Stofna nemendur í Osmo

Ef kennari skráir sig inn á myOsmo með netfangi (Email address) þá þarf hann að opna tölvupóstinn og staðfesta innskráningu. Það er því auðveldara að skrá sig inn með lykilorði (Sign in with a password).

Það eru tvær leiðir til að stofna nemendur: a) kennari stofnar nemendur b) nemandi stofnar sig.

a) Þegar kennari er kominn inn á myOsmo stofnar hann nemendur undir myProfiles.

Kennari getur valið að stofna nemendur með því að skrá inn eitt og eitt nafn (+Add 1 more) eða hlaða inn skrá með nafnalista. 

Það tekur enga stund að skrá nemendur inn einn í einu.

Skólar eru alla jafna með marga nemendur og því er gott að skrá nemendur inn með árgangi og nafni, 08Unnur. Það kemur í veg fyrir vanda þegar margir nemendur heita sama nafni.

Forritið velur myndir sem fylgja með nöfnunum (myndirnar skipta engu máli fyrir leikina).

ATH! Starfsfólk Osmo vinnur að því að kennarar geti búið til möppur í myProfiles og flokkað nemendur saman eftir árgöngum eða bekkjum.

b) Ef kennari leyfir nemendum að stofna sig sjálfa er það ekki gert í myProfiles heldur í iPad þegar komið er inn í einhvern leikjanna. 

ATH! Áður en nemendur geta stofnað sig þarf kennari að tengja iPada við Osmo aðganginn með kóða (Activation Code).

Kennari opnar Osmo leik í iPad, velur School Log-in og skrifar 8 stafa kóðann inn. Þetta þarf að gera við alla þá iPad-a sem nota á við Osmo kennslu.

Þegar nemandi er kominn inn í einhvern leik er smellt á + Create new.

Nemandi byrjar á því að velja sér mynd og ég bið nemendur að stofna sig með árgangi og nafni, 05Unnur.

Þegar nemendur hafa verið stofnaðir, með leið a) eða b), velja þeir alltaf nafnið sitt efst í hægra horninu þegar þeir fara í leiki. Þannig eru þeir að vinna á sínu svæði, byrja á sama stað og þeir enduðu í t.d. Coding Awbie, Numbers og Tangram, geta skoðað myndir sem þeir hafa vistað í Masterpiece og halda stigum í Pizza Co.