Leikmenn eru 2–6.
Spilaborð – landafræðikort af Snæfellsnesi
Spjöld með áfangastöðum, spurningum og svörum
Aukaspjöld með teikningum af stöðum
Spilapeð
Tímaglas (30 sekúndur)
Hver leikmaður velur sér upphafstað til að hefja ferðalag sitt. Það má vera hvaða staður sem er á lista yfir valda áfangastaði á spilaborðinu.
Leikmennirnir þurfa að ná samkomulagi um reglur og ákveða hvort spili ljúki eftir ákveðinn tíma (t.d. þannig að spili ljúki eftir 20 mínútur), eftir tiltekinn fjölda umferða (t.d. þannig að spili ljúki eftir 16 umferðir) eða eftir tiltekinn fjölda réttra svara sem þarf til sigurs (t.d. þannig að spili ljúki þegar einhver hefur svarað 10 spurningum rétt og þar með unnið spilið).
Sá yngsti byrjar og svo gengur þetta sólarganginn koll af kolli. Sá sem situr við hægri hönd þess sem byrjar dregur spjald og les upp áfangastaðinn sem þar er skráður efst á spjaldið. Sá sem byrjar færir sig þangað og fær spurningu um þann stað. Hann hefur 30 sekúndur til að finna staðinn og aðrar 30 sekúndur til að svara spurningunni.
Ef hann svarar rétt er dregið annað spjald með nýjum áfangastað. Hann fer þangað og heldur þannig áfram ferðalagi sínu. Ef svarið er rangt, situr hann hjá eina umferð og fær þá nýja spurningu um annan stað. Hann færir sig þangað og þarf að svara rétt til að mega halda ferðalagi sínu áfram.
Leikmenn spila og ferðast um Snæfellsnes þangað til tíminn er búinn eða spilinu lokið eftir því sem ákveðið var í byrjun um umferðir eða fjölda réttra svara. Á sumum spjöldum eru ekki spurningar en þá þurfa leikmenn að fara eftir fyrirmælum á spjöldunum. Ef leikmaður fær spjald þar sem stendur að bíða eigi eina umferð á tilteknum stað setur hann spilapeðið sitt á þann stað og bíður þar næstu umferðar. Hann fær hvorki spurningu né spjald í þeirri umferð.
Ef leikmennirnir eru á mismunandi aldri fá börn undir 12 ára aldri lesna upp fyrir sig valmöguleika í svörum við spurningunum. Þeir sem eru 12 ára eða eldri fá bara spurninguna lesna upp en ekki möguleg svör.
Aukaspjöld eru með teikningum af stöðum á Snæfellsnesinu. Leikmenn hafa möguleika á að draga aukaspjald og finna staðinn á 10 sekúndum. Þannig má fá stig án þess að svara spurningu. Leikmenn draga þá ekki fleiri spjöld og þurfa að bíða þar til í næstu umferð.
Í spilinu eru spjöld með spurningum og svörum, aukaspjöld með teikningum, kort af Snæfellsnesi, leikmenn og tímaglas.
Hér er dæmi um spilaspjald sett upp í Vectr með merki og heiti leiksins á annarri hlið. Á hinni eru ýmist spurning og svör um valinn stað á Snæfellsnesi, handunnin teikning af stað á Snæfellsnesi eins og á þessu spjaldi eða fyrirmæli um næsta skref í leiknum.
Hér eru dæmi um spilaspjöld með spurningum og svörum eftir nemendur á annarri hlið. Rétt svar er auðkennt með rauðum lit.
Aukaspjöld í spilin birta teikningar nemenda af stöðum af Snæfellsnesi.
Gerðuberg
Gerðuberg er stuðlabergshamar. Stuðlarnir eru mjög reglulegir 1–1,5 m í þvermál. Hvað eru stuðlarnir háir þar sem þeir eru hæstir?
10 m
24 m
14 m
34 m
Eyja- og Miklaholtshreppur
Breiðablik er upplýsingamiðstöð Snæfellsness. Hvernig var húsnæðið notað áður fyrr?
sem verslun
sem félagsheimili
sem hesthús
sem verbúðir
Eyja- og Miklaholtshreppur
Húsið var reist á árunum 1947–1950 og síðan endurbætt árið 1972. Hvað heitir húsið?
