Nemendur læri að þekkja tjald og hrafn. Þetta eru fuglar sem gott er að bera kennsl á, þeir eru og eru í áberandi litum. Tjaldurinn er bæði stað- og farfugl og kemur snemma. Hrafninn er allt árið. Áhersla er lögð á nafnið hrafn en hann er einnig kallaður krummi.
Nemendur læri að bera kennsl á plönturnar blóðberg og vetrarblóm. Blóðbergið fundið að hausti. Gaman að finna eftir fjöruferð og kenna nemendur að þvo af sér slorlyktina með því að nudda blóðbergi á milli handanna.
Vetrarblóm blómstar í byrjun apríl. Fara í ,,fjársjóðsleiðangur" til að finna þetta yndislega blóm sem blómstrar fyrst allra í villtri náttúrunni. Hægt að finna í klettunum við fjörunar frá Sundvík og að Baulutanga.
Nemendur setja niður trjáplöntur eða haustlauka á svæði sem skógræktin úthlutar. Nemendur læra að nota trjástafi.
Skoða mismunandi trjágerðir.
Lagt upp með að nemendur þekki birki, furu og greni í sundur.
Safna birkifræjum fyrir landssöfnun.
Fjöruferð þar sem tekinn er með greiningalykill, stækkunnargler, vísindabox og tangir. Mögulega víðsjá. Marflær, klettadoppur, þangdoppur o.fl. rannsakað.
Gott er að reyna að koma fyrst í Móvík á flóði, að sjá Sultarhólmann umflotinn sjó. Ræða um ferð þangað, hvaða ferðamátar eru í boði. Komið síðar á fjöru og gengið á sjávarbotninum út í hólmann. Finna ummerki um sandmaðk.
Landfræðilega hugtakið borg/klettaborg útskýrt. Segja frá sveitabænum Borg. Skoða kirkjuna og njóta útsýnisins.
Ferð í Maðkavík sem gott er að spyrða saman við ferðina á Borgina. Þjóðsögur um Gullhólmann sagðar - útskýra að sagnirnar séu mögulega tilkomnar þannig að börn fari sér ekki að voða í ,,kviksyndinu" eða flæði í hólmanum.
Fræðsla um kvenfélagsgarðinn okkar - sameign bæjarins. Spjall um tré og plöntur, umgengni og virðingu.
Hugtökin útskýrð fyrir nemendum og náttúrulegir hlutir og manngerðir bornir saman. Skoða myndir með nemendum úr myndasafni og safn smáhluta. Nemendur flokka hluti og myndir í húllahringi út frá hugtökunum að ofan.
Vinna mandölu hringlistaverk úr náttúrulegum efnivið og rusli. Nemendum skipt í 2-3 manna hópa. Hóparnir safna efniviði í dollur og búa til mandölur.
Kjörið verkefni í Nýrækt eða Hólmgarði. Nemendur ganga um og safna greinum af jörðinni, saga niður ef þarf. Sprek bundið saman í knippi. Eldiviðurinn er síðan notaður seinna til að kveikja varðeld.
Kynnast vinnusvæðinu í Nýrækt, frjáls leikur og vinna að trjáhúsum.
Hafa meðferðis sagir, greinaklippur, vasahnífa, spotta. Gott að hafa kveikjumyndir meðferðis.
Góður sögustaður þar sem gott útsýni er yfir eyna er t.d. á krákustíg bak við sjúkrahúsið eða upp við Vatnasafnið. Gott að hafa söguna með á plöstuðu spjaldi.
Kveikja eld t.d. í eldstæði í skóginum eða í fjöru. Fara yfir hvaða reglur gilda um að kveikja eld úti í náttúrunni, alla öryggisþætti og umgengni. Skemmtilegast að nota greinar úr náttúrunni til að baka brauðið með.
Deig útbúið af kennara í skóla fyrir ferðina.
Fróðleikur um útieldun. Nemendum sýnt hvernig prímus virkar og hvað þarf að varast við notkun hans. Útbúnaður: Epli - hnífur - bretti - Dumle karamellur - rjómi - pottur - sleif - prímus.
Þegar veður er slæmt heimsækjum við t.d. Vatnasafnið. Fræðsla um safnið og jökla landsins. Verkefnahugmyndir: krossorðaglíma, orðaverkefni út frá veðurorðum á gólfi, slökun og jóga, búa til flugdreka o.fl.