Kennarar og nemendur fara yfir hæfniviðmið tengd verkefninu. Hæfniviðmiðin eru valin úr samfélagsfræðigreinum, íslensku, upplýsingatækni og myndmennt. Nýta má þemadaga, ekki síst í átthagafræði, til að búa til átthagafræðispil um heimaslóðir, heimabæ nemenda, sveitina þeirra, landslagið, kennileiti, stofnanir, áhugavert fólk, áhugamál, menningu og/eða atvinnulíf. Spilið sem unglingarnir búa til verður svo prófað af nemendum á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla.
Hæfniviðmið
Nemandi geti ...
unnið með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og lagt sitt af mörkum í uppbyggilegu samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi innan skóla (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011)
Nemendur fást við þennan lið verkefnisins eftir lýsingu og viðmiðum
Kynnt verður fyrir nemendum á unglingastigi spurningaspilið Undur Snæfellsness og þeir beðnir um að spila það sem borðspil. Einnig kemur til álita að fara með þá í spurningaleik í spurninga- og leikjaforritinu Kahoot! með 25 spurningum úr borðspilinu. Kahoot!-leikurinn tekur um það bil 25 mínútur en borðspilið eitthvað um 35 mínútur. Fara má svipaða leið í öðrum landshlutum. Spurningar sem nemendur fá í borðspili eða stafrænum spurningaleik ættu að vera úr námsefni í átthagafræði sem nemendur hafa fengið að kynnast yfir nokkurra ára tímabil. Slóð að spurningum um Snæfellsnes sem höfundur hefur búið til fyrir borðspilið Undur Snæfellsness og spurningaleik í Kahoot! er eftirfarandi:
Vinna nemenda metin
Nemendur vinna í hópum og leggja sjálfir mat á eigin frammistöðu í borðspilinu eða stafræna spurningaleiknum. Jafnframt meta þeir frammistöðu hópfélagana hvort sem borðspilið eða spurningaleikurinn verða fyrir valinu. Matsblað fer hér á eftir. Kennari upplýsir nemendur um árangur með hliðsjón af hæfniviðmiðum á matsblaði.
Matskvarði fyrir hæfniviðmið
Framúrskarandi
Hæfni náð
Á góðri leið
Þarfnast þjálfunar
Hæfni ekki náð
Kennslustund í íslensku – Hugarkortagerð
Hæfniviðmið úr Aðalnámskrá grunnskóla
Nemandi geti ...
nýtt aðferðir sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum, tjáð skoðanir sínar með ýmsum hætti, rökstutt þær og valið þeim miðil sem hentar,
átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011).
Verkefnalýsing
Kennarar og nemendur fara yfir hæfniviðmið í íslensku. Nemendur læra að búa til hugarkort eða rifja það upp. Hugarkortið verður verkfæri nemenda til að flokka og velja helstu atriði úr lesefninu sem þeir fást við hverju sinni (Guðmundur Engilbertsson, 2013). Hugarkort er annað hvort handgert eða búið til í appi á borð við Mindomo (e.d.). Upplýsingar á íslensku um það forrit má sjá á vefsetri Snjallskólans (e.d.).
Nemendur fást við verkefnið eftir lýsingu og viðmiðum
Nemendur æfa sig að búa til hugarkort um ákveðin viðfangsefni valin af kennurum.
Vinna nemanda metin
Kennari upplýsir nemendur um stöðu þeirra með hliðsjón af hæfniviðmiðum sem unnið var með.
Matskvarði fyrir hæfniviðmið
Framúrskarandi
Hæfni náð
Á góðri leið
Þarfnast þjálfunar
Hæfni ekki náð
Kennslustund í íslensku – Spurningagerð
Hæfniviðmið úr Aðalnámskrá grunnskóla
Nemandi geti ...
greint og skilið aðalatriði og aukaatriði í margs konar texta og glöggvað sig á tengslum efnisatriða,
leitað og aflað sér heimilda úr ýmsum gagnabrunnum og lagt mat á gildi og trúverðugleika ritaðs máls, svo sem fjölmiðla- og margmiðlunarefnis, og tekið gagnrýna afstöðu til þess (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011)
Verkefnalýsing
Nemendur læra um spurningagerð, flokkun spurninga og tilgang. Flokkunarkerfi Benjamins Blooms er algeng leið til að flokka spurningar og þá eftir því hvort þær reyna á minni, skilning, beitingu, greiningu, nýmyndun eða mat (Ingvar Sigurgeirsson, 1996). Spurningar í spilinu eru ýmist lokaðar eða opnar spurningar. Lokaðar spurningar eru hugsaðar til að rifja upp og festa í minni námsefnið sem verið er að kenna í átthagafræðinni. Opnari spurningar bjóða aftur á móti upp á einhverja kosti að velja um fyrir spilara eða túlkun sem spyrjandi getur metið með hliðsjón af þeim valkostum eða túlkunarmöguleikum sem eru í boði. Lokaðar og opnar spurningar bjóða upp á valmöguleika.