Breiðablik
Klif
Röst
Snæfell
Breiðablik
Þú ert á ferðalagi á hjóli og þú ert veðurteppt/ur á Breiðabliki.
Bíddu eina umferð.
Staðarsveit
Staðarsveitarfjöll eru há og brött og mynda næstum því samfelldan vegg með skriðum niður í fjallsrætur. Í hvaða átt verða oft sviptivindar þar í sveitinni?
norðanátt
vestanátt
austanátt
sunnanátt
Staðarsveit
Fjöllin skýla sveitinni fyrir köldum næðingnum, en þó ekki alltaf. Í Staðarsveit verður oft sviptivindur. Hvað er það?
strekkingur
vindur með snörpum vindhviðum
hægur vindur
hvirfilvindur
Staðarsveit
Presturinn Ari fróði Þorgilsson (1067–1148) er þekktastur fyrir ritun sína á Íslendingabók. Hvar í Staðarsveit var hann prestur?
Fáskrúðarbakka
Staðarstað
Lýsuhóli
Ölkeldu
Staðarsveit
Jarðvegur mýranna í Staðarsveit hefur orðið til af jurtaleifum allt frá ísöld. Hvað heitir þessi tegund mýra?
jöklamýrar
mómýrar
freðmýrar
flóamýrar
Staðarsveit
Til hvers var mór notaður á hverjum bæ fram undir miðja síðustu öld?
til eldsneytis
til matargerðar
til gróðursetningar á kartöflum
í dýrafóður
Saxhóll
Saxhóll er í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Hvað er Saxhóll hár?
15 metrar
25 metrar
35 metrar
45 metrar
Saxhóll
Saxhóll er keilulaga gígur vestast á Snæfellsnesi. Hann er vinsæll viðkomustaður:
kvikmyndatökumanna
ferðamanna
vísindamanna
heimamanna
Saxhóll
Stiginn upp á Saxhól hefur verið tilnefndur til virtra hönnunarverðlauna. Hver er ástæða þess að settur var upp stigi á Saxhól?
Svar: Sár hafði myndast í hólinn og hann þurfti að vernda. Einnig þurfti að tryggja öryggi ferðamanna.
Saxhóll
Þú ert að labba upp Saxhól og telur tröppurnar.
Bíddu eina umferð.
Ljósufjöll
Ljósufjöll, norður af Miklaholtshreppi, eru talin vera hæstu fjöll á Snæfellsnesi fyrir utan Snæfellsjökul. Hvað eru fjöllin há?
1163 m
1063 km
1063 m
1163 km
Lýsuhóll
Í Lýsulaug er mjög steinefnaríkt vatn sem talið er afar hollt og græðandi. Hvers konar vatn er í lauginni?
lindarvatn
náttúrulegt ölkelduvatn
jöklavatn
sjór
Lýsuhóll
Lýsuhólsskóli er eins og grunnskólarnir í Ólafsvík og á Hellissandi hluti af Grunnskóla Snæfellsbæjar. Hvaða ár bættist Lýsuhólsskóli við sem starfsstöð í Grunnskóla Snæfellsbæjar?
2003
2004
2005
2006
Lýsuhóll
Þú fórst í sund í Lýsulaug og ákveður svo að fara á hestbak.
Bíddu eina umferð.
Lýsuhóll
Lýsuhóll í Staðasveit er friðlýstur. Hvað merkir orðið „lýsuhóll“?
fiskihóll
lýsishóll
hinn bjarti hóll
hinn tæri hóll
Búðir
Búðir geyma mikilvægan kafla úr atvinnusögu Íslands. Fyrir hvað var Hraunhafnarós (Búðaós) þekktur strax á fyrstu öldum Íslandsbyggðar?
sem ástarhöfn
sem þrælasöluhöfn
sem verslunarhöfn
sem útgerðarhöfn
Búðir
Hvaða ár reisti Bendt Lauridsen fyrstu kirkjuna á Búðum?
