Vectr er gjaldfrjálst teikniforrit og hugbúnaðinn má bæði hala niður eða nota á netinu. Gott er að byrja á að búa til aðgang að veflæga búnaðinum til þess að geta vistað gögn á vefsetri Vectr. Ef forritinu er halað niður er það lítill vandi að setja það upp.
Skoða þarf stærðina á skjalinu niðri til vinstri í síðustillingum (e. page settings). Stærðin skiptir máli þegar myndin er flutt út (e. export) út úr forritinu.
Vinstra megin á skjánum eru teikniáhöld (e. tools).
Stillingar á áhöldunum má finna til hægri á skjánum.
Eins og í mörgum teikniforritum verður myndefnið í lögum, form sem teiknuð eru í skjalið birtast undir síðu (e. page) og lögum (e. layers) vinstra megin á skjánum.