Nemandi fæst við verkefni eftir lýsingu og viðmiðum
Nemendur æfa sig að búa til spurningar af mismunandi gerðum.
Vinna nemanda metin
Kennari upplýsir nemendur um stöðu þeirra með hliðsjón af hæfniviðmiðum sem unnið var með.
Matskvarði fyrir hæfniviðmið
Framúrskarandi
Hæfni náð
Á góðri leið
Þarfnast þjálfunar
Hæfni ekki náð
Kennslustundir í samfélagsfræði – Spurningar um valin efnissvið
Hæfniviðmið
Nemandi geti …
brugðist með rökum við upplýsingum og hugmyndum sem eru á margvíslegu formi, tekið þátt í rökræðum um viðfangsefni og rökstutt mál sitt af yfirvegun og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða,
kannað áreiðanleika heimilda með því að nota hand- og fræðibækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011)
Verkefnalýsing
Kynnt er landsvæðið þar sem nemendur þurfa að afla sér upplýsinga um heimaslóðir, heimabæ, hérað, landslag, stofnanir, áhugavert fólk, menningu og/eða atvinnulíf auk efnis á þeirra áhugasviði. Nemendur eru settir í hópa eða velja sér hópfélaga. Hver hópur velur sér tiltekið eða tiltekin viðfangsefni sem unnið verður með.
Nemendur fá til afnota viðeigandi heimildir (hand- og fræðibækur, tímarit, netbjargir) eða leita sjálfir uppi efni og upplýsingar á Netinu. Þeir byrja á að búa til nýtt hugarkort um efnið sem þeim er ætlað að fást við. Verkefni þeirra felst í að búa til vel mótaðar og valdar spurningar um það efni. Æskilegt er að hver hópur búi til 5 til 10 spurningar.
Nemandi fæst við verkefnið eftir lýsingu og viðmiðum.
Nemendur glíma við verkefnið með aðstoð kennarans.
Vinna nemanda metin
Kennarinn metur vinnu nemenda með hliðsjón af hæfniviðmiðum sem unnið er með í verkefninu og upplýsir nemendur um stöðu þeirra í því ljósi.
Matskvarði fyrir hæfniviðmið
Framúrskarandi
Hæfni náð
Á góðri leið
Þarfnast þjálfunar
Hæfni ekki náð
Kennslustund í íslensku eða samfélagsfræði – Spilareglur
Hæfniviðmið
Nemandi geti …
átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011)
Verkefnalýsing
Hver hópur býr til tillögur um spilareglur og kynnir fyrir samnemendum. Kosið er um heppilegustu hugmyndina að spilareglum.
Nemendur fást við verkefnið eftir lýsingu og viðmiðum.
Vinna nemanda metin
Kennari upplýsir nemendur um stöðu þeirra með hliðsjón af þeim hæfniviðmiðum sem unnið var með.
Matskvarði fyrir hæfniviðmið
Framúrskarandi
Hæfni náð
Á góðri leið
Þarfnast þjálfunar
Hæfni ekki náð
Kennslustund í upplýsingatækni – Teikniforritið Vectr
Hæfniviðmið
Nemandi geti ...
nýtt fjölbreytta miðla og hjálpartæki á ábyrgan hátt við að leita upplýsinga og til stuðnings í námi sínu,
notað sjálfstætt og í samvinnu með öðrum fjölbreytta miðla við skipulag, nýsköpun og þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011)
Verkefnalýsing
Kennarar og nemendur fara yfir hæfniviðmið í upplýsingatækni. Skoðuð er síða teikniforritsins Vectr (e.d.) á slóðinni https://vectr.com/ og farið yfir grunn í grafískri hönnun. Nánar leiðbeiningar á íslensku eru hér á Vectr síðunni.
Nemendur hanna vörumerki og spilaspjöld.
Nemendur fást við verkefnið eftir lýsingu og viðmiðum.