1603
1703
1803
1903
Búðir
Árið 1816 var Búðakirkja lögð niður en ákveðin og dugleg kona fékk konungsleyfi til að endurreisa kirkjuna árið 1847. Hvað hét sú kona?
Steinunn Lárusdóttir
Jóhanna Jóhannsdóttir
Guðrún Sigtryggsdóttir
Hulda Bárðardóttir
Búðir
Kirkjan á Búðum var endurreist í upprunalegri mynd árið 1987. Hvaðan hlutur í kirkjunni er talinn vera elstur eða síðan 1672?
hurðarhringurinn
krossinn
klukkan
altaristaflan
Öxl
Við rætur Axlarhyrnu er bærinn Öxl. Þarna bjó fjöldamorðingi. Hvað var hann kallaður?
Axlar - Björn
Björn grimmi
Bjössi í Öxl
Bjössi Gunnu
Öxl
Axlar-Björn játaði á sig níu morð á ferðamönnum, en sumir töldu hann hafa drepið 18 manns. Hvenær og hvernig dó hann?
Hann var tekinn af lífi árið 1596.
Hann var tekinn af lífi árið 1586.
Hann dó í hárri elli árið 1596.
Hann varð bráðkvaddur 1576.
Öxl
Fjöldamorðinginn Axlar-Björn er að ná þér. Þú finnur þér góðan felustað og dvelur þar yfir nótt.
Bíddu eina umferð.
Arnarstapi
Vikur er frauðkennt berg og getur flotið á vatni. Hann er aðallega notaður í byggingariðnaði. Hvernig var vikurinn fluttur frá Arnarstapa til Reykjavíkur áður fyrr?
með kúm
með skipi
með vörubílum
með hestum
Arnarstapi
Hvaða eftirfarandi texti er ekki sannur?
Margar fjölskyldur búa á Arnarstapa allt árið í kring.
Á Arnarstapa er gott lægi fyrir smábáta.
Á fjórða áratug 20. aldar hófst vinnsla á vikri úr Snæfellsjökli og stóð hún í rúm 30 ár.
Arnarstapi er vinsæll ferðamannastaður.
Arnarstapi
Þú ert í sumarbústað á Arnarstapa. Það er haust og þú ferð út til að tína ber.
Bíddu eina umferð.
Arnarstapi
Stapafell er skriðurunnið móbergsfjall. Hvað er fellið hátt?
um 726 m
um 526 m
um 626 m
um 826 m
Arnarstapi
Hvað heitir kletturinn efst á Stapafelli?
Arnarklettur
Fellskross
Fellsklettur
Stapakross
Arnarstapi
Á Arnarstapa er stytta sem minnir á Bárð Snæfellsás. Hann var hálfur maður og hálfur tröllkarl. En hvað segir þjóðsagan um dauðdaga hans?
Svar: Bárður hvarf í jökulinn.
Arnarstapi
Þjóðsagan segir að Bárður Snæfellsás hafi sungið í Sönghelli, hvílt sig í Bárðarbóli og baðað sig í Bárðarlaug. En hvar geymdi hann fjársjóð sinn?
í Bárðarhelli
í Bárðarkletti
í Bárðarhrauni
í Bárðarkistu
Lóndrangar
Fjöllin norðan Snæfellsjökuls eru úr móbergi. Hvernig hafa fjöllin myndast?
Svar: Við gos.
Lóndrangar
Svalþúfa er líklegast austurhluti gígs sem gosið hefur í sjó. Hvað eru Lóndrangar?
gígtappar
fjöll
gígur
op í eldstó
Laugarbrekka
Guðríður Þorbjarnardóttir var á sínum tíma víðförulasta kona veraldar. Hvað merkir orðið víðförull?
sem hefur búið víða
sem hefur farið víða
sem hefur menntað sig mikið víða
sem hefur unnið mörg störf víða
Laugarbrekka
Hún sigldi 8 sinnum yfir úthöf og fór fótgangandi um Evrópu allt til Rómarborgar. Hvað hét konan?
