Kahoot! er tölvuforrit sem má nota í kennslu til þess að útbúa spurningaleik, spurningakeppni eða einfalt próf. Á vefsetri Kahoot! er hægt að læra að vinna í forritinu.
Hverjir eru helstu kostir og gallar Kahoot! í kennslu?
Nemendum frá 6 ára og eldri finnst notkun snjalltækni í kennslu spennandi og verða áhugasamari þegar þau eru notuð.
Nemendur með námsörðugleika hafa meiri möguleika á að sýna kunnáttu sína.
Nemendur geta unnið sem einstaklingar, í pörum eða í hóp.
Leikirnir halda nemendum virkum allan tímann.
Kennarinn les spurningarnar fyrir nemendur.
Spurningar og leikir geta verið leið fyrir kennara til að rifja upp námsefni.
Kerfið sparar bæði pappír og liti í ljósritunarvél.
Það er einfalt í notkun svo auðvelt er að búa til efni.
Það hentar vel í fjölbreyttum nemendahópi.
Nota þarf spjaldtölvur, snjallsíma eða tölvur.
Samkeppni gæti reynst ákveðnum nemendum erfið.
Spurningaleikir leggja oft áherslu á þekkingu á staðreyndum en kalla síður á ígrundun og sköpun.
Nettenging og tæki þurfa að vera í lagi og þar má ekkert klikka.
Nota má Kahoot! til að láta nemendur búa til spurningar sem taka mið af aldri nemenda sem þær eru búnar til fyrir. Allar spurningarnar eru settar á einn stað , einfalt verður að vinna í lotum og hægt er að taka upp þráðinn með næsta árgangi eða næsta kennara.