Nemendur læra á forritið Vectr. Síðan vinna nemendur í forritinu til að búa til vörumerki fyrir spilið og spilaspjöldin. Spurningar þeirra verða notaðar á spilaspjöldin.
Vinna nemanda metin
Kennari upplýsir nemendur um stöðu þeirra með hliðsjón af hæfniviðmiðum sem unnið var með.
Matskvarði fyrir hæfniviðmið
Framúrskarandi
Hæfni náð
Á góðri leið
Þarfnast þjálfunar
Hæfni ekki náð
Kennslustund í upplýsingatækni – Kahoot!
Hæfniviðmið
Nemandi geti ...
skrásett og sett fram hugmyndir á fjölbreyttan hátt byggðar á eigin ímyndunarafli og / eða rannsókn, myndrænt og/ eða í texta (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011)
Verkefnalýsing
Kynnt er Kahoot! (e.d.) og nemendur læra að búa til spurningaspil. Leiðbeiningar eru á vefnum Lige i lommen (Heimir Eyvindarson og Sigríður Sigurðardóttir, 2015) á slóðinni https://www1.mms.is/lige_i_lommen/pdf/Leidbeiningar/Um_Kahoot-leidbeiningar.pdf.
Nemendur fást við verkefnið eftir lýsingu og viðmiðum.
Nemendur nota spurningarnar sem þeir sömdu áður, velja úr þeim og skrá þær í Kahoot! þvert á hópa. Heppilegur heildarfjöldi spurninga er u.þ.b. 20 til 25.
Vinna nemanda metin
Kennari upplýsir nemendur um stöðu þeirra með hliðsjón af hæfniviðmiðum sem unnið var með.
Matskvarði fyrir hæfniviðmið
Framúrskarandi
Hæfni náð
Á góðri leið
Þarfnast þjálfunar
Hæfni ekki náð
Kennslustund í snillismiðju – Spilapeð
Hæfniviðmið
Nemandi geti ...
gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar og sett hann í persónulegt, menningarlegt og sögulegt samhengi (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011)
Verkefnalýsing
Nemendur fá tilsögn í þrívíddarhönnun í forriti á borð við Tinkercad (e.d.) og geta haft stuðning af kennsluefni á vefsetri framleiðanda á slóðinni https://www.tinkercad.com/learn.
Nemendur hanna til spilapeð og prenta þau út í þrívíddarprentaranum.
Nemendur fást við verkefnið eftir lýsingu og viðmiðum.
Nemendur læra á forritið Tinkercad. Síðan vinna nemendur í forritinu til að búa til spilapeð.
Vinna nemanda metin
Kennari upplýsir nemendur um stöðu þeirra með hliðsjón af hæfniviðmiðum sem unnið var með.
Matskvarði fyrir hæfniviðmið
Framúrskarandi
Hæfni náð
Á góðri leið
Þarfnast þjálfunar
Hæfni ekki náð
Kennslustund í myndmennt – Teikningar
Hæfniviðmið
Nemandi geti...
tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu og gagnrýni á samfélagið,
sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki sem felur m.a. í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011)
Verkefnalýsing
Kennarar og nemendur fara yfir hæfniviðmið í myndmennt. Nemendur þurfa að teikna mynd af staðnum sem þeir völdu að búa til spurningar um.
Nemandi vinnur verkefni út frá lýsingu og viðmiðum
Vinna nemanda metin
Kennari upplýsir nemanda um stöðu hans gagnvart hæfniviðmiðum sem unnið var með.
Matsviðmið
Framúrskarandi
Hæfni náð
Á góðri leið
Þarfnast þjálfunar
Hæfni ekki náð
Heimildir
Erna Ingibjörg Pálsdóttir. (2011). Fjölbreyttar leiðir í námsmati: Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Reykjavík: IÐNÚ.
Heimir Eyvindarson og Sigríður Sigurðardóttir. (2015). Lige i lommen. Menntamálastofnun. Sótt af https://www1.mms.is/lige_i_lommen/
Kahoot! (e.d.). How it works. Sótt af https://kahoot.com/schools/how-it-works/
Vectr. (e.d.). Sótt af https://vectr.com
Mindomo. (e.d.). Sótt af http://mindomo.com
Snjallskóli. (e.d.). Mindomo. Sótt af http://snjallskoli.is/oppin/mindomo/
Tinkercad. (e.d.). Sótt af https://www.tinkercad.com/learn