Guðríður Snorradóttir
Guðríður Þorbjarnardóttir
Kolfinna Þorsteinsdóttir
Geirþrúður Snorradóttir
Laugarbrekka
Guðríður Þorbjarnardóttir er talin fyrsta konan af evrópskum uppruna sem fæddi barn í Ameríku. Hvað hét sonurinn?
Snorri Þorfinnsson
Snorri Sturluson
Snorri Jóhannsson
Snorri Rafnsson
Hellnar
Ströndin við Arnarstapa og Hellna var gerð að friðlandi árið 1979. Hvað er friðlandið stórt?
0,6 km2
1,6 km2
2,6 km2
3,6 km2
Hellnar
Á ströndinni við Arnarstapa og Hellna eru sérkennilegar klettarmyndanir og þar er hægt að skoða fuglalíf í miklu návígi. Hvernig hafa klettamyndirnar mótast?
af eldfjallinu
af briminu
af jarðskjálfta
af mannavöldum
Malarrif
Hvaða fuglar verpa helst við Malarrif?
geirfuglar
lundar og teistur
kríur og ritur
mávar
Djúpalónssandur
Steinatök á Djúpalónssandi sýna að til að fá pláss á báti þurfti viðkomandi að geta lyft þeim öllum. Hvað eru steinarnir kallaðir?
aflraunasteinarnir
álfasteinarnir
kraftasteinarnir
aflsteinarnir
Djúpalónssandur
Á Djúpalónsandi eru steinatök sem vermenn reyndu afl sitt á. Hvaða heita aflraunasteinarnir?
Ása, Signý og Helga
Fullsterkur (155 kg), Hálfsterkur (140 kg), Hálfdrættingur (49 kg) og Amlóði (23 kg)
Gísli, Eiríkur og Helgi
Kóngur, háseti, hrókur og peð
Snæfellsjökull
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson eru taldir að hafi verið fyrstir manna að klífa Snæfellsjökul. Hvaða ár gerðist það?
1554
1654
1754
1854
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull var lengi talinn hæsta fjall landsins og hefur verið kallaður konungur íslenskra fjalla. Hvað er Snæfellsjökull hár?
1346 m
1446 m
1546 m
1646 m
Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er um 170 km2 og er staðsettur á utanverðu Snæfellsnesi. Hvaða einkennir þjóðgarðinn?
að vera með gestastofu
að vera eini þjóðgarður landsins sem nær að sjó
að vera með flesta þjóðgarðsverði landsins
að vera minnsti þjóðgarður landsins
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull varð heimsþekktur árið 1864 þegar bókin “Ferðin að miðju jarðar” eftir Jules Verne kom út. Hvar ferðast söguhetjan?
Svar: Söguhetjan ferðast að miðju jarðarinnar frá jöklinum.
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull kemur oft við sögu í íslenskum skáldsögum. Hvað heitir skáldsaga Halldórs Laxness sem gerðist á þessum slóðum?
Viðhald undir Jökli
Kristnihald undir Jökli
Ástarsorg undir Jökli
Þrælahald undir Jökli
Öndverðarnes
Öndverðarnes er vestasti tangi Snæfellsness og þar var á árum áður mikil útgerð og margar þurrabúðir. Hvaða ár var þessari starfsemi hætt á Öndverðarnesi?
Árið 1955
Árið 1965
Árið 1945
Árið 1935
Öndverðarnes
Á Öndverðarnesi er haganlega hlaðinn brunnur. Hvað heitir brunnurinn?
Kjói
Spói
Himbrimi
Fálki
Öndverðarnes
Sagan segir að þrjár lindir kæmu upp í brunninum Fálka. Ferskt vatn kæmi úr einni, saltvatn úr annarri, en hvað kæmi úr þeirri þriðju?
ölkelduvatn
öl
bjór
lýsi
Öndverðarnes
Af hverju er brunnurinn Fálki á Öndverðarnesi friðaður?
Svar: Hann var áður fyrr eina vatnsból Öndverðarness.
Öndverðarness
Fáðu þér göngutúr og skoðaðu brunninn Fálka á Öndverðarnesi!
Bíddu eina umferð!
