Upplýsingatækni í kennslu og starfi

Vefsíða þessi var verkefni í námskeiðinu Menntun og upplýsingatækni, MUT1510 við Háskólann á Akureyri, 2019. Vinnu tengda námskeiðinu má finna á Námsmappa. Að auki er að finna yfirlit yfir helstu forrit og vefsíður sem ég nota í kennslu og starfi, Osmo síðuna sem ég útbjó eftir innblástur á UTís2018 og Padlet korktöflu sem ég setti saman fyrir starfsfólk Giljaskóla og aðra áhugasama. 

Í námskeiðinu Þróun náms og kennslu og uppýsingatækni, ÞNU1510 við Háskólann á Akureyri, 2020 hönnuðum við Valgerður Daníelsdóttir vefsíðuna UT og erlend tungumál. Í tengslum við það námskeið stóðu nemendur fyrir net-menntabúðum og margar áhugaverðar kynningar sem vert er að kíkja á.

Ég er reglulega spurð hvort ég noti UT í dönskukennslunni og hvort ég geti deilt hugmyndum af ítarefni með þemunum. Ég ákvað að nýta tækifærið nú þegar þessi síða er orðin að veruleika og gera það helsta aðgengilegt.


Þessu til viðbótar er ég í stýrihópi Eymennt sem stendur fyrir menntabúðum fyrir skólafólk. Veturinn 2020-2021 buðum við upp á net-menntabúðir í október og mars. Þar má finna margar áhugaverðar kynningar.