar. Nemendur læra að nota trjástafi.
Lagt er upp með að nemendur þekki birki, furu og greni í sundur. Unnið með Greiningalykilinn um tré og runna. Að hausti taka nemendur þátt í landssöfnun á birkifræjum.
Farið yfir öryggisþætti er tengjast höfninni. Áttaviti við hafnarvogina skoðaður, farið yfir áttirnar. Sólarupprás í austir - sólsetur í vestri. Minnismerkið um Árna Thorlacius skoðað; Norska húsið og veðurathuganir hans. Gengið út á Stykkisbryggjuna - finna Stykkið (hólmann) og fræðast um nafn bæjarins.
Sagan af Þórólfi sögð - frá því hann bjó í Noregi og þar til hann sigldi og nam land á Þórsnesi. Byggt á fyrstu köflum Eyrbyggju.
Sagan sögð af hafmeyjunni við Þórishólma. Gott að vera upp í S'ugandisey, við Vatnasafnið eða á Tangagötunni - þar sem gott útsýni er á hólmann.
Haustverkefni - tína ber á Stekkjarásnum, gott að hella beint í pott. Í framhaldinu eru berin sultuð á prímus t.d. á vinnusvæðinu upp í Nýrækt. Gaman að hafa kex með svo hægt sé að smakka sultuna strax.
Kynnast vinnusvæðinu í Nýrækt, frjáls leikur og vinna að trjáhúsum.
Hafa meðferðis sagir, greinaklippur, vasahnífa, spotta. Gott að hafa kveikjumyndir meðferðis.
Gott er að vera búin að safna og þurka eldivið áður. Kveikja eld, elda lummur og borða með berjasultunni sem gerð var í haust. Eldstæði og panna í skúr upp í Nýrækt.
Fuglaleiðangur sem endar t.d. upp í Nýrækt. Sjá hvaða fugla við sjáum á leiðinni, hafa meðferðis fuglaspjöld, fræðispjöld sem og myndaspjöld. Í lokin farið í fuglaleikinn; fela spjöld með myndum af fuglum, skipta hópnum í lið, finna fuglinn sem liðið dró á miða. Stríðsóp - draga nýjan fugl!
Nú er að finna góðan snjóskafl eða snjómokstursruðning. Nemendum er skipt í hópa, hver hópur fær 2L flösku (sem inniheldur málningu og vatn) og býr til braut fyrir flöskuna sína. Í lokin er gaman að fara á milli og sjá flöskurnar bruna eftir brautunum hjá hinum hópunum. Næst er farið á opið svæði, búnir til skúlptúrar úr snjó. Þá er málningunni skipt í litlar flöskur og skúlptúrarnir málaðir.
Penslar eru búnir til úr náttúrulegu hráefni; finna sér grein og binda á hana köngla, gras, laufblöð eða annað snjallt. Þá er að vatnslita á t.d. kaffipoka eða annan pappír. Gaman að hengja verkin upp á útisvæðinu í Nýrækt.
Þegar veður er slæmt heimsækjum við t.d. Vatnasafnið. Fræðsla um safnið og jökla landsins. Verkefnahugmyndir: krossorðaglíma, orðaverkefni út frá veðurorðum á gólfi, slökun og jóga, búa til flugdreka o.fl.