Skarðsvík
Það er sól og blíða á Snæfellsnesi. Þú ákveður að fara að synda í sjónum við Skarðsvík. Biddu eina umferð.
Hellissandur
Í Sjómannasafninu við Sjómannagarðinn á Hellissandi eru varðveitt tvö áraskip, Bliki og Ólafur Skagfjörð. Hvað margir árar voru á þessum báta?
Svar: Átta, áttæringur
Hellissandur
Hvort þessara skipa Bliki og Ólafur Skagfjörð í Sjómannasafninu á Hellissandi er elsta fiskveiðiskipið sem varðveitt er á Íslandi?
Svar: Bliki
Hellissandur
Að sögn Landnámabókar bjó Ingjaldur Álfarinsson á Snæfellsnesi. Hvar bjó hann?
á Rifi
á Ingjaldshóli
á Hellissandi
í Ólafsvík
Hellissandur
Í Bárðarsögu Snæfellsáss er sagt frá að Hella tröllkona vildi Ingjald feigan og eitt sinn hafi hún gert honum gerningaveður þegar hann fór á sjó. Með hjálp frá hverjum bjargaðist Ingjaldur?
Vinum sínum
Bárði Snæfellsás
Birni Þorleifssyni
Bárði Snæfell
Snæfellsbær
Hvar bjó Hella tröllkona sem talað er um í Bárðarsögu Snæfellsáss?
í Búrfelli
í Tindfelli
í Ennisfjalli
í Bárðarkistu
Hellissandur
Í Sjómannagarðinn á Hellissandi hefur verið safnað minjum frá eldri tíð, meðal annars hefur þar verið endurbyggð sjóbúð sem stóð lengst uppi á Hellissandi. Hvað heitir staðurinn?
Þorvaldsbúð
Þórissbúð
Þorgrímsbúð
Þorsteinsbúð
Hellissandur
Í Sjómannagarðinum á Hellissandi stendur listarverk eftir myndhöggvarann Ragnar Kjartansson sem var afhjúpuð árið 1974. Hvað heitir verkið?
Sjómenn
Jökullinn
Sjófarendur
Jöklarar
Hellissandur
Hverjum er listaverkið eftir myndhöggvarann Ragnar Kjartansson í Sjómannagarðinum á Hellissandi tileinkað?
sjómennskunni
sjómönnum
sjómannskonum
sjómannsafkvæmum
Hellissandur
Þú ert kominn á Sjómannasafnið á Hellissandi. Gefðu þér góða tíma og skoðaðu safnið. Bíddu eina umferð.
Rif
Frystiklefinn er 600 fm2 leikhús, menningarmiðstöð og farfuglaheimili í Rifi. Fyrir hvað er húsnæðið helst notað?
Svar: Til að skapa listamönnum athvarf og aðstoð.
Rif
Hvaða hlutverki gegndi húsnæði Frystiklefans á Rifi áður fyrr?
verbúð
fisksala
rækjuvinnsla
fiskvinnsla
Rif
Stór kríuvörp eru á Arnarstapa en einnig verpir kría á Öndverðarnesi og víðar á Snæfellsnesi. Er Rif eitt stærsta kríuvarp Evrópu?
Svar: Já
Rif
Árið 1467 var Björn Þorleifsson, hirðstjóri, drepinn á Rifi ásamt 7 öðrum mönnum. Hvaða minnismerki í Rifi minnir á þetta atvik?
húsið
báturinn
steinninn
hóllinn
Rif
Sonur hans Björns Þorleifssonar, Þorleifur var tekinn til fanga. Hvernig losnaði hann úr haldi?
gegn miklu fé
gegn greiða
gegn því að fá land
gegn því að fá þræla
Rif
Frystiklefinn í Rifi er viðurkennt atvinnuleikhús. Hvað leikritið hefur verið frumsýnt í desember 2016 en lokasýning í ágúst 2018?
Jökullinn
Ferðin að miðju jarðar
Mar
Trúðurinn
Rif
Leikritið Ferðin að miðju jarðar var leikið í Frystiklefanum í Rifi í 2 ár. Hvað oft hefur verkið verið leikið?
