Gott að hafa við höndina þegar nemendur raða í kassana því það vill ævinlega eitthvað færast á milli. Ég varpa PDF skjali með innihaldi kassa upp á sjónvarpið / tjaldið til að auðvelda þeim fráganginn.
Hver kannast ekki við "Ég á ekkert blátt A." eða "Ég hef enga fimmu."?
Nemendur kynnast forritun, efla rökhugsun og læra að leysa þrautir. Góð þjálfun fyrir stærðfræðinám.
Awbie og Mo halda af stað í margvísleg ævintýri í leit að gæludýrum vísindamanns.
Til að spila Coding Duo þarftu sett af Coding Awbie og Coding Jam.
Nemendur semja tónlist með því að raða kubbunum saman.
Nemendur ferðast til 6 mismunandi borga, skoða hundruð vísbendinga með stækkunargleri og læra um lönd og kennileiti.
Hver hefur ekki gaman af góðum kappakstri?
Hér þjálfa nemendur teiknifærni og fínhreyfingar.
Hægt er að velja myndir úr myndasafni sem fylgir forritinu, leita á netinu, sækja í albúm tækis eða taka myndir sjálfur.
Það er tilvalið að leyfa nemendum að teikna á hvítt blað og taka með sér heim. Einnig er hægt að nota plöstuð blöð og glærupenna sem þurrka má út.
Þegar teikningu er lokið geta nemendur vistað myndina, gefið henni heiti og skoðað myndband þar sem ferlið er sýnt.
Sköpun er hér alls ráðandi. Mo elskar töfra, að dansa og skapa með öðrum. Mo talar ensku og biður nemendur að teikna hitt og þetta. Mo sækir myndirnar og þær birtast á skjánum þar sem hann leikur sér með þær.
Eðlisfræði og skapandi lausnir. Nemendur reyna með ýmsu móti (teikningu á plastað blað, kubbum eða höndum) að koma kúlum á ákveðinn stað til að kveikja ljós á tölustöfum.
Nemendur telja, leggja saman, bæta við, draga frá og margfalda.
Hér reka nemendur sinn eigin pizzastað, taka við pöntunum, taka við greiðslu og gefa til baka. Ef reksturinn gengur vel eru ýmsir möguleikar í boði.
Nemendur vinna með samlagningu, frádrátt og brot. Að auki þurfa þeir að lesa í svipbrigði kaupandans til að sjá hvernig þeir standa sig í afgreiðslunni.
Disney: Mickey Mouse & Friends
Disney: Princess
Disney - Pixar: The Incredibles 2
Nemendur teikna og taka þátt í að skapa uppáhalds teiknimyndirnar.
Nemendur raða formum og búa til þær myndir sem eru á skjánum. Þeir þjálfa rökhugsun, samhæfingu og rýmisgreind.
Nemendur vinna með orðaforða á íslensku, ensku eða dönsku allt eftir verkefnum sem kennarar geta útbúið. Nemendur vinna einir, í pörum eða keppa við Osmo persónur.