Osmo aðgangur fyrir skóla

Það hefur reynst vel að stofna sameiginlegan aðgang fyrir kennara skólans.

Þegar um sameiginlegan aðgang er að ræða geta allir kennarar (bekkjarkennari, faggreinakennari, sérgreinakennari, forfallakennari og sérkennari) unnið með hvaða nemendur sem er, án fyrirhafnar og sérstaks undirbúnings. Allt sem kennari þarf er nemandi, iPad og Osmo.

Í fjölmennum skólum eins og Giljaskóla er oft búið að stofna Gmail netföng fyrir kennara, nemendur og jafnvel sameiginleg netföng fyrir ákveðin verkefni t.d. osmo@giljaskoli.is. Fámennari skólar geta stofnað sameiginlegt Gmail t.d. osmo.giljaskoli@gmail.com.

Kennarar geta stofnað aðgang hver fyrir sig en þá deila þeir ekki verkefnum og aðrir hafa ekki aðgang að þeirra nemendum.

Ferlið við að stofna aðganginn er afar einfalt.