40 sinnum
50 sinnum
60 sinnum
70 sinnum
Enni
Ólafsvíkurenni eða Enni er bratt klettótt fjall vestan við Ólafsvík á Snæfellsnesi. Hvað heitir fossinn sem er á milli Ennis og Tvísteinahlíðar?
Tvísteinafoss
Bæjarfoss
Borgarfoss
Ennisfoss
Ólafsvík
Núverandi Ólafsvíkurkirkja var vígð áríð 1967. Hver teiknaði kirkjuna?
Guðjón Samúelsson
Hákon Hertervig
Rögnvaldur Ólafsson
Gunnar Hansson
Ólafsvík
Predikunarstóllinn í Ólafsvíkurkirkju er merkasti gripur kirkjunnar. Hvaðan kemur gripurinn?
úr Brimilsvallakirkju
úr Fróðárkirkju
úr Ingjaldhólskirkju
úr Búðakirkju
Ólafsvík
Hvaða hús í Ólafsvík sem reist var árið 1844 stendur enn og er friðlýst?
Ennisbraut 1
Pakkhúsið
Lárubúð
Þórshamar
Ólafsvík
Þú ert búin/n að rölta á bryggjunum og skoða bátana. Skoðar Pakkhúsið í Ólafsvík.
Bíddu eina umferð.
Ólafsvík
Í Sjómannagarðinum í Ólafsvík stendur gamalt hús sem hefur verið notað sem kaffihús. Hvað heitir það?
Lækur
Brekka
Kaldilækur
Kalda
Ólafsvík
Í Sjómannagarðinum í Ólafsvík er steinsteypt stytta. Af hverjum er hún?
Skipstjóra
Bæjarstjóranum
Sjómanni sem ber lúðu á bakinu
Skipi
Ólafsvík
Guðmundur Guðmundsson fæddist 19. júlí 1932 í Ólafsvík. Undir hvaða nafni er hann þekktur í listamannaheiminum?
Svar: Erró
Ingjaldshóll
Ingjaldshólskirkja er elsta steinsteypta kirkja í heimi. Hvenær var hún byggð?
1909
1919
1903
1913
Brimilsvellir
Hvaða dýr eru tamin á Brimilsvöllum?
hundar
hestar
páfagaukar
kisur
Búlandshöfði
Búlandshöfði er höfði sem gengur brattur í sjó. Hvenær var akvegur fyrir Búlandshöfða gerður?
1959- 1961
1961- 1963
1965- 1967
1967- 1977
Grundarfjörður
Kirkjufellinu er stundum lýst sem einu sérkennilegasta, ef ekki fegursta fjalli á Snæfellsnesi. Fyrir hvað er þekktastur?
Svar: Fyrir að vera eitt af 10 mest mynduðu fjöllum í heimi.
Grundarfjörður
Hvað nafni kölluðu danskir kaupmenn Kirkjufellið?
Sukkertoppen
Kirkebjerg
Sukkermasse
Bjerghytte
Grundarfjörður
Kirkjufellsfoss er mjög fallegur foss nálægt Grundarfirði. Á undarförnum árum hefur verið mjög vinsælt að fara og njóta útsýnisins yfir fossinn og Kirkjufellið. Yfir hvað er þá farið til þess?
yfir rústir gamals húss
yfir steinhellur
yfir gamla brú
yfir hraunið
Grundarfjörður
Grundarfjörður var árið 1786 einn af fyrstu kaupstöðum landsins. Hverjir voru þar með mikla útgerð frá 1856?
Frakkar
Hollendingar
Englendingar
Spánverjar
Bjarnarhöfn
Hvað fá ferðamenn að smakka í Bjarnarhöfn?
svartfuglsegg
hákarl
skelfisk
harðfisk
Stykkishólmur
Hvað heitir ferjan sem siglir frá Stykkishólmi til Brjánslækjar með viðkomu í Flatey?
Svar: Breiðafjarðarferjan Baldur
Stykkishólmur
Stykkishólmur er stærsti þéttbýliskjarninn á Snæfellsnesi. Hver er helsta atvinnugrein bæjarins í dag?
ferðaþjónusta
sjávarútvegur
skelfiskveiðar
landbúnaður
Stykkishólmur
Norska húsið í Stykkishólmi er byggðarsafn Snæfellinga og Hnappdæla. Hverjir voru fyrstu eigendur hússins?
Árni Ó. Thorlacius og fjölskylda hans
Sigurður Breiðfjörð og fjölskylda hans
Jón Hjaltalín og fjölskylda hans
Jóhann Már Þórisson og fjölskylda hans
Stykkishólmur
Á 19. öld var Norska húsið í Stykkishólmi íbúðarhús Árna Ó. Thorlacius og fjölskyldu hans. Fyrir hvað var Árni þekktastur?
fyrir að vera öflugur í sjálfstæðisbaráttunni
fyrir veðurathuganir sínar
fyrir að vera fyrsti bókavörður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi
fyrir að vera bæjarstjóri í Stykkishólmi
Stykkishólmur
Norska húsið í Stykkishólmi eitt af þremur stærstu húsum landsins á 19. öld. Af hverju þótti þetta hús ævintýrahöll?
Svar Á þessum tíma bjuggu flestir Íslendingar í torfhúsum.
Stykkishólmur
Hvað er merkilegast við Norska húsið?
Það var fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið í Stykkishólmi.
Það var fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið á Snæfellsnesinu.
Það var fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið á Íslandi.
Það var fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið í Evrópu.
Stykkishólmur
Þú ert í Stykkishólmi. Gefðu þér tíma og skoða Norska húsið!
Bíddu eina umferð.
Kolgrafafjörður
Kolgrafafjörður er frekar grunnur eða rétt um 40 m þar sem hann er dýpstur. Hvaða afleiðingar dýptina fjörðsins?
Svar: Súrefnisskorts fiskana.
Kolgrafafjörður
Hvaða fisktegund drapst í miklu magni (um 30 þúsund tonn) í Kolgrafafirðinum innan við brúna vegna súrefnisskorts?
síld
lax
lúða
þorskur
Breiðabólstaður
Breiðabólstaður á Skógarströnd er bær, fornt höfuðból, kirkjustaður og fyrrum prestssetur á Snæfellsnesi. Kirkja hefur verið þar síðan árið 1563. Hvað kom fyrir kirkjuna árið 1971?
Kirkjan var seld.
Kirkjan var flutt.
Kirkjan brann með öllum gripum.
Kirkjan hvarf.
Fróðá
Í Eyrbyggjasögu er greint frá Fróðárundrum það sem sagt er frá hvernig fjöldi heimilsmanna týndi lífinu á undarlegan hátt. Þeir dauðu gengu aftur og trufluðu líf heimilisfólks á bænum. Hvað hefur í rauninni gengið á hjá fólkinu að Fróðá? Áhugamen um sögu læknisfræðinnar komu með tilgátu um að:
Að lýs hafa borið með sér smitefni er leiddi til mikils sótthita
Heitavatnsskortur hafi valdið sýkingum
Myglað korn hafi sýkt fólk og valdið m.a. óráði og ofskynjunum fólksins
Fróðá
Hver er Sagður hafa dæmt draugana fyrir dyradóm sem varð til þess að heimilisfólkið losnaði við sóttkveikjuna?
Sigurður jarl Þorsteinsson af Hrútsbæ
Snorri goði Þorgrímsson höfðingi að Helgafelli
Hávar Kleppsson af Jökulskeldu
Gissur goði Þorvaldsson höfðingi að Haukdælum
Jökulháls
Leiðin Jökulháls austan undir Snæfellsjökli liggur upp með Stapafelli og síðan við jökulræturnar, í 700-800 m hæð og endar í Ólafsvík. Hvað er gönguvegurinn langur?
8 km
18 km
28 km
38 km
Jökulháls
Hvað heitir hellirinn upp í Jökulhálsveginum?
Sorghellir
Sönghellir
Surtshellir
Skiphellir
Jökulháls
Fyrir nokkrum árum var grafið eftir vikri á Jökulhálsi. Vikrinum var fleytt frá námunum eftir vatnstokk og lækjum. Hvar endaði virkurinn?
á Arnarstapa
á Hellnar
á Malarrif
á Hellissandi
Gufuskálar
Fyrir ofan Gufuskála er fjöldi fiskbyrgja sem enginn veit hverjir hlóðu. Þau eru talin elstu minjar um sjávarútveg á Norðurlöndum. Hvað eru minjar þessar taldar vera gamlar?
300 - 500 ára
500 - 700 ára
700 - 900 ára
900 - 1100 ára
Gufuskálar
Eru Gufuskálar innan Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls?
já
nei
Berserkjahraun
Berserkjahraun er frægt úr Heiðarvígasögu. Sagt er að Styr hafi látið tvo berserki ryðja braut gegnum hraunið. Hvað hefur hann gert að verkinu loknu?
Styr gaf þeim land.
Styr drap þá.
Styr rak þá í burtu.
Styr setti þá í útlegð.
Berserkjahraun
Hægt er að labba eftir brautinni sem heitir Berserkjagata í Berserkjahrauni. Hvar liggur brautin?
suðaustur frá Bjarnahöfn
fyrir norðan Stykkishólm
fyrir vestan Grundarfjörð
Löngufjörur
Löngufjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi eru vinsælar til útreiða. Hvers konar fjörur eru þar?
ljósar skeljasandsfjörur
þangfjörur
brimasamar hnullungafjörur
Löngufjörur
Ferðamen sem eru ókunnugir staðnum eru hvattir til að fara þanngað með leiðsögn. Hver er ástæðan?
Svar: Fylgjast þarf vel með gangi flóðs og fjöru.
Löngufjörur
Á morgun fer þú í hestaferð um Löngufjörur. Þú færð að gista eina nótt hér á Snorrastöðum.
Bíddu eina umferð.
Langaholt
Hvaða íþrótt er hægt að iðka í Langaholti?
golf
hestaíþróttir
frisbígolf
strandblak
Langaholt
Á Langaholti er veitingarstaðurinn öllum opinn, ferðafólkinu sem þar gistir sem og öðrum gestum. Hvað einkennir matseldina á Langaholti?
það sem kemur úr hafinu á Snæfellsnesi
kjöt af dýrum af Snæfellsnesi
grænmeti sem kemur frá gróðurhúsum á Snæfellsnesi
ávexti sem kemur frá gróðurhúsum á Snæfellsnesi
Langaholt
Á Langahólti rekið meðal annars gistihús. Þú ert búin/n að vera á ströndinni þar að leika þér í sjónum. Þú fær að hvíla þig og gista eina nótt í Langaholti.
Bíddu eina umferð.
Rauðfeldargjá
Sagan segir að Þorkell, bróðir Bárðar Snæfellsáss, átti tvo syni, Rauðfeld og Sölva. Hvar bjuggu þeir?
Svar: Arnarstapi
Arnarstapi
Í sögu Bárðar Snæfellsáss er sagt að eitt sinn þegar hafís lá við land hratt Rauðfeldur frænku sinni Helgu, elstu dóttur Bárðar, út á ísjaka. Hvernig endaði það?
Svar: Helga lenti á ísjakanum við Grænland og var þar veturlangt.
Arnarstapi
Hver er sagt í sögu Bárðar Snæfellsáss að hafa hrint Rauðfeldi í Rauðfeldargjá og Sölva fram af Sölvahamri?
Bárður Snæfellsás
Helga dóttir Bárðar
Þorkell, faðir þeirra bræðrana
Móðir þeirra
Purkhólahraun
Purkhólahraunið er basískt helluhraun, um 5-8 þúsund ára gamalt. Hvað heitir mest skoðað hellið í Purkhólahrauninu?
Svar. Vatnshellir
Purkhólahraun
Hvað heitir eina lifandi veran sem býr í Vatnshellinum?
Svar: Glitrandi baktería. Í lofti hellisins, einkum Vættagangs, er hvítleitur, glitrandi bakteríu- eða sveppagróður sem endurkastar ljósi.